Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 12
 19. október 2008 SUNNUDAGUR Í dag verður efnt til íslensk-þýskrar göngumessu í Hafnar- firði en fyrsta siðbótarkirkja landsins var reist í Firðinum af þýskum hansakaupmönnum árið 1533. Tilefnið er menningar- dagur Kjalarnessprófastsdæmis sem er eitt af stóru prófasts- dæmunum á suðvesturhorni landsins. Menningardagurinn var fyrst haldinn fyrir tveimur árum og er stefnan að halda hann á tveggja ára fresti framvegis. Tilefni hans í dag er út- koma bókar á vegum Þjóðminjasafnsins um kirkjur Kjalar- nessprófastsdæmis. Trúar- og menningartengd dagskrá undir nafninu Opin kirkja verður í flestum kirkjum prófastsdæmis- ins í dag en þær eru 19 talsins. Í Hafnarfirði hefst dagskráin klukkan 10.15 við minnis- merkið á Háagranda um fyrstu siðbótarkirkjuna á Íslandi sem var nefnd Hafnarfjarðarkirkja. Þaðan verður gengið að kirkj- unni undir leiðsögn Jónatans Garðarssonar sem mun fjalla um þýskar söguslóðir í Hafnarfirði. Séra Gunnþór Þ. Inga- son mun messa ásamt séra Kristjáni Vali Ingólfssyni klukkan 11 og mun messan fara fram bæði á íslensku og þýsku. Eftir messuna verður boðið til hádegisverðar í Hásölum Strand- bergs og þar hefst klukkan 13 söngdagskrá þar sem Eyjólfur Eyjólfsson tenór syngur íslensk og þýsk þjóðlög. „Tilgangur- inn með dagskránni er að njóta þess að vera til,“ segir Gunn- þór Þ. Ingason, sóknarprestur í Hafnarfirði, en hann er einn þeirra sem undirbúið hafa dagskrána í samvinnu við þýska sendiráðið. „Við erum fyrst og fremst að hugsa til rótanna og til fyrri tíðar og verðmæta en það er ekki síst mikils virði í umróti samtímans að átta sig á að tilvera okkar byggist á fortíðinni. Nútíminn hefur verið rótarlaus og menn tamið sér fölsk verðgildi. Í stað þess að meta söguna og samskipti fólks og þjóða, hefur samtíminn verið upptekinn af vísitölum en það er samskipta- og vináttuvísitalan sem skiptir máli.“ Dagskráin í hverri kirkju í prófastsdæminu tekur um 40 mínútur og hægt er að fara á milli kirkna og njóta dagskrár- innar á fleiri en einum stað. Upplýsingar um kirkjur og safn- aðarstarf er að finna á heimasíðunni www.kjalarpr.is. heida@frettabladid.is OPIN KIRKJA: MENNINGARDAGSKRÁ Vináttuvísitala EVANDER HOLYFIELD BOXARI ER 46 ÁRA Í DAG „Það er ekki stærð mannsins sjálfs sem skiptir máli heldur stærð hjarta hans.“ Þungavigtarboxarinn Ev- ander Holyfield hefur auk þess að boxa leikið auka- hlutverk í kvikmyndum. Hann er þríkvæntur og ell- efu barna faðir. timamot@frettabladid.is VINÁTTU- OG SAMSKIPTAVÍSITALAN GILDIR Í DAG segir Gunnþór Þ. Ingason, sóknarprestur í Hafnarfjarðarkirkju. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Þennan dag fyrir hundrað og tíu árum var hús Barnaskóla Reykja- víkur, eða Miðbæjarskólinn við Fríkirkjuveg, vígt. Ákveðið var að byggja húsið úr timbri því jarð- skjálftarnir haustið 1896 voru „ráðandi mönnum í bæjarstjórn í of fersku minni til þess að þeir teldu hættandi á að byggja stein- hús handa skólanum“, segir í Ár- bókum Reykjavíkur. Danskur arkitekt, C. Brandstrup, teiknaði húsið en við undirbúning byggingarinnar var horft til reglu- gerða á Norðurlöndunum og á Englandi um skólabyggingar. Nemendur skólans voru 285 fyrsta kennsluárið en 304 strax árið eftir. Árið 1907 voru þeir orðnir 722. ÞETTA GERÐIST: 19. OKTÓBER ÁRIÐ 1898 Miðbæjarskóli vígður Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, Gunnar Þorsteinn Þorsteinsson Kársnesbraut 67, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð laugardaginn 11. október. Útför hans verður gerð frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. október kl. 15. Blóm og kransar vin- samlegast afþakkaðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á Minningargjafasjóð Sunnuhlíðar, sími 560 4100, eða reikning 1135-26-700 kt. 681295-3569. Ásta Sigurrós Sigmundsdóttir Sigrún Björk Gunnarsdóttir Ásgeir Indriðason Júlíana Signý Gunnarsdóttir Örn Jónsson Óðinn Gunnsteinn Gunnarsson Auður Hallgrímsdóttir Anna Margrét Gunnarsdóttir Guðmundur Jóelsson barnabörn og barnabarnabörn. Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar elskulegr- ar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Svanhvítar Friðriksdóttur Fannborg 8, Kópavogi. Sérstakar þakkir til starfsfólks Hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar fyrir frábæra umönnun og hlýju. Friðrik Sveinn Kristinsson, Flóki Kristinsson og fjölskyldur. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför hjartkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður og afa, Helga Jónssonar flugstjóra og flugrekanda, Bauganesi 44, Reykjavík. Útför hans fór fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 16. september kl. 13.00. Jytte Marcher, Ester Helgadóttir, Astrid Helgadóttir Adolfo Castrillo Jón Helgason Hulda G. Valsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, systir, amma og langamma, Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Lindargötu 61, lést á heimili sínu sunnudaginn 12. október. Útförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Steinunn Káradóttir Eyjólfur Matthíasson Gunnlaugur Kárason Ingibjörg Eðvarðsdóttir Guðríður Erla Káradóttir Kaj J. Durhuus Halla Gunnlaugsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans bestu þakkir til ykkar allra, nær og fjær, sem sýnduð okkur samúð og vin- áttu við fráfall elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, Sigurðar Guðmundssonar Aflagranda 40, Reykjavík. Ásgerður Gísladóttir Hrafnhildur Sigurðardóttir Brynjúlfur Sæmundsson Gíslína Guðmundsdóttir Haraldur Dungal Ólöf og Axel, Ragnar, Sigurður Ásar, Hrafn og langafabörnin. Kæra samferðafólk. Frá andláti elsku drengsins okkar, Bjarna Páls hefur umhyggja ykkar og hlýja umvafið okkur og veitt fjölskyldunni ómetanlegan styrk á erfiðum tímum. Sá stuðningur sem við nutum í veikindum hans jafnt frá vandamönnum, fagfólki sem og ókunnugum er ómetanlegur, hafið hjartans þökk fyrir. Sérstakar þakk- ir færum við þeim sem gerðu útfarardag Bjarna Páls ógleymanlegan. Allir voru boðnir og búnir til að heiðra minningu hans og þrátt fyrir erfiða stund lifa eftir ljúfsárar og fallegar minningar. Væntumþykja og góð- vild ykkar bar drengnum okkar yndislega fagurt vitni. Guð blessi ykkur öll. Fyrir hönd fjölskyldunnar allrar, Kristján, Droplaug, Baldvin, Birkir og Anna Björk. „Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig.“ 23. Davíðssálmur. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Einar Kristinn Friðriksson Stelkshólum 4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.00. María Vilbogadóttir Vilbogi M. Einarsson Heiða B. Jónsdóttir Friðrik S. Einarsson Jakobína Þórey Hjelm Kristín H. Einarsdóttir Þorsteinn A. Þorgeirsson og barnabörn. Okkar ástkæra móðir, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Sveinsína Oddsdóttir Vogatungu 23, Kópavogi, áður á Hlíðarvegi 5, Kópavogi, sem lést mánudaginn 6. október, verður jarðsungin frá Kópavogskirkju mánudaginn 20. október kl. 13.00. Sigríður Lúthersdóttir Sveinn Þórðarson Jóhann Lúthersson Magnea Þorfinnsdóttir Hilmar Lúthersson Kolbrún Guðmundsdóttir Reynir Lúthersson barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn. Innilegar þakkir færum við öllum þeim sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför föður okkar, tengdaföður og afa, Guðmundar F. Jónssonar bílamálarameistara, frá Hvammi í Dýrafirði, Háaleitisbraut 123, Reykjavík. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki öldrunar- deildar Landspítalans í Fossvogi fyrir góða umhyggju og hlýhug. Jón Guðmundsson Renate Gudmundsson Gunnar B. Guðmundsson Guðmundur Chr. Jónsson Juliane Gudmundsson.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.