Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 15.10.2008, Blaðsíða 10
10 15. október 2008 MIÐVIKUDAGUR TÉKKLAND, AP Í skjali úr fórum öryggislögreglu kommúnista- stjórnarinnar í Tékkóslóvakíu er fullyrt að rithöfundurinn Milan Kundera hafi árið 1950, þegar hann var námsmaður í Prag og félagi í kommúnistaflokknum, ljóstrað upp um landa sinn sem var síðan dæmdur fyrir njósnir í 22 ára refsivist og afplánaði 14 ára þrælkunarvinnu í úrannámum. Svonefnd Rannsóknarstofnun um alræðisstjórnir, sem sett var á fót eftir hrun kommúnismans í byrjun tíunda áratugarins til að halda til haga hverjir hefðu lagt kúgunarstjórn kommúnista lið í áratuga valdatíð hennar, segir að umrætt skjal hafi komið í ljós í rannsókn sagnfræðinga stofnun- arinnar. Kundera, sem nú er 79 ára og hefur búið utan Tékklands frá árinu 1968, sendi tafarlaust frá sér yfirlýsingu þar sem hann segir ekkert hæft í ásökuninni. Maðurinn sem um ræðir heitir Miroslav Dvoracek. Hann hafði gengist á mála hjá samtökum útlægra Tékka sem vildu grafa undan kommún- istastjórninni í Prag sem náði völdum í skjóli Rauða hersins árið 1948. Að sögn sagnfræð- inganna hafði Dvoracek skilið eftir ferðatösku hjá konu einni í Prag. Konan lét kærasta sinn vita af töskunni. Sá hafði samband við Kundera sem gerði lögreglu við- vart. Dvoracek var síðan handtek- inn er hann hugðist sækja tösk- una. - aa Milan Kundera borinn hálfrar aldar gömlum sökum: Sakaður um uppljóstrun MILAN KUNDERA BANDARÍKIN, AP John McCain, for- setaframbjóðandi repúblikana í Bandaríkjunum, kynnti í gær nýjar hugmyndir sínar í efnahags- málum, daginn eftir að mótfram- bjóðandi hans, demókratinn Bar- ack Obama, kynnti sínar hugmyndir. McCain lofaði 52 milljörðum dala úr ríkissjóði til að hjálpa mið- stéttarfólki í gegnum verstu hörm- ungar efnahagshamfaranna, en Obama hafði á mánudaginn meðal annars lofað níutíu daga frystingu húsnæðislána og skattaafslætti til fyrirtækja sem skapa ný atvinnu- tækifæri. Fjármálakreppan, sem hófst í Bandaríkjunum og hefur breiðst víða um heim, er nú aðalkosninga- málið í Bandaríkjunum. Þetta hefur skilað sér í auknu fylgi til Obama, en McCain og Repúblik- anaflokkurinn missa að sama skapi fylgið frá sér. Skoðanakannanir í Michigan, Wisconsin og Minnesota sýna að McCain er að tapa fylgi þar. Þetta eru slæmar fréttir fyrir McCain, því þótt demókratar hafi yfirleitt átt góðu gengi að fagna í þessum þremur ríkjum, þá höfðu mál þró- ast á þann veg að McCain virtist eiga góða von á sigri í þeim öllum. Óflokksbundnir kjósendur, sem eru um fjórðungur allra skráðra kjósenda þetta árið, virðast auk þess skiptast nokkurn veginn jafnt á milli þeirra tveggja, sem eru slæmar fréttir fyrir McCain því meðal skráðra kjósenda í ár eru demókratar mun fleiri en repúblikanar. Á landsvísu hefur Obama verið að mælast með 53 prósenta fylgi en McCain aðeins með 43 prósenta fylgi. Fátt virðist því koma í veg fyrir sigur Obama, nema eitthvað óvænt komi fyrir á lokasprettin- um. Á mánudaginn viðurkenndi McCain að hann stæði ekki vel að vígi en sagðist þó vonast til að ná sér á strik aftur. Þetta sagði hann á kosningafundi í Virginíu þar sem repúblikanar eiga í vök að verjast þótt demókratar hafi ekki unnið þar sigur í forsetakosningum síðan 1964. Þriðju og síðustu kappræður þeirra Obama og McCains eru í kvöld, en innan við þrjár vikur eru til kosninga þar sem úrslit ráðast loks eftir lengstu kosningabaráttu sögunnar í Bandaríkjunum. gudsteinn@frettabladid.is McCain tapar fylgi í efna- hagskrísunni Þriðju og síðustu kappræður Obama og McCains eru í kvöld. Báðir frambjóðendurnir hafa kynnt kjósendum nýjar hugmyndir sínar í efnahagsmál- um. Fátt virðist geta stöðvað sigurgöngu Obama. BARACK OBAMA Forsetaefni demókrata, var í keppnisskapi á mánudag og gekk hús úr húsi milli kjósenda í bænum Holland í Ohio. FRÉTTABLAÐIÐ/AP KISA MEÐ TÚRBAN Á kattasýningu í Biskent, höfuðborg Tadsjikistans, gat að líta þessa prúðbúnu kisu með vefjar- hött. NORDICPHOTOS/AFP EFNAHAGSMÁL Meðlimum Sinfóníu- hljómsveitar Íslands sárnar að fyrir- huguð ferð þeirra til til Japans hafi verið blásin af. Þröstur Ólafs- son, fram- kvæmdastjóri hljómsveitarinn- ar, segir þetta mikið áfall. Hljómsveitin og fylgdarlið hennar, alls átta- tíu og fimm manns, áttu að leggja af stað í nítján daga ferðalag í lok mánaðarins. Undirbúningur hafði staðið yfir í tvö ár en förin sjálf var í boði velunnara sveitar- innar í Japan. Velunnarinn hafi nú hins vegar gefið þær skýringar að ekki sé áhugi lengur fyrir komu sveitarinnar en fyrir fáum vikum var mikil eftirspurn eftir því að komast á tónleika sveitarinnar. Illt orðspor Íslendinga sem skapast hafi vegna hruns bankakerfisins hafi valdið því að Japanar hafi ekki áhuga á því sem íslenskir listamenn hafi fram að færa. „Þetta sýnir algjört vantraust á öllu því sem íslenskt er,“ segir Þröstur og bætir við að sárt sé að sjá ástandið bitna á þeim sem síst skyldi. Þannig sé það þó því miður oftast. Tónleikar Sinfóníunnar á föstu- dag og laugardag, en þeir áttu að vera undirbúningstónleikar fyrir Japansförina, verða haldnir. - kdk Bankakreppan bitnar illa á íslensku tónlistarfólki: Japanar vantreysta Sinfóníunni SINFÓNÍUHLJÓMSVEITIN Ekki ríkir lengur áhugi fyrir því sem listamenn sveitarinn- ar hafa fram að færa í Japan. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA ÞRÖSTUR ÓLAFSSON DÓMSTÓLAR Tæplega tvítugur karl- maður hefur verið ákærður fyrir að halda öðrum manni nauðugum, tekið hann hörðu kverkataki og slegið hann í andlitið. Þá var mað- urinn ákærður fyrir að hafa ráðist að tveimur lögreglumönnum við skyldustörf. Maðurinn réðst fyrst á manninn á bílastæði á Ísafirði, sneri hann niður og neyddi hann til að hlusta á skipanir og viðvaranir sínar. Skömmu síðar elti hann sama mann inn á salerni, læsti og þjarmaði að honum með ýmsum hætti. Hinn ákærði sneri svo lög- reglumann við skyldustörf niður og hrinti honum svo á annan lögreglumann þannig að báðir féllu í götuna. - jss Tæplega tvítugur ákærður: Röð ofbeldis- verka VIÐSKIPTI Glitnir hefur selt alla starfsemi sína í Finnlandi. Kaupverðið mun vera trúnaðar- mál, en fjármálaeftirlit Finnlands hafði milligöngu um söluna. Kaupendurnir eru stjórnendur Glitnis Finnland, dótturfélags Glitnis þar í landi, en forstjóri félagsins, Johannes Schulman, segir í viðtali við finnska viðskiptablaðið Taloussanomat að ráðgert sé að bjóða sem flestum starfsmönnum bankans þar í landi að kaupa hlut í honum. Alls starfa 250 manns hjá félaginu, sem mun nú taka upp nafnið FIM, en svo hét starfsemin fyrir yfirtöku Glitnis fyrir ári. - msh Glitnir selur eignir í FInnlandi: Glitnir í Finnlandi selt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.