Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 30
MARKAÐURINN 15. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR6 S K O Ð U N Sögurnar... tölurnar... fólkið... ÚT GÁFU FÉ LAG: 365 – prentmiðlar RIT STJÓRAR: Björn Ingi Hrafnsson og Óli Kr. Ármannsson RITSTJÓRN: Hólmfríður Helga Sigurðardóttir, Ingimar Karl Helgason, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Magnús Sveinn Helgason, Sindri Sindrason AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal RIT STJÓRN OG AUGLÝSING AR: Skaftahlíð 24, 105 Reykja vík AÐ AL SÍMI: 512 5000 SÍMBRÉF: 512 5301 NETFÖNG: rit stjorn@markadurinn.is og aug lys ing ar@markadurinn.is VEFFANG: visir.is UM BROT: 365 – prentmiðlar PRENT VINNSLA: Ísa fold arprent smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@ posthusid.is Markaðinum er dreift ókeyp is með Fréttablaðinu á heim ili á höf uðborg ar svæð inu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á lands byggðinni. Markaðurinn áskil ur sér rétt til að birta allt efni blaðs ins í staf rænu formi og í gagna bönk um án end ur gjalds. bjorn.ingi@markadurinn.is l holmfridur@markadurinn.is l ingimar@markadurinn.is l jonab@ markadurinn.is l msh@markadurinn.is l olikr@markadurinn.is l sindri@markadurinn.is Göfugt er að fyrirgefa og þá er iðrunin ekki síður mikilvæg þegar fólk hefur farið út af sporinu og rangar ákvarðanir verið teknar. Mikilvægt er hins vegar, áður en til slíkra uppgjöra kemur, að fyrir liggi hvað er verið að fyrirgefa eða hvers sé iðrast. Í þeim ógöngum sem þjóðin hefur ratað í með fjármálakerfi sitt hefur síðustu daga stundum verið haft á orði að nú sé ekki rétti tíminn til að leita sökudólga. Nú sé tími aðgerða og viðbragða til að forða meiri skaða. Til lítils er að segja þetta fólki sem horfir upp á sína nánustu eða er sjálft að missa vinnuna, eða býr við nagandi óvissu um ævisparnaðinn. Fólk vill vita hvernig hlutir gátu farið svo aflaga og það vill draga einhvern til ábyrgðar. Þá er leitin að sökudólgi hluti af viðleitninni til að læra af reynsl- unni og af henni verður ekki dreginn mikill lærdómur nema upp- lýst verði hvar hlutir fóru aflaga. Reiði yfir því sem aflaga fór er eðlileg tilfinning og getur verið hluti af ákveðnu bataferli, jafnvel drifkraftur til aðgerða. Gæta þarf samt að því að hún verði ekki niðurrifsafl beint að ósekju á einstaklinga, eða í röngu hlutfalli við þá sök sem viðkomandi kann að bera. Gildir þá einu hvort þar er um að ræða „útrásarvíkinga“ eða embættis- og stjórnmálamenn. Tilfellið er að það er tiltölulega auðvelt að vera vitur eftir á. Út- rásarvíkingarnir sem byggðu upp öfluga banka og fyrirtæki í út- löndum hefðu átt að fara varlegar úr því að á brast heimsfjármála- kreppa. Umfang hennar sá bara enginn fyrir. Ekki heldur stjórn- endur risastórra útlendra banka sem farið hafa á hausinn, eða ríkisstjórnir annars staðar á Vesturlöndum sem nú veita milljörð- um í tugþúsundatali inn í fjármálakerfi landa sinna í von um að snúa megi við þróuninni og forða enn alvarlegri hamförum fyrir heimshagkerfið. Hér heima höfum við hins vegar búið og búum enn við brotalamir sem gerðu lausafjárkreppu heimsins enn þungbærari. Gjaldmiðill- inn er lítill og brothættur og látið hafði verið hjá líða að byggja upp það bakland sem þörf var á fyrir fjármálastarfsemina sem þjóðin þó var svo stolt af og átti að vera einn af helstu tekjustofnum henn- ar til framtíðar. Þá hlýtur að vera eitthvað bogið við regluverk sem heimilar einkafyrirtæki að setja smáþjóð í ábyrgð fyrir svo umfangsmik- illi starfsemi í útlöndum að komið geti alvarlega niður á þjóðarhag, líkt og raunin virðist hafa verið með innlánastarfsemi Landsbank- ans í Bretlandi og Hollandi. Hafi verið farið fram úr heimildum eða eftirlitsstofnanir, hvort heldur það er hér heima eða erlend- is, sofið á verðinum þarf það líka að koma upp á yfirborðið, um leið og regluverkið sjálft kemur til endurskoðunar. Þá þarf líka að horfast í augu við ábyrgð ráðamanna þegar kemur að yfirlýsing- um sem ýtt hafa getað undir vandann, já eða skorti á yfirlýsing- um, líkt og þegar heill dagur var látinn líða án þess að svara yfir- lýsingum breskra stjórnvalda um að Íslendingar ætluðu ekki að standa við skuldbindingar sínar varðandi innstæðueigendur í út- löndum. Fara þarf ofan í saumana á peningamálastefnunni og því hvernig Seðlabankinn stóð að því að tryggja hér (já, eða ekki) fjár- málastöðugleika. Eftir stendur að regluverk það sem við búum hér við er það sama og er í gildi á Evrópska efnahagssvæðinu og ekki er vitað betur en að fyrirtæki landsins hafi starfað innan þess ramma sem þeim er settur. Nú ríður á að horfast í augu við mistökin og taka um leið stefnuna til nýrrar framtíðar. Og þá þarf að koma til verka fólki sem líklegt þykir til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig. Ómarkviss reiði yfir ógöngum þeim sem þjóðin hefur ratað í er lítt gagnleg. Yfirveguð gagnrýni er farsælli. Til að læra þarf að upplýsa um mistökin Óli Kristján Ármannsson Innherji er hver sá sem býr yfir eða hefur að- gang að trúnaðarupplýsingum vegna eignaraðild- ar, aðildar að stjórn, rekstri eða eftirliti eða vegna annarra starfa á vegum útgefanda verðbréfa sem skráð hafa verið í kauphöll eða á skipulegum til- boðsmarkaði. Þá getur líka sá talist innherji sem hefur feng- ið vitneskju um trúnaðarupplýsingar og hafi viðkomandi vitað eða mátt vita hvers eðlis upplýsingarnar voru. Ef innherji á viðskipti með hluta- bréf félagsins, kallast það inn- herjaviðskipti. Slík viðskipti eru ólögleg ef þau eru byggð á trúnaðarupplýsingum, það er upplýsingum sem ekki hafa verið tilkynntar með op- inberum og viðurkenndum hætti á verðbréfamarkaðn- um. Ólögleg innherjaviðskipti heita á lagamáli inn- herjasvik. „Reglulega heyrast fréttir af ólöglegum inn- herjaviðskiptum víða um heim og má nefna við- skipti stjórnenda í fyrirtæki sem er komið í slæma rekstrarstöðu og stefnir í gjaldþrot en fjárfestar og hlutafjáreigendur vita ekki af þeim vanda. Þar geta stjórnendur selt sín bréf og hvatt vini og kunningja til að gera slíkt hið sama. Svo þegar þær upplýsingar um stöðu mála berast aðilum á markaði getur hlutabréfaverð fé- lagsins hrunið og fjár- festar í félaginu tapað eign sinni,“ segir í fjár- málahugtakaskýring- um á vef MP fjárfest- ingarbanka. O R Ð S K Ý R I N G I N Innherjaviðskipti Mikilvægt er við þær aðstæð- ur sem nú ríkja að menn fari sér ekki hraðar en þörf er og hugi eftir bestu getu til framtíðar. Sumar ákvarðanir eru nefnilega þannig að afleiðingum þeirra verður aldrei breytt. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd að fjármálaumhverfi okkar hefur beðið skipbrot og nú hefst upp- bygging á nýjan leik. Við viljum ekki sóa tíma á þessari stundu í að hugsa um hver gerði stærstu mistökin í fortíðinni heldur verð- ur öll okkar áhersla og athygli að beinast að því sem fram undan er. EINN RÍKISKRANI Eitt það mikilvægasta í tilveru sjálfstæðra þjóða er að hafa val. Annað gríðarlega mikilvægt at- riði er að geta stundað viðskipti með vörur og þjónustu við önnur lönd. Ég held að við þurfum öll að horfast í augu við þá staðreynd að umfang viðskipta og kaupgeta íslensks almennings verður með öðru sniði þegar rykið sest eftir þær hamfarir sem ganga nú yfir. Þrátt fyrir það megum við ekki missa valkostinn. Nú liggur fyrir að Seðlabank- inn mun ábyrgjast viðskipti rík- isbankanna við bandaríska risa- bankann JP Morgan Chase. Á því leikur enginn vafi að þar fer afar frambærilegur banki sem getur veitt alla mögulega banka- þjónustu. Það er hins vegar mikil- vægt að skilja að ríkisbankarn- ir munu ekki í fyrstu atrennu og væntanlega ekki um margra ára skeið ná að byggja upp sjálfstæð viðskiptasambönd án beinnar að- komu og ábyrgðar ríkisins. Staf- ar þetta af þeirri staðreynd að fyrirrennarar þeirra eru nú að hlaupast undan skuldum sínum og skilja lánardrottna sína eftir með sárt ennið. Við verðum því að átta okkur á því að hér er verið að setja á laggirnar nýtt fjármálakerfi með einum ríkis- krana – guð forði okkur frá því að hann stíflist. ÖRYGGISVENTILLINN Með fullri virðingu fyrir hinum annars ágæta JP Morgan banka hljótum við að staldra við í þess- ari stöðu og velta fyrir okkur hvað er hér á ferðinni. Öll eðli- leg áhættustýring í viðskiptum, verkfræði eða hverju sem er kennir okkur að alltaf er nauð- synlegt að hafa valmöguleika – einhvers konar öryggisventil ef þörf er á. Nú svo eigum við eldra dæmi í sögu Íslands um einokun- arverslun sem öll börn þekkja. Til þess eru vítin að varast þau. Það sem ég vil benda á er að við eigum valkost. Við eigum banka sem enn stendur uppi án þess að hafa fallið á greiðslu eða skuldbindingum gagnvart er- lendum bönkum og öðrum lán- ardrottnum. Við eigum banka sem enn getur framkvæmt milli- færslur frá einum banka til ann- ars úti í hinum stóra heimi og stundað virka gjaldeyrismiðlun fyrir íslenskar stofnanir, fyrir- tæki og heimili. Icebank (Sparisjóðabanki Ís- lands) sem stofnaður var í okt- óber 1986 hefur frá ársbyrjun 1990 séð um alla erlenda lántöku og greiðslumiðlun sparisjóðanna í landinu. Á þessum tæplega tut- tugu árum hefur bankinn byggt upp mjög öfluga og hagkvæma einingu og hjá bankanum starfar fólk með mikla reynslu og þekk- ingu á þessu sviði. NAUÐSYNLEG LÍFLÍNA Allar erlendar greiðslur til og frá landinu fara um SWIFT-gátt bankans (LSICISRE) og hefur hann byggt upp og viðhaldið þétt- riðnu neti erlendra tengslabanka um alla Evrópu, í Austur-Asíu og í Bandaríkjunum. Þessi greiðslu- miðlun hefur lengst af verið kjarninn í starfsemi bankans og eru allir gjaldkerar sparisjóð- anna og netbanki þeirra tengdir beint við öflugt bakvinnslukerfi bankans. Þessi búnaður gæti með hægu móti afkastað miklu meira færslumagni með litlum fyrir- vara og tiltölulega lítilli aukn- ingu mannafla. Með því að tryggt verði að bankinn og sparisjóðirnir geti staðið við allar skuldbindingar sínar gagnvart erlendum aðilum gæti bankinn orðið sú „líflína“ sem nauðsynleg er fyrir íslenska bankakerfið eftir þann erfiða uppskurð sem nú er gerður á því. Þannig yrði haldið opnum greiðslumiðlunarleiðum um víða veröld án þess að hætta sé á tjóni vegna tafa eða annarra hindrana sem ella geta orðið meðan óljóst er um afdrif erlendra skuldbind- inga viðskiptabankanna þriggja. Í fyrstu atrennu er nauðsyn- legt fyrir bankann að eignast erlendan gjaldeyri sem hann er reiðubúinn að kaupa gegn stað- greiðslu. Auk framangreinds skal hér fullyrt að bankinn hefur innan sinna vébanda öflugustu og reynslumestu ábyrgðardeild (trade finance) íslenska banka- kerfisins í heild og hefur hún annast þjónustu í áraraðir við öll helstu útflutningsfyrirtæki landsins alveg óháð viðskiptum þeirra við sparisjóði. Reynum nú að hemja mátt eyði- leggingarinnar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama. En orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Frelsi, val og greiðslumiðlun HAMFARIR VIÐ BANKA Verkamaður virðir fyrir sér hvernig umhorfs er við JP Morgan Chase Turninn í Houston í Texas í Bandaríkjunum eftir að fellibylur fór þar yfir í byrjun síðasta mánaðar. Segja má að ofsaveður hafi áfram ríkt á fjármálamarkaði síðan þá þótt í óeiginlegri merkingu sé. NORDICPHOTOS/AFP Agnar Hansson forstjóri Icebank O R Ð Í B E L G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.