Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 13

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 13
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 13 INDLAND, AP Tveggja ára ind- verskur drengur lést eftir að hafa setið fastur í tæpa fjóra sólar- hringa í djúpum brunni. Strax var farið í björgunarað- gerðir en reyndust þær erfiðar þar sem göng sem grafin voru í gegn um gljúpan jarðveginn hrundu jafnóðum saman. Verktakinn og aðrir sem komu að byggingu brunnsins hafa verið kærðir. Atburðir sem þessir eru tíðir í indverskum þorpum, en algengt er að börn leiki sér við yfirgefna brunna á meðan foreldrar eru við störf í sveitum. - ama Banaslys á Indlandi: Barnið datt í brunninn ÍÞRÓTTIR Heimsmeistaramótið Sterkasti fatlaði maður heims mun fara fram í Smáralind og Lindum, Kópavogi, um helgina. Keppt verður í tveimur flokkum, í hjólastólaflokki og standandi flokki. Arnar Már Jónsson, lyftinga- þjálfari hjá Íþróttfélagi fatlaðra í Reykjavík, býst við harðri keppni og hvetur landsmenn til að mæta og styðja við bakið á kraftajötn- unum. Íslendingurinn Þorsteinn Magnús Sölvason, ÍFR, verður á meðal keppenda og er til alls líklegur en hann mun fá harða samkeppni frá Svíum og Finnum. - mba Aflraunir fatlaðra: Sterkasti fatlaði maður heims FRAKKLAND, AP Forsetafrú Frakklands, Carla Bruni, heim- sótti nýlega Marinu Petrella á sjúkrahús í Frakklandi til að tjá henni að hún þyrfti ekki að afplána fangels- isdóm á Ítalíu. Petrella var dæmd í lífstíðar- fangelsi í Róm árið 1992 fyrir mannrán og morð. Hún var félagi í ítölsku hryðjuverkasam- tökunum Rauðu herdeildunum og hafði verið á flótta undan réttvísinni í hátt á annan áratug þegar hún var handtekin í Frakklandi í fyrra. Franskur dómstóll úrskuðaði að hún skyldi framseld til Ítalíu, en Frakklandsforseti hefur nú ákveðið að snúa þeim úrskurði við af mannúðarástæðum. Petrella var lögð inn á geðdeild í ágúst og hefur verið í hungur- verkalli síðustu mánuði. - ms / aa Forsetafrú Frakklands: Bruni í óvenju- lega vinnuferð CARLA BRUNI UMHVERFISMÁL Umferð bíla á helstu umferðargötum Reykja- víkurborgar minnkaði talsvert, ef síðasta vika er borin saman við vikuna þar áður. Mest fækkaði bílum á Kringlumýrarbraut, eða um tæp sjö prósent, og um 5,4 prósent á Sæbrautinni. Ástæðan fyrir þessari fækkun er ef til vill sú að nú fara fleiri samferða í bílum eða að fólk sé farið í meira magni að nýta sér almenningssamgöngur borgarinn- ar eins og strætisvagna. - ms Umhverfismál í Reykjavík: Færri bílar á götum borgar UMFERÐ Umferð minnkar á helstu umferðargötum Reykjavíkur. Snæfríður Ingadóttir skrifar og bendir á dúndurgott tilboð: „Bakaríið Kornið hefur alltaf á mið- vikudögum verið með sérstaka brauðdaga og þá selt öll brauð í bakaríinu á 219 kr. Nú bæta þeir um betur og bjóða öll brauð á þessu verði alla daga út október. Þetta er mikil búbót því ég er til dæmis vön að kaupa valhnetu- brauð þarna sem kostar venjulega 390 krónur.“ Hávarður Hilmarsson, framkvæmdastjóri Korns- ins, segir að tilboðið hafi verið á miðvikudögum í ein tíu ár í öllum bakaríum Kornsins. Þau eru ellefu í dag. „Okkur langar bara að sjá hver viðbrögðin verða og það er aldrei að vita nema við höldum þessu áfram lengur,“ segir Hávarður. Hráefnið er alltaf að verða dýrara hjá bökurum og því er þetta tilboð bæði virðingarvert og öðrum til eftir- breytni. „Hveitið hefur hækkað um meira en hundrað prósent á átta mánuð- um. Kílóið er að nálgast hundraðkall- inn,“ segir Hávarður og stynur. Athugasemd frá Debenhams Svanur Valgeirsson, rekstrarstjóri Debenhams bar fram athugasemd vegna Neytendahornsins í gær þar sem heldur hallaði á verslunina. „Við vitum að ljúft og gott viðmót skiptir öllu máli í verslun og þegar við gerum mistök reynum við okkar besta til að bæta úr þeim. Í dæminu sem birtist í gær hefur okkur ekki tekist nógu vel upp og það þykir okkur leitt. Við greiðum fyrir vörur allt að tveimur mánuðum eftir að þær koma í hús. Eins og gengið hefur látið upp á síðkastið höfum við þurft að hækka vöruverð, en höfum hækkað mun minna en raunveruleg hækkun gengis segir til um. Því þykir okkur leiðinlegt að Debenhams sé kölluð okurbúlla því við erum að vanda okkur við að verðleggja sanngjarnt.“ Neytendur: Búbót í kreppunni Kornið léttir undir með neytendum ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN / Sími 515 2000 / tm@tm.is / www.tm.is Sinnum því sem mestu máli skiptir TM Starfsfólk TM hefur yfir 50 ára reynslu af því að styðja fólk í gegnum áföll og erfiðleika. Þeir erfiðleikar sem nú steðja að eru óvenjulegir að mörgu leyti. Við höfum því fengið Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðing, til liðs við okkur og mun hún halda fyrirlestur fyrir viðskiptavini félagsins þar sem m.a. er farið yfir: // áföll og viðbrögð við áföllum // viðhorf sem gagnast á erfiðum tímum // hagnýtar ábendingar um viðbrögð og leiðir til að verja heilsu sína Fyrirlesturinn verður haldinn í kvöld 15. október kl. 20:00, í húsakynnum TM, Aðalstræti 6, jarðhæð. Áætlað er að fyrirlesturinn taki um klukkustund. Aðgangur er ókeypis. Vinsamlegast athugið að sætarými er takmarkað. Við biðjum ykkur því að tilkynna þátttöku í síma 515 2000 en einnig má senda þátttökutilkynningu á skraning@tm.is. Kær kveðja, starfsfólk TM. Fyrirlestur Þórkötlu Aðalsteinsdóttur, sálfræðings

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.