Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 25
SUNNUDAGUR 19. október 2008 5 Leikskólasvið Laus er staða aðstoðarleikskólastjóra í leikskólanum Ösp, Iðufelli 16. Í leikskólanum Ösp dvelja börn af mörgum þjóðernum. Leik- skólinn er staðsettur í miðju Fellahverfi í efra Breiðholti þar sem stutt er í góð útivistarsvæði, til dæmis Elliðaárdalinn. Í leikskólanum er nú unnið að því að festa hugmyndafræði Reggio Emilia í sessi. Reykjavíkurborg leggur áherslu á að leikskólar móti hver sína sérstöðu og hafi faglegt og fjárhags- legt sjálfstæði. Helstu verkefni aðstoðarleikskólatjóra eru að vinna að dag- legri stjórnun leikskólans og skipulagningu uppeldisstarfsins í samvinnu við leikskólastjóra. Menntunar- og hæfniskröfur: • Leikskólakennaramenntun áskilin • Framhaldsmenntun og reynsla af stjórnun æskileg • Góð tölvukunnátta • Sjálfstæð vinnubrögð • Samskiptahæfni, skipulagshæfi leikar, frumkvæði, áhugi og metnaður í starfi Upplýsingar veita Fanný Heimisdóttir leikskólastjóri í síma 557-6989 eða á netfanginu osp@leikskolar.is og Auður Jónsdóttir mannauðsráðgjafi í síma 411-7000 og á netfanginu audur.jonsdottir@reykjavik.is. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Umsóknarfrestur er til 7. nóvember 2008. Laun eru skv. kjarasamningi Launanefndar sveitarfélaga og Félags leikskólakennara. Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Atvinnuauglýsingar má einnig skoða á heimasíðu Reykjavíkurborgar www.reykjavik.is/storf. Hjá símaveri Reykjavíkurborgar, 4 11 11 11 færð þú allar upplýsingar um þjónustu og starfsemi borgarinnar og samband við þá starfsmenn sem þú þarft að ná í. Aðstoðarleikskólastjóri í leikskólanum Ösp Helstu verkefni eru: • Umsjón með upplýsingaþjónustunni Halló Norðurlönd. Í starfi nu felst m.a. að svara fyrirspurnum frá einstaklingum, umsjón með námskeiðshaldi, kynningarmál og gerð/uppfærsla upplýsingaefnis. • Tilfallandi störf á skrifstofu Norræna félagsins. Hæfniskröfur: • Menntun sem nýtist í starfi . • Mjög gott vald á íslensku og a.m.k. einu Norðurlandamáli, bæði í rituðu og töluðu máli. • Rík þjónustulund og sjálfstæð vinnubrögð. • Áhugi á norrænum málefnum. • Reynsla af búsetu á Norðurlöndunum kostur. Um er að ræða fullt starf frá 1. desember vegna fæðingarorlofs starfsmanns. Nánari upplýsingar um starfi ð veitir Alma Sigurðardóttir, verkefnisstjóri Halló Norðurlanda, í síma 5111808 og á netfanginu alma@norden.is. Umsóknir berist til skrifstofu Norræna félagsins, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík fyrir 29. október næstkomandi. Halló Norðurlönd er upplýsingaþjónusta Norrænu ráðherranefndarinnar, sjá nánar á www.hallonorden.org. VERKEFNISSTJÓRI NORRÆNA FÉLAGIÐ LEITAR AÐ VERKEFNISSTJÓRA Í TÍMABUNDIÐ STARF Tilboð óskast Tilboð óskast í KNAUS EIFELLAND-HOLIDAY hjólhýsi, árgerð 2008, skemmt eftir óhapp. Tilboð skilist inná heimasíðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ( útboð tjónabíla ) í síðasta lagi kl 08.00 að morgni 21. okt. 2008. Hólhýsið er til sýnis í Tjónaskoðunarstöð TM, Hamarshöfða 2 110 Reykja- vík á opnunartíma ( frá 8.30 til 16.30 virka daga ) Tilboð óskast Tilboð óskast í SCANIA P124 dráttarbíl, árgerð 2003, skemmdur eftir umferðaróhapp. Tilboð skilist inná heima- síðu Tryggingamiðstöðvarinnar hf. ( útboð tjónabíla ) í síðasta lagi kl 08.00 að morgni 21. okt. 2008. Bifreiðin er til sýnis í Tjónaskoðunarstöð TM, Hamarshöfða 2 110 Reykja- vík á opnunartíma ( frá 8.30 til 16.30 virka daga ) ATVINNA Í BOÐI Óskum eftir að ráða vélvirkja, stálsmiði, rafsuðu- menn og járniðnaðarmenn til starfa nú þegar. Nánari upplýsingar veita Páll í síma 660-3540 eða Hilmar í síma 660-3530.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.