Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 40
24 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR FM Belfast hefur verið ein vin- sælasta tónleikasveit landsins í nokkurn tíma. Tónleikar hennar á Gauknum á Airwaves í fyrra voru einn af hápunktum hátíðarinnar. Engum sem þar var gat dulist að þarna fór ein af ferskustu og skemmtilegustu partísveitum seinni tíma. Lagið Cynthia, sem var á Airwaves-disknum í fyrra, var líka eitt af flottustu lögum síð- asta árs. Algjör stuð- og gleði- smellur. Spennan eftir fyrstu plötu FM Belfast hefur verið mikil. Nú er hún komin og það er hægt að segja það strax að hún veldur ekki von- brigðum. Tónlist FM Belfast er dansvænt teknópopp. Það er erfitt að fara ekki að dilla sér þegar maður heyrir þessi lög, en þau eru líka melódísk og grípandi, hljóm- urinn er ferskur og textarnir eru frábærir. Söngútsetningarnar eru mjög vel heppnaðar. Það er ein- hver léttgeggjaður sing-a-long æsingur í þeim sem rífur stuðið og stemninguna upp á efsta stig og Lóa og Árni eru bæði fínir söngv- arar. Það eru ellefu lög á How to Make Friends og hvergi er veikan blett að finna. Hún byrjar með krafti á Frequency og heldur áfram með Underwear og svo rekur hver smellurinn annan. Cynthia er þarna auðvitað og lagið Lotus sem hefur vakið töluverða athygli, en textinn í því er útfærsla á Rage Against The Machine-text- anum Killing In The Name. Eins og áður segir eru textarnir, sem eru mjög einfaldir og á ensku, frábærir. Þeim mætti lýsa sem húmorísku sjónarhorni á smáeyja- einangrunina. Í Underwear er sungið um stað þar sem endalaust er beðið eftir að ekkert gerist („We’re Running Down The Street in our Underwear...Because Not- hing Ever Happens Here“), í VHS er fall vídeó-spólunnar harmað („My Love for VHS Will Go on... They made me switch the syst- ems“) og í Par Avion láta sögu- menn sig dreyma um hús í Karíba- hafinu („I saw a commercial on my television about the Carribean/ We could go there par avion“) svo nokkur dæmi séu tekin. How to Make Friends er full- komlega heppnuð partípoppplata, anno 2008. Það á enn eftir að koma út slatti af spennandi plötum á árinu, en það þarf töluvert mikið að gerast til að How to Make Friends verði slegin út sem besta plata ársins. Trausti Júlíusson NÝTT Í BÍÓ! SÍMI 462 3500 SÍMI 564 0000 L 14 14 16 16 L L L HOUSE BUNNY kl. 8 - 10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8 - 10 MAMMA MIA kl. 5.50 L 14 L HOUSE BUNNY kl. 5.45 - 8 - 10.15 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 5.50 - 8 - 10.10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM LÚXUS kl. 5.50 - 8 - 10.10 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10.30 MAMMA MIA kl. 5.30 GRÍSIRNIR 3 kl. 3.45 LUKKU LÁKI OG DALTON BRÆÐUR kl. 4 5% FÆRÐ 5% ENDURGREITT EF ÞÚ BORGAR BÍÓMIÐANN MEÐ KREDITKORTI 50 KR. AFSLÁTTUR EF ÞÚ KAUPIR BÍÓMIÐANN Á L 7 14 16 L HOUSE BUNNY kl. 5.45 - 8 - 10.15 HAMLET 2 kl. 6 - 8 - 10 REYKJAVÍK-ROTTERDAM kl. 6 - 8.20 - 10.30 BURN AFTER READING kl. 8 - 10.15 MAMMA MIA kl. 5.30 5% 5% SÍMI 530 1919 SÍMI 551 9000 16 16 12 16 L 16 BURN AFTER READING kl. 5.45 - 8 - 10.15 PINAPPLE EXPRESS kl. 8 - 10.30 STEP BROTHERS kl. 5.45 - 8 - 10.15 MIRRORS kl. 10.20 RAFMÖGNUÐ REYKJAVÍK kl. 5.30 - 6.45 BABYLON A.D. kl. 5.45 - 8 20% afsláttur af miðaverði sé greitt með greiðslukorti Vildarklúbbs Glitnis. “AFRAKSTURINN ER MÖGNUÐ MYND Í ALLT ÖÐRUM GÆÐAFLOKKI EN NOKKUR ÍSLENSK SPENNUMYND.” B. S. - FBL“REYKJAVÍK ROTTERDAM ER ÁVÍSUN UPP Á ÚRVALSSKEMMTUN” DÓRI DNA - DV ICELAND REVIEW “REYKJAVÍK – ROTTERDAM ER EIN BESTA ÍSLENSKA MYNDIN. “EVER” “SKOTHELDUR ÍSLENSKUR KRIMMI” - T.S. K., 24 STUNDIR “MÖGNUÐ MYND SEM HELDUR ÁHORFENDUM ALLAN TÍMANN” S. M. E. – MANNLÍF HÚN MUN UPPLIFA ÞAÐ SEM ENGIN PLAYBOY KANÍNA HEFUR UPPLIFAÐ ÁÐUR… HÁSKÓLA! JÁKVÆÐASTA MYND ÁRSINS ÍSLENSKA MYNDIN SEM ERLENDIR GAGNRÝNENDUR HALDA VART VATNI YFIR! FRÁ HÖFUNDI „THE NOTEBOOK” ÁLFABAKKA SELFOSS AKUREYRI KEFLAVÍK KRINGLUNNI QUEEN RAQUELA kl. 8 12 RIGHTEOUS KILL kl. 8 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 QUEEN RAQUELA kl. 10:10 12 CHARLIE BARTLETT kl. 8 12 NIGHTS IN RODANTHE kl. 5:50 - 8 - 10:10 L NIGHTS IN RODANTHE kl. 8 - 10:10 VIP QUEEN RAQUELA kl. 8 -10:10 12 PATHOLOGY kl. 8 - 10:10 16 WILD CHILD kl. 5:50 - 8 - 10:10 L GEIMAPARNIR m/ísl. tali kl. 6 L JOURNEY 3D kl. 5:50 L TROPIC THUNDER kl. 8 - 10:20 16 TROPIC THUNDER kl. 5:50 VIP DIGITAL-3D QUEEN RAQUELA kl. 6 - 8 -10 12 NIGHTS IN RODANTHE kl. 8:10 - 10:20 L HAPPY GO LUCKY kl. 5:50 12 DEATH RACE kl. 10:20 16 JOURNEY 3D kl. 6 L DIGITAL DIGITAL-3D REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 8 - 10:10 14 QUEEN RAQUELA kl. 8 12 PATHOLOGY kl. 10 16 - bara lúxus Sími: 553 2075 RIGHTEOUS KILL kl. 6, 8 og 10 16 REYKJAVÍK ROTTERDAM kl. 6, 8 og 10 12 LUKKU LÁKI - Ísl. Tal kl. 6 (650 kr.) L MAMMA MIA kl. 8 og 10 L  S.V – MBL. TEKJUHÆSTA MYND ALLRA TÍIMA Á ÍSLANDI ATH! 650 kr. Anthony Volodkin, stofn- andi einnar mikilvægustu tónlistarsíðu internetsins, Hype Machine (hypem. com), er staddur hérlendis til að taka þátt í tónlistar- ráðstefnunni You Are in Control á vegum Útflutn- ingsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Steinþór Helgi Arnsteinsson ræddi við Anthony um framtíðina í tónlist. Hypem.com-verkefnið hófst fyrir um þremur árum. Að eigin sögn stofnaði Anthony síðuna þar sem hann fann engan vettvang með umfjöllun um nýja tónlist sem hann var ánægður með. „Það var á þeim tíma sem ég rakst á tónlistarblogg en það kom mér mjög á óvart að sjá fólk skrifa um tónlist einfaldlega vegna þess að því líkaði hún,“ segir Anthony. Fljótlega í kjölfarið varð mikil sprengja á þessu sviði sem varð til þess að hann stofnaði Hype Machine, sem má lýsa sem eins konar safnmiðli fyrir öll helstu tón- listarbloggin, þar sem er hægt að leita eftir tónlistarmönnum, lögum og helstu bloggurum. Í upphafi náði síðan til 150 bloggara en nú eru bloggin um tvö þúsund enda þykir einkar eftirsóknarvert að vera hluti af þessu samfélagi. Síðan er öðru fremur ætluð til að kynnast nýrri tónlist en ekki til að hlusta á fría tónlist. Af þeim sökum segir Anthony að mörg plötufyrir- tæki líti hýru auga til síðunnar og noti hana til að sjá hvaða tónlistar- menn eru að fá mesta „hæpið“, það er hvaða tónlistarmenn er mest verið að leita eftir og um hverja er helst bloggað. Anthony telur síðuna ekki þurfa að einskorða sig við tónlistarblogg og sér í framtíðinni fyrir sér að hún geti stækkað til muna. „Við erum núna að vinna að ýmsum tólum sem geta hjálpað bloggurum að vinna sína vinnu enn betur og einnig tæki fyrir plötufyrirtæki til þess að fá betri yfirsýn yfir hvað allir þessir bloggarar eru að gera.“ Anthony var hérlendis í sumar að slaka á en kemur nú aftur til þess að sitja ráðstefnuna You Are in Control sem Útflutningsskrif- stofa íslenskrar tónlistar heldur samhliða Airwaves-hátíðinni. En hver er við stjórnvölinn þessa stundina í tónlistarbransanum? „Margir hlutir eru að breytast mjög ört þessa stundina, þannig að staðan akkúrat núna er nokkuð óljós. Ég myndi þess vegna segja að breytingar væru við stjórnvöl- inn. Þrátt fyrir að ástandið sé kaót- ískt þá er það mjög spennandi því sóknarfærin eru fjölmörg.“ Kaótískt ástand í bransanum ÓLJÓS STAÐA Í TÓNLISTARHEIMINUM Anthony Volodkin rekur tónlistarsíðuna Hype Machine sem nýtur mikilla vinsælda. Hann segir að ástandið í tónlistarheiminum sé kaótískt en fjölmörg sóknarfæri séu fyrir hendi. LJÓSMYND/JULIA STAPLES Hamlet 2 segir frá misheppnaða leikaranum Dana Marschz sem er nú leiklistarkennari í menntaskóla. Hann hefur sett þar upp mörg leik- rit, sem hefur verið tekið fremur illa. Þegar loka á leiklistardeild- inni fær hann síðasta tækifærið til að sanna sig og ákveður að setja upp frumsamið verk: söngleikja- framhald af Shakespeare-harm- leiknum Hamlet. Allir deyja jú í endanum, en Dana finnst það svo niðurdrepandi að hann fær Hamlet til að bjarga deginum með tímavél, og heimsækja í leiðinni Jesúm og Einstein. Eins og við mátti búast verður leikritið umdeilt og mætir talsverðri andspyrnu. Hamlet 2 kom, sá og sigraði á Sundance-kvikmyndahátíðinni og sló því sem næst met hátíðarinnar í kaupum á kvikmynd. Enda bygg- ist hún á skemmtilega fáránlegri hugmynd með söngleiknum góða sem gefur myndinni bráðskemmti- legan hápunkt í endanum. Við þetta blandast litskrúðugir karakt- erar sem nemendahópur kennar- ans stendur saman af, og leikið er að klisjum sem eru jafnan í slíkum myndum, t.d. um karlrembuföður- inn sem bannar syni sínum að leika. En það er Steve Coogan sem heldur ávallt fjörinu gangandi en hann þorir að ganga langar leiðir í að niðurlægja sjálfan sig fyrir grínið; greinilegt að eftir þessa og Tropic Thunder ræður hann við aðalhlutverk í Hollywood. Cather- ine Keener úr The 40 Year Old Virgin og Amy Poehler eru fyndn- ar í sínum rullum og gaman er að sjá Elizabeth Shue leika sjálfa sig, fyrrverandi leikkonu sem fékk sig fullsadda og er nú hjúkka. En þótt hugmyndin að þessari mynd hafi án efa hljómað vel á blaði er afraksturinn ekki alveg jafn fyndinn og hefði getað orðið. Þrátt fyrir það er myndin ágætlega fyndin og tilvalin til að létta lund landans, sem ekki veitir af um þess- ar mundir. Loftur Ingi Bjarnason - Topp5.is Hamlet hittir Jesúm og Einstein KVIKMYNDIR Hamlet 2 Leikstjóri: Andrew Fleming. Aðal- hlutverk: Steve Coogan, Cather- ine Keener. ★★★ Steve Coogan heldur uppi ágætri gamanmynd. Partí í heyrnartólunum TÓNLIST How to Make Friends FM Belfast ★★★★★ Með How to Make Friends hefur FM Belfast tekist að búa til hina fullkomnu partípoppplötu fyrir árið 2008. Hvergi veikur blettur.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.