Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 23
P R E N T S N IÐ HEILDARLAUSNIR Í DRIFSKÖFTUM Landsins mesta úrval af hjöruliðum og drifskaftsvörum Jafnvægisstillingar Vagnhöfða 7 110 Reykjavík Sími: 517 5000 AMG AUKARAF í Kópavogi er eitt þeirra fyrirtækja sem selur fjarskiptabúnað og annast ísetningu á aukarafbúnaði í bifreiðar. Má þar nefna búnað eins og talstöðvar, símabúnað ýmiss konar og gps- tæki sem koma sér til dæmis vel í jeppaferðum um hálendið. „Við sérútbjuggum fjóra bíla og fjórar kerrur og sú vinna hefur staðið yfir í nokkra mánuði. Bílun- um hefur öllum verið breytt fyrir 44 tommu dekk,“ segir Hjalti Hjaltason sem ásamt starfsfólki Arctics Trucks undirbýr leiðang- ur um Suðurskautslandið á vegum South Pole Race 2008, fyrstu gönguskíðakeppninnar á svæð- inu. Tveir bílanna og allar kerrurn- ar fara í skip í dag áleiðis til Höfðaborgar í Suður-Afríku. Hjalti og Gísli munu fljúga til Suð- urskautslandsins 1. desember og verða þar í átján daga áður en keppendurnir og seinni tveir bíl- arnir koma. Þeir eru einir Íslend- inga í þessu ævintýri en hvert er erindið? „Við byrjum með að kanna leiðir upp á hájökulinn og reyna að koma eldsneyti sem víð- ast með fram væntanlegri göngu- leið sem nær um 2.500 kílómetra inn á ísbreiðuna. Síðan munum við þjónusta keppendur og kvik- myndatökufólk frá BBC,“ lýsir Hjalti. Um glænýja Toyota-bíla er að ræða en þeir munu ekki koma til baka því leiðangurstjórinn hefur selt þá rússneskri rannsóknarstöð á Suðurskautslandinu að sögn Hjalta. Hvað um hreint land, fag- urt land? „Það eru fjölmargar þjóðir með verkefni á svæðinu og mikið magn af tækjum. Okkar bílar uppfylla ströngustu meng- unarlöggjöf í heimi og þeir eyða miklu minna eldsneyti en ef það ætti að keyra sömu þyngd á snjó- bíl eða snjósleðum. Í upphafi áttu að vera margir snjósleðar með gönguskíðaleiðangrinum og bara tveir bílar. En við útreikninga kom í ljós að það borgaði sig að sleppa snjósleðunum og fjölga bílunum.“ Hjalti ætlar að sofa í tjaldi á jöklinum frá 20. desember til 15. febrúar ef allt fer samkvæmt áætlun. „Það eru jól og áramót, fertugsafmæli og ein gifting í hópnum þannig að mikið verður um hátíðahöld,“ segir hann hlæj- andi. En er hann vanur akstri á ís? „Já. Margir Íslendingar hafa samt ferðast meira á jöklum en ég. Ég kem fyrst og fremst að þessu sökum tækniþekkingar á bifreiðunum.“ gun@frettabladid.is Á leið á suðurskautið Ísbreiður suðurskautsins bíða ævintýramannanna Hjalta Hjaltasonar verkefnastjóra og Gísla Jónssonar tæknistjóra hjá Arctic Trucks. Þeir munu aka þar um á breyttum Toyota Hilux-bílum sem fara í skip í dag. Hjalti var í þann veginn að kveðja um sinn tvo af væntanlegum fararskjótum sem fyrirtækið Arctic Trucks hefur gert ferðbúna á Suðurskautslandið. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.