Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 42
26 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR sport@frettabladid.is Landsliðsfyrirliðinn Hermann Hreiðarsson tekur fyllilega undir orð landsliðsþjálfarans Ólafs Jóhannessonar um að íslenska landsliðið stefni óhikað á að taka þrjú stig gegn Makedóníu í undan- keppni HM 2010, en leikurinn fer fram á Laugardalsvell- inum í kvöld kl. 18. „Skilaboðin á bak við þá fullyrðingu eru fyrst og fremst þau að getan er vissulega til staðar hjá íslenska landsliðinu. En eins og oft hefur verið sagt þá er ekkert nóg að bulla bara endalaust eitthvað utan vallar, það þarf að bakka það upp inni á vellin- um og vonandi gerum við það,“ segir Hermann. Hermann, sem lék sinn 80. landsleik fyrir Íslands hönd um síðustu helgi gegn Hollandi, er ánægður með þær framfarir sem hafa átt sér stað hjá íslenska landsliðinu upp á síðkastið en telur nú mikilvægt að fara að hala inn stig líka. „Það er margt jákvætt við þessa þrjá leiki sem við erum búnir að spila í riðlinum og ákveðinn stöðugleiki í því sem við erum að gera. Eitt stig finnst okkur samt vera rýr uppskera miðað við spilamennskuna og við viljum bæta fyrir það. Nú er bara að halda áfram þessum stíganda og taka stigin líka, þau eru það sem skiptir máli í þessu,“ segir Hermann. Flestir, ef ekki allir, eiga von á því að Holland muni vinna 9. riðil með nokkrum yfirburðum en baráttan um annað sætið gæti orðið spennandi og Hermann segir ekkert ráðið um hvernig það endi allt saman. „Fyrirfram töldu menn ef til vill að baráttan um annað sætið myndi standa á milli Skotlands og Noregs en eins og riðillinn hefur verið að spilast þá er í raun allt opið enn þá. Makedóníumenn eru með hörkusterkt fótboltalið og þeirra árangur upp á síðkastið undirstrikar það og þeir eru að mínu mati ekkert síðri en Skotar og Norðmenn. Með sigri gegn Makedóníu getum við líka blandað okkur í baráttuna og gert þetta skemmtilegt og þá verður allt opið fyrir síðari umferðina. Það er enn langt í land og það á margt eftir að gerast í þessum riðli, það er klárt mál,“ segir Hermann. HERMANN HREIÐARSSON: TELUR AFAR MIKILVÆGT AÐ ÍSLAND ENDI FYRRI UMFERÐ 9. RIÐILS Á SIGRI Með sigri verður allt opið fyrir síðari umferðina > Webb farinn frá Skallagrími Það varð endanlega ljóst í gær að Ken Webb mun ekki þjálfa körfuknattleikslið Skallagríms áfram. Í ljósi efna- hagsástandsins gat Skallagrímur ekki staðið við samning sinn við Webb, þeir reyndu að ná nýjum samningum en þær samninga- viðræður skiluðu engu. Webb stýrir sinni síðustu æfingu hjá liðinu í kvöld. Í kjölfarið munu leikmenn liðsins funda með stjórn um framhaldið og hvernig þeir vilji haga málum. Fastlega er búist við því að Pálmi Sævarsson, fyrirliði liðsins, taki við þjálfuninni og þá hugsanlega með öðrum leikmönnum. FÓTBOLTI Kvennalið Vals lauk keppni í Evrópukeppninni í gær þegar liðið lagði Alma frá Kasakstan 8-0. Sigurinn dugði ekki til þess að fleyta liðinu áfram. Margrét Lára Viðarsdóttir skoraði þrjú mörk fyrir Val, Hallbera Gísladóttir og Kristín Ýr Bjarnadóttir skoruðu tvö hver og Dóra María Lárusdóttir bætti einu við. - hbg Valsstúlkur í Evrópukeppni: Stórsigur gegn Alma MARGRÉT LÁRA Skoraði grimmt í Evrópukeppninni. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN FÓTBOLTI Brede Hangeland, fyrirliði norska landsliðsins, telur að fátt geti komið í veg fyrir að Hollendingar fari með sigur af hólmi í 9. riðli undankeppni HM 2010. Baráttuna um annað sætið í riðlinum telur varnartröllið hins vegar standa á milli Norðmanna og Skota. „Af þeim tveimur leikjum sem við höfum spilað í riðlinum þá verð ég að segja að Skotar eru mun sterkari mótherjar en Íslendingar. Við hefðum átt að vinna Ísland auðveldlega á heimavelli en leikurinn gegn Skotlandi á útivelli var erfiður og jafntefli sanngjörn niðurstaða. Við Norðmenn höfum reyndar ekki mætt Makedóníumönnum enn þá og ég á von á því að þeir séu betri en margir halda. Baráttan um annað sætið stendur þó að mínu mati á milli Noregs og Skotlands,“ segir Hangeland í viðtali við skoska dagblaðið The Daily Record. Norðmenn mæta Hollendingum á Ullevaal-leikvanginum í Ósló í kvöld. - óþ Brede Hangeland: Hefðum átt að vinna Ísland BJARTSÝNN Brede Hangeland telur að baráttan um annað sæti 9. riðils standi á milli Norges og Skotlands. NORDIC PHOTOS/GETTY FÓTBOLTI Kristján Guðmundsson, þjálfari Kefla- víkur, fékk það hlutverk hjá Ólafi Jóhannes- syni landsliðsþjálfara að njósna um lið Make- dóníu. Það hefur Kristján gert og síðan kortlagt makedóníska liðið. Hann segir verkefnið í dag vera mjög erfitt. „Þetta er geysiöflugt lið og rétt mat að þetta lið sé kandídat í annað sæti riðilsins. Þeir eru ekki með breiðan hóp en hafa fínt byrjunarlið. Markvörðurinn er ágætur, varnarmennirnir reyndir en þeir spila þriggja manna varnarleik með „sweeper“. Svo er fín blanda á miðjunni af teknískum spilurum og hörðum nöglum. Kant- mennirnir eru mjög sprækir og svo er stjarnan Goran Pandev frammi og hann stjórnar þessu mikið,“ sagði Kristján. Hann gerir ráð fyrir að Makedóníumenn muni spila 3-4-3 leikkerfið í dag en þeir hafa einnig spilað 3-5-2. „Veikleikarnir hjá þeim liggja meðal annars á bak við hægri kantmanninn sem gefur oft svæði. Annars þurfa hraðar sóknir að vera í gangi hjá okkur upp vængina því þeir reyna að hægja á öllu með því að brjóta og annað. Þeir vilja hafa leikinn hægan og eru stundum lengi að stilla upp í föstum leikatriðum sem gæti nýst okkur. Þess utan eru þeir ekkert sérstakir í föstum leikatriðum.“ Kristján telur íslenska liðið verða að byrja af krafti. „Ég tel okkur þurfa að skora á undan og helst snemma til að slá þá út af laginu. Ef þeir ná að stýra ferðinni og keyra hraðann niður þá verður þetta mjög erfitt.“ - hbg Njósnari Íslands um Makedóníu, Kristján Guðmundsson, segir lið Makedóníu sterkara en Norðmenn og Skota: Ísland verður að skora á undan og helst snemma FÓTBOLTI Sérstök valnefnd á vegum KSÍ og Stöð 2 Sport hefur með aðstoð íslensku þjóðarinnar valið Ásgeir Sigurvinsson besta knatt- spyrnumann sögunnar úr glæsi- legum hópi tíu knattspyrnumanna sem þóttu hafa skarað fram úr á fyrstu 62 árunum í sögu Knatt- spyrnusambands Íslands. Ásgeir fékk verðlaunin afhent í gær í glæsilegu hófi en þar voru saman- komnir allir tíu bestu knattspyrnu- menn Íslands frá upphafi fyrir utan Albert heitinn Guðmunds- son. Ásgeir Sigurvinsson lék sautján tímabil við góðan orðstír í Belgíu (1973-1981) og Vestur-Þýskalandi (1981-1990) þar sem lið hans voru oftast í fremstu röð í sínum deild- um. Hans lið enduðu átta sinnum meðal þeirra þriggja efstu og í fjórtán af þessum sautján tímabil- um lék hann með liði sem var í hópi sex bestu liða deildarinnar. Ásgeir var tvívegis kjörinn íþróttamaður ársins af samtökum íþróttamanna, árin 1974 og 1984. Ásgeir er fæddur og uppalinn í Vestmannaeyjum og var kominn í stórt hlutverk hjá ÍBV árið 1972 þegar hann var aðeins á sínu sautj- ánda ári. Ásgeir gerðist síðan atvinnumaður hjá belgíska liðinu Standard Liege um mitt sumar 1973, þá aðeins 18 ára gamall. Hann náði strax að tryggja sér fast sæti í liðinu. Ásgeir lék með Standard í átta tímabil eða fram á sumar 1981. Sumarið 1981 gekk hann hins vegar til liðs við þýska stórveldið Bayern München þar sem léku margar stærstu stjörnur þýska boltans. Ásgeir fékk þar fá tæki- færi og ákvað að yfirgefa félagið eftir aðeins eitt tímabil. Ásgeir valdi að semja við Stuttgart og við tók farsæll og glæsilegur ferill hans á Neckarstadion. Ásgeir var lengi fyrirliði Stuttgart og þótti einn besti leikmaður í þýska bolt- anum í mörg ár. Hápunktur ferils Ásgeirs var án nokkurs vafa tímabilið 1983-1984 þegar hann varð lykilmaður á bak við það að Stuttgart tryggði sér meistaratitilinn í þýsku Bundesli- gunni. Þetta var fyrsti meistara- titill félagsins í 32 ár og eftir tíma- bilið var Ásgeir kosinn besti leikmaðurinn af öðrum leikmönn- um í deildinni. Ásgeir skoraði 12 mörk í 31 leik á tímabilinu og var aðalarkitektinn á bak við sóknar- leik Stuttgart-liðsins. Ásgeir náði því einnig að verða bikarmeistari í þremur löndum, Íslandi (ÍBV 1972), Belgíu (Standard Liege 1981) og Vestur-Þýskalandi (Bay- ern München 1982). Eyjapeyinn lék alls 481 deildar- leik á ferlinum, 21 með ÍBV (7 mörk), 249 með Standard Liege (57 mörk), 17 með Bayern München (1 mark) og 194 með Stuttgart (39 mörk). Ásgeir náði að skora 103 mörk í þessum leikj- um en hundraðasta deildarmarkið hans kom í 4-0 stórsigri á Nürn- berg 13. september 1988. Ásgeir spilaði alls 60 leiki í Evrópukeppni fyrir sín félög og skoraði í þeim tólf mörk. Ásgeir lék alls 45 landsleiki á ferlinum en þegar hann lék þann fyrsta á móti Dönum 3. júlí 1972 var hann yngsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi eða aðeins 17 ára og 56 daga gamall. Ásgeir lék í raun alltof fáa landsleiki á sínum ferli en hann lék þann 45. og síð- asta í 2-1 sigri á Tyrkjum 20. sept- ember 1989. Ásgeir skoraði fimm mörk fyrir landsliðið. Ásgeir endaði feril sinn á toppn- um þá 35 ára gamall þegar hann var með samningstilboð úr mörg- um áttum. Ásgeir lék sinn síðasta leik með Stuttgart 12. maí 1990. Ásgeir Sigurvinsson var stórt nafn í evrópskri knattspyrnu á sínum tíma. Franz Beckenbauer, lands- liðseinvaldur Þýskalands á þeim tíma, sagði að hann hefði valið Ásgeir í þýska landsliðið og þegar Stuttgart mætti Napoli í úrslita- leikjum UEFA-bikarsins 1989 var leikjunum stillt upp sem einvígi á milli Ásgeirs og Diego Armando Maradona. Hæfileikar Ásgeirs á knattspyrnuvellinum voru vissu- lega einstakir. Yfirsýn hans og sendingageta gat splundrað vörn mótherjanna á svipstundu og vinstri fóturinn var hans þekkt- asta vopn enda bjó Ásgeir yfir mikilli skothörku og skottækni. Ásgeir skoraði sem dæmi ófá stór- glæsileg mörk á sínum farsæla ferli og einstakur ferill hans hefur nú tryggt honum útnefninguna besti knattspyrnumaður Íslands fyrr og síðar. ooj@frettabladid.is Ásgeir valinn sá besti í sögunni Ásgeir Sigurvinsson var í gær kjörinn besti knattspyrnumaður Íslands frá árinu 1946. Kjörið er samvinnu- verkefni á milli Stöðvar 2 Sport og KSÍ en Ásgeir var krýndur sá besti í glæsilegu hófi í höfuðstöðvum KSÍ. UNGUR EYJAPEYI Ásgeir sést hér ungur að árum í leik með ÍBV. Á TOPPNUM MEÐ STUTTGART Ásgeir lék við frábæran orðstír hjá Stuttgart og var valinn besti leikmaður þýsku deildarinn- ar árið 1984. GLÆSILEGUR HÓPUR Ásgeir sést hér ásamt öðrum sem voru heiðraðir í gær. Efri röð frá vinstri: Pétur Pétursson, Rúnar Kristins- son, Arnór Guðjohnsen, Eiður Smári Guðjohnsen, Guðni Bergsson. Neðri röð frá vinstri: Ingi Björn Albertsson sem veitti viðtöku verðlaunum fyrir föður sinn Albert, Ásgeir, Ríkharður Jónsson og Atli Eðvaldsson. Sigurður Jónsson komst ekki. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.