Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 19. október 2008 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Sunnudagur 19. október 2008 ➜ Bjartsýnisganga 14.00 Ferðafélag Íslands efnir til fjöl- skyldu- og bjartsýnisgöngu upp í hlíðar Esju. Lagt af stað upp frá bílaplaninu við Mógilsá. Þátttaka er ókeypis og allir velkomnir. ➜ Tónleikar 17.00 Stórsveit Reykjavíkur heldur minningartónleika um stofnanda og fyrrverandi stjórnanda stórsveitarinnar, Sæbjörn Jónsson. Allir velkomnir og aðgangur ókeypis. 17.00 Sinfóníu- hljómsveit Norðurlands heldur tónleika í Glerárkirkju á Akureyri þar sem flutt verða verk eftir W.A. Mozart. ➜ Listamannsspjall 15.00 Myrkurlampi Haraldur Jónsson verður með listamannaspjall um sýn- ingu sína í Listasafni ASÍ, Freyjugötu 41. ➜ Sýningar Ævintýri fyrir fjölskylduna og listamannaspjall í Listasafni Reykjavíkur við Tryggvagötu. 14.00 Alma Dís Kristinsdóttir verður með leiðsögn um samsýninguna ID-LAB. 15.00 Jóna Hlíf Halldórsdóttir verð- ur með listamannaspjall en hún sýnir í D-salnum. Suður-amerísk menningarhátíð í Kópavogi 15.00 Ekvador að fornu og nýju. Leiðsögn verður um sýninguna í Gerðarsafni, Hamraborg 4. ➜ Myndlist 15.00 Tveir Modernistar Birgitta Spur verður með leiðsögn um sýningu Sigurjóns Ólafssonar og Þorvaldar Skúlasonar í Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafnarfirði. Platan In Rainbows með Radio- head hefur selst í rúmum þremur milljónum eintaka síðan hún kom út fyrir ári síðan. Er þá bæði átt við netsölu og sölu í plötubúðum. Þetta kom fram í ávarpi Jane Dyball á ráðstefnunni You Are In Control sem lauk nýverið á Hótel Sögu. Dyball er yfirmaður viðskipta- deildar útgáfufyrirtækis Radio- head, Warner Chappell, og þykir eiga hvað mestan heiðurinn af vel- gengni plötunnar. Mikil leynd hafði hvílt yfir útgáfu In Rainbows, bæði hvernig staðið var að henni og hvernig hún hafði í raun selst. Aðdáendur sveitarinnar gátu ráðið því hvort þeir borguðu fyrir plötuna, sem var algjör nýlunda, og vakti uppá- tækið gríðarlega athygli í fjöl- miðlum. Í ávarpi Dyball kom fram að áður en In Rainbows kom í búðir hafði hún þegar selst betur en síð- asta plata Radiohead þar á undan, Hail to the Thief, seldist í búðum. Í ávarpinu kom einnig fram að bæði útgáfufyrirtækið og hljóm- sveitin hafi grætt meira á plötunni en mögulegt hefði verið með hefð- bundnu fyrirkomulagi. Í dag hefur In Rainbows selst í 1,75 milljónum eintaka í búðum, auk þess sem hundrað þúsund ein- tök í viðhafnarútgáfum hafa selst í gegnum heimasíðu Radiohead. Á netinu hefur platan því selst í rúmri milljón eintaka, bæði í gegn- um heimasíðu sveitarinnar og aðrar síður á borð við iTunes. Þrjár milljónir seldust THOM YORKE Yorke og félagar í Radio- head hafa selt þrjár milljónir eintaka af nýjustu plötu sinni, In Rainbows. Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem er eftir hljómborðsleikarann Heimi Eyvindarson. Um hugljúft og gríp- andi popplag er að ræða sem var tekið upp í Lundgård-hljóðverinu í Danmörku í sumar og í hljóð- verinu Sýrlandi í haust. Hægt er að heyra lagið á bloggsíðu hljóm- sveitarinnar, www.amotisol.blog. is. Á móti sól hefur hætt við útgáfu nýrrar plötu sem átti að koma út tíunda nóvember. „Við nenntum ekki að klára hana í næturvinnu og það spilar inn í að Magni er að jafna sig eftir aðgerð og verður að þegja í október,“ segir Heimir. Um magaaðgerð var að ræða vegna bakflæðis. „Raddböndin fá sýru- bað á hverjum degi sem þykir ekk- ert sérstaklega gott,“ segir hann. Heimir segir að platan komi út annað hvort næsta sumar eða um jólin 2009. „Þetta var dálítið erfið ákvörðun en það þýðir ekkert að vera að horfa í það. Við hefðum auðveldlega getað klárað hana en ég veit að hún hefði ekki verið nógu góð.“ Fimm ár eru liðin síðan síðasta plata Á móti sól, sem var eingöngu með frumsömdu efni, kom út og eru aðdáendur sveitarinnar því orðnir langeygir eftir nýju efni. Þangað til geta þeir huggað sig við nýja lagið, auk þess sem annað til viðbótar er væntanlegt í janúar. - fb Nýtt lag í stað plötu GEFA ÚT NÝTT LAG Hljómsveitin Á móti sól hefur sent frá sér lagið Sé þig seinna, sem var tekið upp í Danmörku. Hlúðu að líkama og sál Ashtanga vinyasa yoga ~ Djúpslökun ~ Vinyasa yogaflæði ~ Yoga nidra ~ Hatha yoga ~ BlessStress www.yogashala.is Sími 553 0203 Engjateig 5, 2. hæð Sameiningar sveitarfélaga - hvað hefur áunnist, hvert stefnir? Ráðstefna haldin á Sauðárkróki 23. okt. nk. Í tilefni af því að í ár eru liðin 10 ár frá því að 11 sveitarfélög í Skagafi rði sameinuðust í eitt, Sveitarfélagið Skagafjörð, mun sveitarfélagið í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga gangast fyrir ráðstefnu þann 23. október n.k. Ráðstefnan verður haldin í sal Frímúrara, að Borgarmýri 1 á Sauðárkróki og hefst kl. 13:00. Að ráðstefnunni lokinni verða léttar veitingar í boði sveitarfélagsins. Ráðstefnan er öllum opin, án endurgjalds. Skráning í síma 455 6000 eða í tölvupósti skagafjordur@skagafjordur.is. Ráðstefnustjóri: Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Dagskrá: Kl. 13:00 Tónlistaratriði í boði Tónlistarskóla Skagafjarðar Kl. 13:15 Setning og ávarp Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála Kl. 13:20 Sveitarfélagið Skagafjörður – saman í 10 ár Áskell Heiðar Ásgeirsson, sviðsstjóri Markaðs- og þróunarsviðs Kl. 13:40 Er sameining nauðvörn eða sóknarleikur? Gunnar Bragi Sveinsson, formaður stjórnar SSNV Kl. 14:00 Sameining á þenslutímum Helga Jónsdóttir, bæjarstjóri í Fjarðabyggð Kl. 14:20 Sameining sveitarfélaga. Fortíð, nútíð og framtíð Grétar Þór Eyþórsson, prófessor við Háskólann á Akureyri Kl. 14:40 Kaffi Kl. 15:00 Stefna stjórnvalda í sameiningarmálum og aðkoma Jöfnunarsjóðs svf. Kristján L. Möller, ráðherra sveitarstjórnarmála Kl. 15:20 Sjónarmið Sambands íslenskra sveitarfélaga í sameiningarmálum Halldór Halldórsson, formaður stjórnar sambandsins Kl. 15:40 Pallborðsumræður: Stjórnandi Þorvaldur Jóhannesson framkv.stj. SSA Þátttakendur: Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands ísl. sveitarfélaga Gunnar Svavarsson, alþingismaður og sveitarstjórnarm. í Hafnarfi rði Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar Skagafjarðar Páll Brynjarsson, sveitarstjóri Borgarbyggðar Kl. 16:40 Samantekt og ráðstefnuslit Guðmundur Guðlaugsson, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar Kl. 16:50 Léttar veitingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.