Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 4
4 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR VEÐURSPÁ Kaupmannahöfn Billund Ósló Stokkhólmur Gautaborg London París Frankfurt Friedrichshafen Berlín Alicante Mallorca Basel Eindhoven Las Palmas New York Orlando San Francisco HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 15° 14° 8° 11° 15° 18° 18° 17° 21° 14° 25° 23° 22° 17° 25° 22° 31° 21° Á MORGUN 8-13 m/s vestan til annars mun hægari FÖSTUDAGUR 5-10 m/s, hvassast SA-til 3 2 5 3 5 3 4 -4 3 8 5 9 5 6 5 3 2 2 45 6 5 5 88 NÝ LÆGÐ Á MORGUN Hann andar norðri í dag með úrkomu- svæði yfi r og við norður- og austur- ströndina. Á morgun kemur ný lægð með strekkingsvind vestan til á landinu ásamt rigningu og heldur hlýnandi veðri, einkum sunn- an til. Svipuð staða er á föstudag en um helgina horfi r til norðlægra átta. 4 3 2 4 3 5 8 Sigurður Þ. Ragnarsson Veður- fræðingur EFNAHAGSMÁL Bandarísk stjórn- völd tilkynntu í gær að þau hygð- ust koma níu stærstu bönkum Bandaríkjanna til aðstoðar með nýju hlutafé. Alls mun ríkið leggja bönkunum til 125 milljarða dollara, en stjórnvöld hafa lýst því yfir að þau hyggist styrkja innviði fjár- málakerfis landsins með kaupum á nýjum hlutabréfum í bönkum fyrir allt að 250 milljarða dollara. Wall Street Journal hefur heim- ildir fyrir því að stjórnendur og eigendur sumra bankanna hafi lagst gegn þessari síðustu banka- þjóðnýtingu, og Bloomberg-frétta- veitan segir að bönkunum hafi ekki verið gefinn kostur á að afþakka hjálpina. Ekki er ljóst hver hlutur ríkisins í bönkunum verður, en aðstoðinni fylgja þó ýmis skilyrði, svo sem þak á laun stjórnenda. „Við verðum að endurreisa tiltrú á fjármálakerfið,“ sagði Henry Paulson þegar aðgerðin var kynnt og bætti við að allir bankarnir sem ríkið hefur ákveðið að styðja séu „traustir“ en talið er að bankarnir sem um ræðir séu stórbankarnir Goldman Sachs, Morgan Stanley, JP Morgan Chase, Bank of America, Citigroup, Wells Fargo auk tveggja minni banka, Bank of New York Mellon og State Street. Á þriðjudag tilkynnti innistæðu- sjóður sparifjáreigenda í Banda- ríkjunum einnig að ríkið myndi gangast í ábyrgðir fyrir öllum millibankalánum. - msh Bandarísk stjórnvöld verja 250 milljörðum til að styðja „traustar“ bankastofnanir: Kaupa hluti í níu bönkum HENRY PAULSON Bönkum var ekki gefinn kostur á að afþakka hlutafjárframlag ríkisins en fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Henry Paulson, segir að þjóðnýtingin treysti undirstöður bankakerfisins. NORDICPHOTOS/AFP MEXÍKÓ, AP Ráðist var á lögreglu í bænum Rafael Lara Grajales í Mexíkó. Bæjarbúar komust að því að lögregluþjónar ætluðu að selja innflytjendur frá Mið- Ameríku til þrælasmyglara, fyrir 100 dollara hvern. Hundruð bæjarbúa réðust á lögregluna þegar þeir voru að færa innflytjendurna inn í rútu. Óeirðunum lauk þannig að aðeins 20 af 34 innflytjendum enduðu um borð í rútunni og uppreisnar- seggirnir kveiktu í lögreglubílum og mótorhjólum. Átta bæjarbúar voru þó handteknir. Málið er í rannsókn en fimm lögregluþjónar eru grunaðir um mansal. - mba Mansal í Mexíkó: Fólk selt á 100 dali í þrældóm Dæmd fyrir morð Rúmlega þrítug þýsk kona hefur verið dæmd í lífstíðarfangelsi fyrir morð á tveimur ungum börnum í Arboga í Svíþjóð. Konunni hefur verið vísað brott frá Svíþjóð og fær aldrei að koma þangað aftur. Hún er einnig dæmd til að greiða móður barnanna bætur. Konan hafði áður verið með sambýlismanni móðurinnar. SVÍÞJÓÐ MENNING Sinfóníuhljómsveit Íslands hefur ákveðið að bjóða íslensku þjóðinni á tónleika næstkomandi föstudags- og laugardagskvöld. Fluttar verða sinfóníur eftir finnska tónjöfur- inn Jean Sibelius. Í tilkynningu segir að á erfiðum tímum sé fátt betra fyrir andann en góð tónlist. Því sé Sinfóníu- hljómsveitinni mikil ánægja að bjóða þjóðinni endurgjaldslaust á tónleika. Tónleikarnir hefjast í Háskóla- bíói klukkan 19.30 bæði kvöldin. Stjórnandi er Petri Sakari. - kg Sinfóníuhljómsveit Íslands: Býður þjóðinni á tónleika SINFÓNÍAN Býður þjóðinni á tónleika á föstudags- og laugardagskvöld. EFNAHAGSMÁL Seðlabanki Íslands hefur dregið 400 milljónir evra á gjaldeyrisskiptasamninga frá seðlabönkum Danmerkur og Nor- egs; 200 milljónir frá hvorum. Það er samkvæmt samningi sem Seðla- bankinn gerði í maí síðastliðnum við seðlabanka Svíþjóðar, Dan- merkur og Noregs um aðgang að 500 milljónum evra frá hverjum banka fyrir sig gegn íslenskum krónum; samtals 1,5 milljörðum evra. Össur Skarphéðinsson iðnaðar- ráðherra segir gott að fá gjaldeyr- inn til landsins. „Ég segi nú bara þó fyrr hefði verið. Þetta á að tryggja viðskipti með nauðsynlega hluti eins og lyf, olíu og, ef því er að skipta, matvæli.“ Össur segist þó óttast að ekki sé nóg að gert. „Ég óttast hins vegar að þetta hafi engin úrslitaáhrif á stöðuna. Alvarlegasti vandinn sem við okkur blasir er ástand gjaldeyr- ismarkaða og ég tel að annaðhvort þurfi menn að taka ákvörðun um að leita til Alþjóða gjaldeyrissjóðsins eða sækja mun meiri gjaldeyri með öðrum hætti,“ segir Össur. Pétur Blöndal, formaður efna- hags- og viðskiptanefndar Alþing- is, segir ráðstöfunina munu hafa góð áhrif. „Ég hef ýtt á það undan- farið að dregið verið inn á þessar línur. Við þurfum að komast yfir ákveðinn þröskuld í gjaldeyrismál- um. Það þarf ákveðið magn af hræddu fé að hverfa af krónunni á aðrar myntir. Þegar það er farið sitjum við eftir með jákvæðan vöruskiptajöfnuð og jafnvel við- skiptajöfnuð líka.“ Ólafur Ísleifsson, kennari í hag- fræði við HR, segir þessa ráðstöf- un bera keim af því að gjaldeyris- skorturinn sé kominn á alvarlegt stig. „Menn grípa til þessara skipta- samninga þó þeir hafi kannski verið ætlaðir í annað. Þeir voru hugsaðir sem viðbót við gjaldeyrisforðann en féð verður nú nýtt til að greiða fyrir að lánastofnanir geti veitt nauðsynlega gjaldeyrisfyrir- greiðslu.“ Ólafur segir virkjun skiptasamn- inganna fela í sér viðbrögð til að bregðast við brýnum aðstæðum þessa dagana. „Ég tel útilokað annað en að allt kapp sé nú lagt á það í stjórnkerfinu að undirbúa efnahagsáætlun í samvinnu við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Trúverð- ug áætlun um nýskipan gjaldeyris- og peningamála og viðreisn fjár- málakerfisins er forsenda þess að skapa megi traust á íslensku efna- hagslífi.“ Hvað sjóðinn áhrærir segir Össur: „Ég tel að það sé mjög nær- tækur kostur að leita til hans, svo fremi sem þau skilyrði sem hann setur séu ásættanleg.“ kolbeinn@frettadbladid.is 400 milljónir evra frá Norðurlöndum Seðlabankinn hefur ákveðið að nýta sér lánalínur frá Noregi og Danmörku fyrir 400 milljónir evra. Mun nýtast til að greiða fyrir viðskiptum erlendis. Iðnaðarráðherra fagnar ráðstöfuninni en óttast að ekki sé nóg að gert. ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON SEÐLABANKI ÍSLANDS 400 milljónir evra hafa verið tryggðar sem verða nýttar til að liðka fyrir viðskiptum við útlönd. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR PÉTUR BLÖNDAL Átti ekki fé erlendis Einni lífseigustu goðsögninni um Nicolae Ceausescu, fyrrverandi ein- ræðisherra Rúmeníu, hefur verið eytt. Sérskipuð rannsóknarnefnd, sem var að störfum í tvö ár, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ceausescu hafi ekki átt fé á leynilegum bankareikn- ingum erlendis. Rúmenska þingið samþykkti þessa niðurstöðu. RÚMENÍA EFNAHAGSMÁL Þingflokkur demókrata á leggur nú á ráðin um umfangsmiklar aðgerðir til að koma í veg fyrir kreppu í Bandaríkjunum. Aðgerðirnar yrðu tvisvar sinnum stærri en skattaendurgreiðslur og aðstoð sú sem samþykkt var fyrr í ár. Í stað þess að byggjast fyrst og fremst á skattaendurgreiðslum, líkt og fyrri aðgerð, vilja demókratar verja fé til atvinnu- sköpunar með fjárfestingum í vegum og öðrum innviðum, auk fjárstuðnings við sveitarfélög sem hafa mörg hver þurft að skera mikið niður vegna minnk- andi skatttekna. Þá gera aðgerð- irnar ráð fyrir auknum framlög- um til atvinnuleysisbóta og matargjöfum til þeirra sem verst eru staddir. Repúblikanar hafa hafnað hugmyndinni sem þeir segja óábyrga. - msh Demókratar í Bandaríkjunum: Vilja 300 millj- arða í aðgerðir HEILBRIGÐISMÁL Áttatíu milljónir króna tapast á hverju einasta ári vegna ávísunar lyfja sem aldrei eru notuð. Um er að ræða fjárhæð sem jafngildir heildarkostnaði við öll sýklalyf Tryggingastofnunar í fyrra. Þetta er niðurstaða Rannsóknastofnunar um lyfjamál við Háskóla Íslands. Heildarverð- mæti skilaðra lyfja með fyrningar- ár 2006-2011 voru tæp 21 milljón króna. Verðmæti lyfja með fyrningarár 2008 eða síðar voru hins vegar 13 milljónir króna. Lyfin í síðarnefnda flokknum eru ennþá nýtileg. Hér er aðeins átt við lyf af heimilum og minni stofnunum sem skilað er til apóteka. Lyfja- sóun á Íslandi er sennilega mun meiri ef lyf frá sjúkrastofnunum og spítölum eru talin með. - shá Ný rannsókn í HÍ: Miklu hent af lyfjum hérlendis GENGIÐ 14.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 199,6994 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 109,29 109,81 192,14 193,08 149,96 150,8 20,117 20,235 17,799 17,903 15,48 15,57 1,0653 1,0715 167,44 168,44 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.