Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 15. október 2008 Breski grínistinn Graham Norton tók Ísland fyrir í síðasta þætti sínum á sjónvarpsstöðinni BBC 2. Þegar hann gekk inn í salinn sagði hann: „Þið áhorfendur virðist vera vel upp lagðir. Það lítur ekki út fyrir að þið hafið verið með ævisparnaðinn ykkar í íslenskum banka.“ Þegar hlátrasköllunum linnti sagði hann að Ísland væri nefnilega farið á hausinn, ekki verslunin Iceland heldur landið sjálft. Hann gerði svo nokkurt grín að því að verslunin Iceland færi ekki á hausinn á meðan Kerry Katona væri að auglýsa vörur þeirra, en hún hefur sætt talsverðri gagnrýni fyrir þétt vaxtarlag sitt. Í lokin óskaði Norton svo öllum Íslendingum sem væru að horfa á þáttinn góðs gengis, á mjög svo kaldhæðinn hátt. Gerði grín að Íslandi Kjartan Pétur Sigurðsson, leiðsögumaður með meiru, hefur birt myndir af sumar- bústöðum margra ríkustu manna Íslands á vefsíðu sinni. Mikil umræða hefur skapast um bústaðina. „Ég hef aldrei fengið svona mikil viðbrögð. Sjálfsagt passa þessar myndir vel inn í umræðuna um þessar mundir,“ segir Kjartan Pétur Sigurðsson leiðsögumaður sem birt hefur myndir af sumar- höllum íslenskra auðmanna á bloggsíðu sinni. Leiðsögumaðurinn nafngreinir ekki mennina sem eiga bústaðina en segir þetta vera sitt innlegg í umræðuna um þátt auð- jöfranna í þeim skakkaföllum sem íslenskt efnahagslíf hefur mátt þola að undanförnu. Leiðsögumaðurinn tók mynd- irnar úr mótorsvifdreka og hafði legið á sumum þeirra í dágóðan tíma. En í ljósi undangenginna atburða fannst Kjartani við hæfi að sýna almenningi þær nú á photo.blog.is. Þegar Kjartan er spurður um viðbrögðin kemur í ljós að hann hefur flúið land og býr nú í Dan- mörku. „Ég fór fyrir mánuði, var alveg kominn með upp í kok af þessu ástandi hérna og hafði sjálf- ur rekist á nokkra veggi,“ bætir hann við. Kjartan segist hvergi banginn við það að valda einhverri úlfúð innan ríkukarla-samfélagsins og hefur reyndar þá tilfinningu að fólk sé minna hrætt við auð- jöfrana. „Auðvitað var maður á báðum áttum hvort maður ætti að birta myndirnar en þetta er bara mín leið til að berjast fyrir okkar réttindum.“ Á huldu liggur hverjir eiga hvern bústað og Kjartan vildi ómögulega upplýsa það. Við einn stendur þó á heimasíðunni að þar sé í byggingu bústaður eins Kaup- þingsforstjóranna en óhætt er að segja að mörgum þætti hreinlega fínt að geta átt svona hús, hvað þá að nota þau þegar stund gefst milli stríða. freyrgigja@frettabladid.is Leiðsögumaður birtir um- deildar myndir á bloggi sínu ÓHRÆDDUR Myndbirtinar Kjartans hafa vakið mikla athygli og er augljóslega enn einn vinkillinn um það góðæri sem ríkt hefur hér á landi. Hrollvekjandi draugasaga fyrir hugrakka krakka. Hvað leynist í gamla leðurstólnum sem pabbi hennar Eyju kaupir á fornsölu? Eitt er víst að það er EKKERT GOTT! Um Ballið á Be ssastöðum: „Gerður Kristný sýnir hér enn á ný að hún er frábær barnab ókahöfundur ...“ berglind häsl er, dv KALDHÆÐINN Graham Norton óskaði íslenskum áhorfendum góðs gengis í síðasta þætti sínum, á mjög svo kaldhæð- inn hátt.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.