Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 19.10.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur Í dag er sunnudagurinn 19. október, 292. dagur ársins. 8.31 13.13 17.53 8.22 13.57 17.31 með ánægju www.icelandexpress.is F í t o n / S Í A Hafðu samband í síma 5 500 600 eða sendu okkur línu á vidskiptaferdir@icelandexpress.is • Betra verð • Aðra leið • Tíðar flugferðir • Hægt að fljúga til eins áfanga- staðar og heim frá öðrum • Auðvelt að breyta bókunum • Finnum hótel við hæfi Hagstæðir fyrirtækjasamningar í boði. Tilvalið fyrir sveitarfélög, opinberar stofnanir og fyrirtæki af öllum stærðum og gerðum. Eina viðskiptavitið! – Fyrir þá sem eru á leiðinni út • Í boði að velja sæti  • Engin sunnudagaregla • Engin hámarksdvöl • Aðstoðum við bókanir á framhaldsflugi erlendra flugfélaga • Vefinnritun fyrir þá sem ferðast aðeins með handfarangur til Kaupmannahafnar og London Dóttir mín, sem segist vera þriggja og hálfs árs en alls ekki þriggja, spurði mig að því um daginn hvort Ísland væri farið á hausinn. Eldri systir henn- ar, sem er sex ára skólastelpa, veit líka hvað það þýðir að fara á hausinn eftir að það urðu örlög vinsællar leikfangaverslunar. Undrun systranna var mikil á endalokum verslunarinnar, þang- að til þær áttuðu sig á kjarna málsins. Það voru ekki nógu margir á Íslandi til að kaupa öll fallegu leikföngin. Og fyrst þetta gat gerst áttu systurnar í engum vandræðum með að skilja að þannig gæti líka farið fyrir bönk- um. ÞAÐ er rétt sem fram hefur komið hjá forsætisráðherra að það er ástæða til að gæta að því hvað börnin heyra, sjá og skynja. Að sama skapi eigum við að taka börnin okkur til fyrirmyndar í því að geta gleymt stund og stað og notið hversdagsins. Sama kvöld og systurnar höfðu velt því fyrir sér hvort Ísland væri á hausnum, lágum við mæðgur saman í rúmi og lásum um veröld Einars Áskels stórvinar okkar. Í bókinni Svei-attan, Einar Áskell smíðar þessi góði drengur þyrlu inni í stofu, á meðan pabbi les blaðið, og flýgur þaðan inn í frumskóg þar sem tunglið skín glatt. Mjási kötturinn hans verð- ur eðlilega að ljóni. ÞAÐ er að sama skapi margt úr barnaævintýrunum sem hægt er að heimfæra upp á veruleika hinna fullorðnu. Í bókinni Ertu skræfa, Einar Áskell? er niður- staðan sú að þeir séu grútmátt- lausir sem fljúgast á og meiða aðra. Þessa bók ætti Gordon Brown að lesa, skræfan sem ræðst á minni máttar til að draga athyglina frá eigin getuleysi. SÖGUSTUND á kvöldin fangar athygli systranna óskipta. Ég ætla að gera eins og systurnar og kveðja daginn með því að lesa góðar bækur á kvöldin. Efna- hagsástandið gegnsýrir allt en það er engin ástæða til að kveðja góðu stundirnar. Það er gott, ef ekki nauðsynlegt, að sækja sér ævintýri núna þegar álagið og áhyggjurnar herja á okkur öll. Við eigum að taka okkur litlu börnin til fyrirmyndar sem leggj- ast nýböðuð upp í rúm á kvöldin og hverfa svo á örskotsstund inn í ævintýraveröld. Hugurinn er í frumskóginum í fylgd með vin- samlegu ljóni. Ertu skræfa?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.