Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 33
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 17 Leiðin að nýju Íslandi UMRÆÐAN Bryndís Gunnlaugsdóttir, Friðrik Jónsson og Gestur Guðjónsson skrifa um íslenskt samfélag Þungbært áfall síðustu viku hefur gert okkur það ókleift að halda úti sjálfstæðri mynt. Fyrir hrunið var eðlilegt að skoða og meta alla kosti til hlítar. Gjaldmiðilsskýrsla Framsóknar- flokksins sýndi með rökum að kostirnir voru í raun aðeins tveir, en nú blasir aðeins einn kostur við að okkar mati. Upptaka evru í kjöl- far aðildar að Evrópusambandinu er eini raunhæfi valkosturinn í núverandi stöðu ef Ísland á áfram að vera hluti af innri markaði Evr- ópu. Atburðir undanfarinna tveggja vikna, meðal annars árangurslaus málaleitan Seðlabankans hjá Eng- landsbanka og Evrópska seðla- bankanum, sýna svo ekki verður um villst að varnaglar og stoðkerfi EES-samningsins eru ekki full- nægjandi hvað varðar frjálsa fjár- magnsflutninga. Sá kostnaður sem mun falla á ríkissjóð í kjölfar atburða síðustu daga, liggur ekki fyrir, en ekki er óraun- hæft að ætla að hann geti numið allt að þúsund milljörðum króna. Heilli billjón. Það er jafn- mikið og talið var að þyrfti að hafa í gjaldeyrisvarasjóði til að styðja við krónuna og íslenskt efnahagslíf fyrir hrun fjármála- kerfisins. Eftir hrunið er ljóst að gjaldeyrisvarasjóðurinn þarf að vera enn stærri hlutfallslega. Krónan hefur verið auglýst sem mynt sem ekki er hægt að standa á bak við, sérstaklega í kjölfar mis- heppnaðrar tilraunar Seðlabank- ans í síðustu viku til að festa gengi krónunnar. Líklega þarf gjaldeyr- isvarasjóðurinn af þessum sökum að vera þreföld þessi upphæð, en sérfræðingar kunna betur að meta það. Einungis vaxtakostnaðurinn af slíkri upphæð, auk þess taps sem er að falla á okkur núna, yrði að lágmarki 100 milljarðar á ári, eða allt að 10% af landsframleiðslu fyrir hrun. Það er að því gefnu að Ísland fengi yfirhöfuð slíka fjármuni að láni til lengri tíma. Ísland hefur þannig tæplega efni á því til frambúðar að vera með slíka fjármuni liggj- andi um leið og greiða þarf niður reikninginn eftir hrunið. Að auki þarf að halda áfram að greiða annan rekstur, s.s. heilbrigðis-, mennta- og velferðarkerfið. Óhugsandi er að aðild að ESB verði Íslandi svo kostnaðarsöm. Því leggjum við til eftirfarandi: 1. Íslendingar taki boði Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (IMF) um aðstoð. Í þeirri aðstoð felst m.a. að sjóðurinn mun koma í kjölfarið með verulega fjármuni sem munu styrkja gengi krónunnar og færa það til meiri stöðugleika. Rætt hefur verið um að sjóðurinn, ásamt öðrum aðilum, geti komið með allt að 8-9 milljarða evra að láni hingað til lands. Æskilegt væri að sam- hliða yrði gerður samningur við Evrópska seðlabankann um að hann samþykki að gengi krónunn- ar yrði tíma- bundið fest við evru og hann gefi yfirlýsingu um stuðning sinn við það fyr- irkomulag. 2. Einn eða fleiri af nýju bönkunum verði seldir erlendum banka. 3. Farið verði í mikla atvinnu- uppbyggingu og sköpuð störf fyrir þá sem nú hafa misst vinnuna. Ívilnandi möguleikar gagnvart erlendum fjárfestum verði nýttir til hins ítrasta, en verðmætin í starfsfólkinu og hagsmunir af tak- mörkun atvinnuleysis eru svo mikil að það er réttlætanlegt. 4. Sótt verði um aðild að ESB hið fyrsta og samningur um aðild lagð- ur í þjóðaratkvæði. Fordæmi benda til þess að við getum haldið fiskimiðunum fyrir okkur, eins og Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins, hefur rakið. Stjórnmálaleiðtogar og æðstu embættismenn sam- bandsins hafa þegar lýst yfir vilja til samninga um þetta efni. 5. Samtímis verði þjóðarat- kvæðagreiðsla um nauðsynlegar breytingar á stjórnarskrá Íslands. 6. Strax í kjölfar aðildar verði Ísland aðili að gengisstöðugleika- samkomulagi ESB (ERM) og bindi þannig varanlega gengi krónunnar við evru innan ákveðinna vik- marka. Þegar skilyrði Maastricht verða uppfyllt, gerist Ísland aðili að Evrópska seðlabankanum, evra verður tekin upp sem lögeyrir á Íslandi og hægt verður að greiða IMF aftur lán sitt – með þökkum. 7. Einn eða fleiri af bönkunum yrðu á ný boðnir þjóðinni í dreifðri sölu. 8. Með þessu verður Íslending- um gert kleift að endurheimta að fullu sitt traust á alþjóðavettvangi, þó það gæti tekið einhver ár. Að öðrum kosti er líklegt að traust okkar muni seint, ef nokk- urn tímann, endurheimtast og við sætum verulegum takmörkunum í alþjóðaumhverfinu. Afleiðingar þessa yrðu þær að lífskjörum hér mun hraka þannig að helst verði hægt að bera þau saman við þróun- arlönd. Að auki mun flest okkar besta fólk og bestu fyrirtæki flýja land. Það yrði stærsta tjónið til frambúðar. Höfundar eru félagar í Framsóknarflokknum. UMRÆÐAN Sigurður Helgason skrifar um umferðaröryggi Evrópskur umferðaröryggisdagur var í fyrra-dag. Þetta er í annað sinn sem slíkur dagur er haldinn og að þessu sinni var hann helgaður umferð í borgum. Umfjöllun um umferðarmál beinist oftast að umferð bíla. Að þessu sinni var hins vegar ákveð- ið að fjalla hér á landi um gangandi og hjólandi veg- farendur og benda á þá valkosti sem tiltækir eru í umhverfisvænni umferð. Margir aðilar hafa lýst vilja sínum til að tengjast þessu verkefni og má þar nefna Bílastæðasjóð og lögregluna, sem leitast ávallt við að koma í veg fyrir að bílum sé lagt á gangstéttum og gangstígum. Tals- vert hefur verið gert í þeim efnum að undanförnu. Í dag er Dagur hvíta stafsins og af því tilefni benda blindir á aðstöðu sína sem gangandi vegfarendur. Það veldur þeim stórhættu sé bílum lagt á gang- stéttum, þannig að þeir þurfi að fara út á götu til að komast leiðar sinnar. Þá er stefnt að hækkun gjalds fyrir að leggja í bílastæði fatlaðra. Þá hefur Reykjavíkurborg á undanförnum árum lagt áherslu á vistvæna valkosti eins og til dæmis hjólreiðar. Byggt hefur verið upp hjólreiða- kerfi og hægt er að finna upplýs- ingar um stefnu borgarinnar og kort yfir stígana á heimasíðunni www.reykjavik.is. Þá hefur verið komið fyrir hjólreiðavísum frá Suðurgötu og út í Skerjafjörð. Þá er rík ástæða til að hvetja þá sem annast snjómokstur í borginni þegar þar að kemur að forðast að teppa gangstéttar með því að ýta eða moka snjónum þangað. Einnig skiptir miklu að gangandi fólk og hjól- reiðamenn fylgi lögum og reglum og njóti jafnframt tillitssemi ökumanna. Hjólreiðamenn vilja leggja sig fram. Vert er að geta þess að ekki er ráðlegt að hvetja til hjólreiða barna við erfiðar aðstæður að vetrarlagi. Að ganga og hjóla er góður kostur, en allir þurfa að sýna varúð. Höfundur er verkefnastjóri á Umferðarstofu. UMRÆÐAN Jón Gunnarsson skrifar um verðmætasköpun Íslenska efnahagsundrið og ímyndin sem svo mikið var mærð á viðskiptaþingi 2007 hefur beðið álitshnekki. Við höfum gengið full hratt um gleðinnar dyr. Í grein sem ég skrifaði að loknu viðskiptaþingi 2007 benti ég á að engum væri hollt að gleyma uppruna sínum, mikil- vægt væri að gera sér grein fyrir því á hvaða grunni íslenskt efna- hagslíf og útrásin hvíldi. Útrás var ekkert nýyrði í íslensku viðskipta- lífi. Fyrirtæki í sjávarútvegi, flutn- ingum í lofti og á sjó höfðu fyrir áratugum hafið íslenska útrás og byggt hægt og bítandi upp traust fyrirtæki sem stóðu af sér tíma- bundnar niðursveiflur. Það er sorg- legt að sjá sum þessara fyrirtækja í dag sem hafa í tengslum við nútíma útrásina verið rúin eigin fé og skilin eftir sem eyðimörk. Nú gefum við upp á nýtt og þá er mikilvægast að samstaða náist um á hvaða forsendum við ætlum að byggja upp. Í raun er valið einfalt, við byggjum á því sem við höfum. Megináherslan verður að vera á styrkingu atvinnuveganna með öfl- ugri útflutning sem aðalamarkmið. Við verðum að hverfa til grunngild- anna og hætta að láta ómerka umræðu um betri ímynd og tálm- ynd meðal þjóða vera aðalatriðið. Ímynd er huglægt orð og ef hægt var að setja á hana svartan blett hjá okkar helstu viðskipta- og nágranna- þjóðum hefur nútíma útrásin gert það nú svo um munar. Ég er reynd- ar þeirrar skoðunar að áhrif þessa sé hjá mörgum stórlega ofmetið. Aðalatriðið fyrir okkur sé að standa í lappirn- ar þegar að slíkri umræðu kemur, forgangsraða rétt og muna uppruna okkar. Okkur mun vegna best með því að vera sjálf- um okkur samkvæm. Sjávarútvegur og öflugur fjöl- breyttur iðnaður byggður á inn- lendri endurnýjanlegri orku eru og verða þær höfuðatvinnugreinar sem halda uppi útflutningstekjum okkar. Þetta er mikilvægt að setja í forgang og taka ákvarðanir út frá þeim forsendum. Til þess að svo megi verða má ekki umræða um aðrar huglægar breytur, s.s. skerta ímynd eða óvild annarra vegna nýt- ingar náttúruauðlinda okkar, hafa áhrif á stefnuna. Við höfum náð ein- hverjum besta árangri í sjálfbærri nýtingu fiskistofna og við nýtum hreinar og endurnýjanlegar orku- lindir í iðnaðarframleiðslu. Það er engin þjóð sem getur borið sig saman við okkur í þessum efnum. Þessi mál verða að hafa algjöran forgang nú og ábyrgð okkar alþing- ismanna snýr að því að flækjast ekki fyrir heldur að styðja við slík verkefni með einfaldara regluverki um undirbúning og framkvæmd þeirra. Við verðum einfaldlega að standa við ákvarðanir okkar og þjóðarhag eins og við höfum áður þurft að gera t.d. í deilum um útfærslu landhelginnar. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins. SIGURÐUR HELGASON Greiðum götu gangandi JÓN GUNNARSSON Ekki er allt gull sem glóir UMRÆÐAN Margrét S. Björnsdóttir skrifar um fjármálakreppuna Stjórnmálamenn eiga að gæta almannahagsmuna, kapítalistar hagsmuna sinna fyrirtækja, en innan þess ramma og laga sem stjórnmálamenn setja. Íslenskir stjórnmálamenn síðustu ríkis- stjórna og þeir embættismenn sem sitja í þeirra umboði, bera ábyrgð á þeim ógöngum sem íslenskt hag- kerfi er komið í, umfram hagkerfi sambærilegra ríkja. Þeir opnuðu á fjármagnsfrelsi Evrópska efna- hagssvæðisins án þess að gera þær stofnanalegu varúðarráðstafanir sem nauðsynlegar voru. Þeir þver- skölluðust við ábendingum erlendra sem innlendra hagfræðinga um að Ísland eitt og sér væri of lítið fyrir þá alþjóðlegu bankastarfsemi sem hér hafði þróast. Þeir héldu áfram að velja lykilembættismenn í eftir- lits- og stýrikerfi fjármálamarkað- arins eftir flokksskírteinum, en ekki hæfni. Slík var virðing þeirra fyrir þessum stofnunum. Niðurstaðan er fengin. Það er við þá stjórnmálamenn að sakast sem sköpuðu þessa umgjörð, en ekki þá sem nýttu þau tækifæri sem laga- og stofnanaramminn bauð. Höfundur er félagi í Samfylkingunni. Ábyrgð stjórnmálamanna BRYNDÍS GUNN- LAUGSDÓTTIR FRIÐRIK JÓNSSON GESTUR GUÐJÓNSSON

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.