Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 21
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson hefur síðastliðna tvo áratugi farið í fjölmargar ferðir til Grænlands og dvalið þar með veiðimönnum úti á ísnum umkringdur borgarís- jökum. Hann segir ekkert jafnast á við það. „Ég hef stundum verið vikum saman úti á ísnum og þegar ég kem heim ætla ég mér aldrei að fara aftur. Svo líður vika og þetta fer að toga í mig á ný,“ segir Ragnar. „Ef maður hugsar einhvern tímann þá er það þarna. Maður gerir sér líka grein fyrir því hversu lítil mann- eskjan er þegar horft er upp í stjörnurnar í 40 stiga frosti innan um ísjakana.“ Ragnar segir sér stundum líða eins og milljarðamæringi þegar hann mænir upp í stjörnuhimininn. „Ég hef líka áttað mig á því hvað það er sem skiptir máli og hversu smávægileg vandamál mannsins eru í hinu stóra samhengi. Þótt kreppi að núna heldur lífið áfram og lóan kemur næsta vor.“ Ragnar segist stundum hafa það á tilfinningunni þegar hann kemur heim úr ferðum sínum að fólk keyri bara um í endalausa, til- gangslausa hringi. „Ég er þó fljót- ur að falla inn í sama farið en þetta er mjög góð aðferð til að kúpla sig út.“ Ragnar hefur verið að vinna að bók um Norðurheimskautið. „Ég mynda líf fólksins og umhverfið sem er að breytast í kringum það en vinnuheiti bókarinnar sem kemur út næsta haust er Last days of the Arctic. vera@frettabladid.is Hugsar skýrt innan um borgarísjaka á Grænlandi Umvafinn mikilfenglegum borgarísjökum með tindrandi stjörnuhimin yfir höfði sér hugsar ljósmyndar- inn Ragnar Axelsson skýrt. Hann gerir sér auk þess grein fyrir smæð sinni í hinu stóra samhengi. Ragnar segir fátt jafnast á við það að aka um ísinn á hundasleða. MYND/ÚR EINKASAFNI ÞEIR SEM VILJA LESA sér til um ástand fjallvega geta gert það á vefsíðunni www.vegagerd.is. Þar er að finna upplýsingar um umferð og færð um land allt, framkvæmdir, slysatíðni, skýrslur um umferðaröryggismál, skipulagða viðburði sem Vegagerðin stendur fyrir og margt fleira. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 Akureyri • sími 461 1099 • www.heimsferdir.is Hjálpaðu umhverfinu með Blaðberanum Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.