Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 25 Tímaritið Reykjavík Grapevine stendur fyrir daglegri útgáfu tónlistarblaðsins Grapevine Airwaves á meðan tónlistarhátíðin Iceland Airwaves stendur yfir. Grapevine Airwaves kemur út þrisvar sinnum og verður það fyrsta gefið út á föstudag. Blaðið verður skrifað á ensku og í því verða viðtöl við listamenn sem koma fram á hátíðinni, umfjöllun um tónleika sem fóru fram kvöldið áður, ásamt upplýsingum fyrir erlenda gesti hátíðarinnar. Erlendir blaðamenn frá blöðum á borð við The Guardian og Kerrang! skrifa í blaðið. Þetta er fjórða árið í röð sem blaðið er gefið út og er það prentað í 15 þúsund eintökum. - fb Gefa út blað um Airwaves GRAPEVINE Markaðsstjórinn Jón Trausti Sigurðarson og ritstjórinn Sveinn Birkir Björnsson gefa út Grapevine Airwaves. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Svokallaðar „pöbb-kviss“ spurn- ingakeppnir hafa verið vinsælar að undanförnu og eru oft kallaðar „Drekktu betur“. Í kvöld verður boðið upp á sérstaka glæpaspurn- ingakeppni sem kölluð er „Dreptu betur“. Rithöfundarnir Árni Þórar- insson og Páll Kr. Pálsson hafa samið spurningarnar og spyrja gesti. Þeir ætla að spyrja út í glæpa- sögur og kvikmyndir. Fyrirkomu- lagið er það sama og í „Drekktu betur“. Í hinni svokölluðu „bjór- spurningu“ verða þó verðlaunin kaffi því keppnin fer fram í Te og kaffi í Eymundsson í Austurstræti. Hún hefst kl. 20 og er öllum opin. Dreptu betur í kvöld SPYRJA ÚT Í GLÆPASÖGUR Árni Þórar- insson og Páll Kr. Pálsson. Útgáfan Kimi Records frá Akur- eyri heldur sérstakt Kima-kvöld á Tunglinu (Gauki á Stöng). Boðið er upp á eðaldagskrá. Mexíkóska ein- menningssveitin Halo Between hefur leik kl. 19, svo koma Hell- var, Morðingjarnir, Borko, Benni Hemm Hemm, Hjaltalín, Retro Stefson og Reykjavík! Tvö síðustu böndin gefa nú út nýjar plötur sem verða til sölu í fyrsta sinn á tón- leikunum. Ungstirnin í Retro Stef- son eru að gefa út fyrstu plötuna sína sem heitir Montaña. Önnur plata Reykjavik!, The Blood, kemur ekki út fyrr en í nóvember, en í kringum Airwaves verða gerð alveg spes 200 eintök. „Við pökkuðum þessu inn í gær- kvöldi,“ segir Baldvin Esra hjá Kima. „Það voru keyptir fimmtíu metrar af sandpappír og svo hjálp- uðust allir við að pakka þessu saman.“ Baldvin segir kreppuna krefj- andi viðfangsefni. „Maður finnur bara leiðir fram hjá henni og gerir hlutina öðruvísi. Það er enn þá ódýrara að pressa diska úti – vonar maður allavega – en svo púsla menn saman umslögum eða láta búa til innanlands. Það er svo von- andi að fólk fari að kaupa plötur til að gefa í jólagjöf frekar en bíla eða eitthvað.“ Einnig verður opið fyrir almenn- ing í æfingahúsnæði Reykjavík!, Borko og fleiri banda yfir hátíðina á milli kl. 13 og 18. Æfingahús- næðið er á Smiðjustíg, við hliðina á Grand rokki. - drg Reykjavík! í sandpappír KEYPTU FIMMTÍU METRA AF SANDPAPPÍR Reykjavík! gantast í blómabeði. MYND/JULIA STAPLES Samkvæmt útgáfufélagi hljóm- sveitarinnar Radiohead hefur söngvarinn Thom Yorke ekki tekið upp neitt nýtt efni með Björk. Nýtt smáskífulag söngkonunnar, Náttúra, þar sem Yorke syngur bakraddir undir áköfum trommu- takti, kemur út 20. október og samkvæmt fregnum úr herbúðum Bjarkar tóku þau lagið upp saman. Einhver vafi virðist þó leika á því og talið er líklegt að söngur Yorke sé annaðhvort „samplaður“ eða hafi verið tekinn upp fyrir löngu síðan. Björk og Yorke hafa einu sinni áður sungið saman, eða í laginu I´ve Seen It All úr myndinni Dancer in the Dark frá árinu 2000. - fb Tók ekki upp með Björk THOM YORKE Útgáfufélag Radiohead kannast ekkert við að Thom Yorke hafi tekið upp nýtt lag með Björk. „Ég ákvað að gefa lagið út á Íslandi fyrst til að geta verið á staðnum og kynnt það. Svo er alltaf fínt að hafa afsökun til að koma til Íslands,“ segir tónlistarkonan Hafdís Huld Þrastardóttir, sem er búsett á Íslandi og í Bretlandi. Hún er nú stödd hérlendis til að kynna nýj- asta lag sitt, Stop, sem kemur út í Evrópu og á iTunes 24. nóvember næstkomandi, en er væntanlegt á tonlist.is í lok vikunnar. „Þetta er gamalt Sam Brown-lag sem var notað í Mercedes Benz- auglýsingu sem ég lék í og er mjög „eitíslegt“, með miklum bakrödd- um. Þegar fólk fór svo að spyrja eftir minni útgáfu af laginu ákvað ég að gera Hafdísarlegri útgáfu sem er mjög lágstemmd og ólík þeirri upprunalegu,“ útskýrir Haf- dís og segist vera að skoða mögu- leikann á því að koma með hljóm- sveit sína hingað til lands til að taka upp næstu plötu. „Ísland togar alltaf mikið í mig og mig langar að koma með fólkið hingað, en það er kannski ekki vinsælt að koma með fulla flugvél af Englendingum til landsins eins og staðan er í fjár- málaheiminum akkúrat núna,“ bætir hún við og segist óhjákvæmi- lega finna fyrir breyttu viðhorfi Breta í garð Íslendinga. „Þetta er í fyrsta skipti sem það er ekki ógeðslega „kúl“ að vera Íslendingur. Ég er ein af þeim sem er rosalega stolt af því, en núna byrja allir fréttatímar á því hvað við Íslendingar erum búnir að gera Englendingum. Venjulegt fólk veit flest að þetta er ekki fólkinu í land- inu að kenna og þetta á eftir að líða hjá, en það er viðbúið að ég verði spurð út í fjárhagsástandið þegar ég fer að kynna smáskífuna,“ segir Hafdís. - ag Breytt viðhorf til Íslendinga ICELAND AIRWAVES: DAGUR 1 MEIRA GOTT Í KVÖLD Múgsefjun trallar sitt þjóðlagarokk á Organ kl. 21.45 Jeff Who? slúttar góðu íslensku kvöldi á Hressó kl. 23 Skosku rokkararnir í Biffy Clyro á Nasa kl. 23.45 GEFUR ÚT NÝTT LAG Hafdís segist upplifa það í fyrsta skipti að það sé ekki „ógeðs- lega kúl“ að vera Íslendingur í Bretlandi, en vonar að það líði fljótt hjá.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.