Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 18
MARKAÐURINN 15. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR2 F R É T T I R Vika Frá ára mót um Alfesca -25,9% -35,1% Atorka -0,3% -63,1% Bakkavör -55,4% -89,8% Exista -0,9% -76,6% Glitnir -100,0% -100,0% Eimskipafélagið -61,2% -95,7% Icelandair -6,0% -45,9% Kaupþing -100,0% -100,0% Landsbankinn -100,0% -100,0% Marel -1,3% -30,3% SPRON -2,3% -79,2% Straumur -0,0% -53,1% Össur -1,1% -14,7% *Miðað við lokagengi í Kauphöll í gær. G E N G I S Þ R Ó U N Imon ehf., félag skráð á Magn- ús Ármann, keypti fjögurra pró- senta hlut í Landsbankanum fyrir tæpa níu milljarða króna skömmu áður en skilanefnd tók yfir stjórn bankans á þriðjudag í síðustu viku. Hvorki liggur fyrir af hverjum félagið keypti hlutina né hvern- ig greitt var fyrir þá og hvort féð hafi komið úr vasa Magnúsar. Ljóst er að hlutabréf bankans eru nú verðlaus. Mikil viðskipti voru með hlutabréf í Landsbankanum í Kauphöllinni helgina fyrir ríki- svæðinguna. Heildarviðskiptin námu 11,3 milljörðum króna en af þeim námu utanþingsviðskipti 8,2 milljörðum. Eftir helgina voru bréf Landsbankans sett á athug- unarlista Kauphallarinnar en núllstillt í gær og hefur bankinn farið fram á afskráningu. Imon var í enda ágúst stærsti stofnfjáraðili Byrs með 7,7 pró- senta hlut. Magnús Ármann var með umsvifamestu hluthöfum FL Group (nú Stoða) í gegnum félagið Materia Invest og var hann stjórnarmaður í félaginu um tíma. Hann situr nú meðal annars í stjórn 365, útgáfufélags Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Ekki náðist í Magnús Ármann við vinnslu fréttarinnar. - jab MAGNÚS ÁRMANN Félag í eigu fjárfestisins Magnúsar Ármanns keypti hlutabréf fyrir níu milljarða króna í Landsbankanum rétt áður en ríkið tók hann yfir. MARKAÐURINN/TEITUR Smaug inn um dyr Landsbankans Sheikh Mohamed bin Khalifa Al- Thani, bróðir emírsins af Katar, hefur hætt við kaup á 12,6 pró- senta hlut í Alfesca. Kaupin voru tilkynnt seint í maí og fólu í sér að Al-Thani keypti nýtt hlutafé í fyrirtækinu fyrir tæpa 5,5 milljarða fyrir aðalfund félagsins í næstu viku. Al-Thani keypti fimm prósenta hlut í Kaupþingi fyrir mánuði fyrir 25 milljarða króna. Sá hlutur varð að engu eftir þjóð- nýtingu bankans í síðustu viku. Í tilkynningu Alfesca segir að ástæðan sé órói á fjármála- mörkuðum, óvissa hér og mikil veiking krónunnar. Greining Glitnis segir þetta slæm tíð- indi fyrir Al- fesca og ís- lenskan hluta- bréfamarkað. Þetta komi ekki á óvart í ljósi þess sem gengið hafi á í Kauphöllinni. Ljóst sé að krónan hafi verið er- lendum fjárfestum fjandsam- leg vegna þeirra miklu sveiflna sem hafi einkennt hana. Nauð- synlegt sé að fyrirtæki hér fái að skrá hlutafé sitt í erlendri mynt til að fýsilegra verði fyrir erlenda fjárfesta að kaupa í þeim. - jab AL-THANI. Al-Thani hættur við „Umrótið hefur auðvit- að áhrif á alla, en það hefur gengið vel hjá okkur. Okkur tókst að verja og ávaxta, eiginfé okkar og fé viðskipta- vina,“ segir Halla Tóm- asdóttir, stjórnarfor- maður Auðar Capital. Halla segir þó að það geti reynst áskorun að finna góða fjárfestingarkosti ef gjaldeyrismarkaðir opnist ekki aftur. Auður Capital fékk starfs- leyfi um mánaðamótin apríl- maí og hefur gengið mjög vel síðan þá. „Við sáum þá þegar að það voru mjög erfiðir tímar fram undan, bæði hér heima og erlendis, og vorum því mjög áhættumeðvituð. Við settum öryggi ofar ávöxtun,“ segir Halla. „Við komum eignum okkar og viðskiptavina okkar í öruggt skjól, í ríkistryggða pappíra og gjaldeyri.“ Halla segir að Auður Capital hafi ekki verið með hluta- bréf í fjármálafyrir- tækjum, né keypt í verðbréfasjóðum, nema þeim sem voru „hundrað prósent ör- uggir“. Halla segir að það góða sem geti komið út úr svona tímum sé að fólk verði meðvitaðra um áhættu og leggi meiri áherslu á að skilja í hverju það er að fjárfesta, „en fólk hefur dálítið misst sjónar á því á undanförn- um árum“. - msh Eignir í skjóli hjá Auði HALLA TÓMASDÓTTIR „Vegvísi Landsbankans hefur verið lokað í bili,“ segir Edda Rós Karlsdóttir. Eftir yfirtöku ríkisins á Lands- bankanum í síðustu viku og breyt- ingar á starfsemi hans var grein- ingardeildin lögð niður. Deildin gaf Vegvísinn út en síðasta eintak hans leit dagsins ljós fyrir viku. Edda Rós, sem verið hefur for- stöðumaður greiningardeildar- innar síðastliðin fimm ár, segir óvíst hvað framtíðin beri í skauti sér. Sé ákvörðun um slíkt í hönd- um stjórnar Nýja Landsbanka Ís- lands. - jab Vegvísi Lands- bankans lokað „Þetta ætti að vera þeim mun mikilvægara nú í kreppunni, því nú ættum við að nýta verð- mæti n sem til staðar eru,“ segir Guðjón Helgi Ólafsson, eigandi Græna drekans, sem sérhæfir sig í skógarhöggi. Hann telur hægt að hafa mun meiri nytj- ar af innlendum skógum og að í landinu sé þegar til staðar ónýtt- ur vélakostur til stórfellds skóg- arhöggs. Eftirspurn sé eftir inn- lendu trjákurli. „Forsvarsmenn Járnblendi- verksmiðjunnar á Grundartanga vilja kaupa allt að 10.000 rúm- metrum af trjákurli, frekar en að flytja það inn,“ segir Guðjón, og bendir á að af þessu hlytist mikill gjaldeyrissparnaður í ljósi þess að 10.000 kurl kostuðu fyrir gengisfallið 25 milljónir króna. Þá standi dýr skógræktarvél, sérhönnuð fyrir íslenskar að- stæður, ónotuð. „Þegar vélin var keypt sagði skógræktin að það þyrfti að grisja að minnsta kosti 100 hektara á ári, en grisjunin hefur verið innan við 10 hekt- arar.“ Guðjón segir grisjaða skóga betri til útivistar. „Og svo mynd- ast líka verðmæti ef trjákurlið er framleitt hér. Það er ekki snið- ugt að gera ekki neitt. Þá fara verðmæti til spillis.“ - msh Kurl komist til grafar í kreppunni GUÐJÓN HELGI ÓLAFSSON Guðjón er eigandi Græna drekans sem annast meðal ann- ars landgræðslu. Í bakgrunni er gróðursetningarvél. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Innan sjávarútvegsins hafa fyrir- tæki fundað um þá stöðu sem upp er komin vegna þess að gjald- eyrir skilar sér ekki til landsins. Samkvæmt heimildum Markað- arins standa þó enn vonir til þess að úr rætist á næstu dögum og greiðslur taki að skila sér milli landa. Að öðrum kosti sé líklegt að leitað verði annarra leiða, svo sem með stofnun reikninga í er- lendum bönkum sem greiðslur geti farið í gegnum. „Það er allt stopp og menn horfa bara í gaupnir sér. Við höfum ekki fengið gjaldeyri í 10 daga núna,“ segir Ólafur Rögn- valdsson, framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar. Í Vestmannaeyjum komst þó í gegn smágreiðsla. „Það duttu hér óvænt inn 20 milljón jap- önsk jen okkur til undrunar og ánægju,“ segir Sigurgeir Brynj- ar Kristgeirsson, framkvæmda- stjóri Vinnslustöðvarinnar. Þá upphæð segir hann fara beint í að borga af erlendum lánum sem séu að gjaldfalla á fyrirtæk- ið. „Það skila sér hins vegar ekki allar greiðslur. Sumar vitum við ekkert hvar eru.“ Eiríkur Tómasson, forstjóri Þorbjarnar Fiskaness í Grinda- vík, segist ekki hafa fengið pen- inga til landsins síðan í síðustu viku, en þó sé vitað um „töluverð- ar upphæðir“ sem sendar hafi verið af stað. „Við erum bara að rekja þetta og koma á réttan stað í Seðlabankanum,“ segir hann og vonar að það styttist í að úr ræt- ist. „Þangað til verða menn bara að anda rólega.“ - óká Hafa ekki fengið gjaldeyri í tíu daga Ingimar Karl Helgason skrifar „Það væri mikil og ljós birta í þessu öllu saman og ég vona svo sannarlega að þetta gangi hjá þeim,“ segir Björgvin G. Sigurðs- son viðskiptaráðherra. Fram hefur komið að nokkr- ir stærstu lífeyrissjóðir landsins hafa sýnt því áhuga að kaupa starfsemi og eignir Kaupþings. Björgvin segir gríðarlega mikil- vægt að reyna að koma málum svo fyrir að „ríkið sitji ekki með alla stóru bankana þrjá í fanginu, heldur væri hérna einn einkarek- inn banki áfram“. Viðskiptaráðherra var ekki kunnugt um að formlegt tilboð hefði verið lagt inn til skilanefnd- ar Kaupþings um hádegið í gær. Ekki náðist í Finn Sveinbjörnsson skilanefndarformann síðdegis. Þá voru margir fundir um málið í gangi. Menn sem Markaðurinn náði tali af sögðu að ganga þyrfti frá mörgum lausum endum áður en nokkuð yrði tilkynnt. Óvíst var um stöðu formlegra viðræðna eða tilboðs þegar Markaðurinn fór í prentun. Jónas Fr. Jónsson, forstjóri Fjármálaeftirlitsins sem er sett yfir skilanefndina, vildi fátt segja um málið í gær. „Ég get því miður ekki tjáð mig um það á þessi stigi. En við munum að sjálfsögðu gefa upplýsingar um leið og við getum.“ Fram kom í Fréttablaðinu í gær að lífeyrissjóðirnir myndu eign- ast 51 prósents hlut í bankan- um, en ótilgreindir fjárfestar af- ganginn. Samkvæmt fyrirtækjaskrá er búið að stofna Nýja Glitni og Nýja Landsbanka. Nýja Kaup- þing hefur ekki verið stofnað, ef marka má fyrirtækjaskrá og Lög- birtingablað síðdegis í gær. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hefur sagt að ganga þyrfti frá kaupunum áður en nýr banki yrði stofnaður. Hugmyndin væri að kaupa innlendan hluta Kaupþings og að einhverju leyti erlendan hluta. Lífeyrissjóðir sem hlut eiga að máli eru Lífeyrissjóður verzlun- armanna, Gildi, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins og Stafir. „Ég held að það deili enginn um það að Kaupþing hafi verið með vel rekna bankaþjónustu. Í mínum huga er það ekkert slæm framtíð- arsýn að hér sé rekinn traustur ríkisbanki og við hans hlið traust- ur markaðsbanki,“ segir Ögmund- ur Jónasson, formaður BSRB og varaformaður stjórnar LSR. Ráðherra líst vel á sölu á Kaupþingi Viðskiptaráðherra ánægður með hugmyndir lífeyrissjóða um að kaupa starfsemi og rekstur Kaupþings. Stífir fundir. HÖFUÐSTÖÐVAR KAUPÞINGS Í BORGARTÚNI Rætt er um að lífeyrissjóðirnir kunni að eignast 51 prósents hlut í Kaupþingi, en ótilgreindir fjárfestar það sem eftir stendur. MARKAÐURINN/GVA

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.