Fréttablaðið - 20.10.2008, Side 4
4 20. október 2008 MÁNUDAGUR
OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM,
OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI,
SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI,
OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI
12 STAÐIR
VEÐURSPÁ
HEIMURINN
Vindhraði er í m/s.
Hitastig eru í °C.
Gildistími korta er um hádegi.
Alicante
Amsterdam
Basel
Berlín
Billund
Eindhoven
Frankfurt
Friedrichshafen
Gautaborg
Kaupmannahöfn
Las Palmas
London
New York
Orlando
Osló
París
Róm
Stokkhólmur
24°
17°
21°
16°
14°
17°
16°
20°
13°
14°
25°
18°
17°
27°
13°
18°
23°
12°
1
43Á MORGUN
15-20 m/s austast á
landinu annars mun hægari
MIÐVIKUDAGUR
Hæg suðlæg eða
breytileg átt
1
1
1
3
2
4
2
4
2
1
-5
14
8
14
10
15
10
15
10
10
15
10
0
0
00
-1 0
3
VETUR Í KORTUNUM
Þetta er ekkert annað
en vetur. Stífur af
norðri og hiti um
eða yfi r frostmarki. Á
morgun verða leifar af
stífri norðanátt norð-
austan og austan til
með hita mjög nálægt
frostmarki. Lítið eitt
hlýnar sunnan til á
landinu á miðvikudag
í hægri suðlægri átt
með vætu syðra en
fyrir norðan og austan
verður þurrt og bjart
með köfl um.
Sigurður Þ.
Ragnarsson
veður-
fræðingur
BANDARÍKIN, AP Colin Powell, rep-
úblikani sem var utanríkisráð-
herra í ríkisstjórn George W.
Bush forseta á fyrra kjörtímabili
hans, lýsti í gær yfir stuðningi við
Barack Obama, forsetaframbjóð-
anda demókrata, og gagnrýndi
tóninn í kosningabaráttu rep-
úblikanans Johns McCain.
„Ég tel að við þurfum á manni
að halda sem stendur fyrir algera
umbreytingu. Ég tel okkur þurfa
á forseta að halda sem stendur
fyrir nýja kynslóð og þess vegna
styð ég Barack Obama, ekki
vegna nokkurs skorts á virðingu
fyrir eða velvilja í garð Johns
McCain,“ sagði Powell í viðtali á
NBC-sjónvarpsstöðinni í gær.
Powell, sem var fyrsti blökku-
maðurinn sem gegndi stöðu for-
seta bandaríska herráðsins, var
sjálfur á tímabili líklegur til að
eiga möguleika á útnefningu í
forsetaframboð. Hann hafnaði
því sjálfur að gefa kost á sér.
Af kosningabaráttunni vestra
bar það annars hæst í fréttum um
helgina að Obama hefði slegið ný
met í að safna fé í kosningasjóði.
Einvörðungu í septembermánuði
söfnuðust í sjóði framboðs hans
150 milljónir dala, andvirði um
16 milljarða króna samkvæmt
síðasta skráða gengi. Nú eru
þrjár vikur uns Bandaríkjamenn
ganga bæði til forseta- og þing-
kosninga. - aa
Frambjóðandanum Barack Obama berast stuðningsyfirlýsingar úr ýmsum áttum:
Colin Powell tekur af skarið
STYÐUR OBAMA Powell í viðtalinu á NBC-
sjónvarpsstöðinni í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP
EFNAHAGSMÁL Vonir standa til að
hægt verði að kynna í dag skilyrði
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins og sam-
komulag við íslensk stjórnvöld.
„Þetta er komið það langt að við
erum að fara yfir skilyrði, kosti og
galla og hvernig þetta myndi líta
út,“ segir Björgvin G. Sigurðsson
viðskiptaráðherra um viðræðurn-
ar við fulltrúa Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins, IMF.
„Við erum á því að það verði að
skoða til hins ýtrasta hvort þetta
sé ekki leiðin út úr vandræðun-
um að hluta til, í sátt við alþjóða-
samfélagið, og ég er á þeirri
skoðun að við þurfum að klára
það hratt og vel,“ sagði hann.
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar
funduðu með fulltrúum Alþjóða-
gjaldeyrissjóðsins og svo funduðu
sex ráðherrar ríkisstjórnarinnar
með ráðgjöfum sínum í gær. Össur
Skarphéðinsson iðnaðarráðherra
sagði að von væri á niðurstöðum
fljótlega og að þær yrðu kynntar
von bráðar. Hann hafnaði því að
auðlindir þjóðarinnar yrðu veð-
settar.
„Við erum að ráða ráðum okkar
og fara yfir stöðuna,“ sagði Björg-
vin og taldi öruggt að engar stórar
ákvarðanir yrðu teknar í gær-
kvöld.
Geir H. Haarde forsætisráð-
herra sagði eftir fundinn að reynt
væri að nota tímann vel. Formað-
ur Samfylkingarinnar, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, væri komin til
starfa og farin að setja sig inn í
þróunina en hann og Ingibjörg Sól-
rún áttu fund með Árna Mathiesen
fjármálaráðherra, Þorgerði Katr-
ínu Gunnarsdóttur menntamála-
ráðherra, Össuri Skarphéðinssyni
iðnaðarráðherra og Björgvin G.
Sigurðssyni viðskiptaráðherra.
„Við erum að fara yfir heildar-
myndina og svo eru aðrir að vinna
að sínu, hver á sínum stað og svo
eru skilanefndir og ýmsir hópar
sem hafa verið að vinna. Ásmund-
ur Stefánsson ríkissáttasemjari er
kominn með okkur í þetta og er
fulltrúi minn,“ sagði Geir eftir
fundinn.
„Við erum að fara yfir það allt í
heild sinni,“ sagði hann um það
hvort skilyrði Alþjóðagjaldeyris-
sjóðsins hefðu verið kynnt fyrir
ráðherrunum í gær. „Þeir eru að
vinna sína vinnu og okkar fólk er
að vinna sína vinnu. Engin ákvörð-
un hefur verið tekin og verður
ekki tekin í dag,“ sagði Geir.
Hann sagði enga bresti í ríkis-
stjórnarsamstarfinu.
ghs@frettabladid.is
Von á niðurstöðum um að-
stoð frá gjaldeyrissjóðnum
Vonast er til að í dag verði kynnt hvort af aðkomu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins verði. Í gær var verið að fara
yfir skilyrði og útlit samkomulags. Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra segir málið langt komið.
RÁÐHERRA Í ÚTVARPSVIÐTALI Ráðherrar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins funduðu með Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur utanríkisráðherra í gær og var meðal annars
fjallað um skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. „Við erum að fara yfir heildarmyndina,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráðherra eftir fundinn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN KARLSSON
GEORGÍA, AP Lögregla í georgíska
aðskilnaðarhéraðinu Suður-
Ossetíu hefur fengið fyrirmæli
um að skjóta á móti ef á hana er
skotið. Tilskipunin þykir til þess
fallin að auka líkur á að vopnuð
átök brjótist þar út á ný.
Yfirmaður lögregluliðs Suður-
Ossetíu gaf út þessa tilskipun um
helgina í kjölfar þess að eftirlits-
stöð lögreglu nærri þorpinu
Nikozi, þar sem íbúar eru enn
georgískir, varð fyrir skotárás.
Starfandi innanríkisráðherra
aðskilnaðarstjórnar Suður-
Ossetíu, Mikhaíl Mindzajev, sagði
engan hafa sakað, en árásin hafi
verið vísvitandi ögrun af hálfu
georgískra hermanna. - aa
Átökin í Kákasus:
Hætta sögð á að
vopnin tali á ný
NOREGUR Drukkinn Íslendingur
reyndi að komast um borð í skip í
höfninni í Bodø í Noregi um
helgina og var lögregla kölluð til.
Þegar hún mætti á staðinn hafði
Íslendingurinn slegið manninn,
sem hafði hringt á lögregluna, og
meðan lögreglan ræddi við hann
sló hann manninn aftur.
Íslendingurinn var svo
drukkinn að skömmu síðar féll
hann í höfnina – án hjálpar frá
öðrum, að sögn norska blaðsins
Avisa Nordland. Honum var að
sjálfsögðu hjálpað upp úr sjónum
og farið með hann á neyðarmót-
tökuna á Nordlands-sjúkrahúsinu
í Noregi. - ghs
Bodø í Noregi:
Íslendingur
féll í höfnina
PAKISTAN, AP Kínastjórn hefur
aflað sér nýs bandamanns með því
að heita Pakistanstjórn aðstoð við
að koma upp
tveimur nýjum
kjarnorkuverum
í landinu. Aðeins
fáeinar vikur eru
síðan Indverjar,
höfuðkeppinaut-
ar Pakistana,
undirrituðu
samning um
kjarnorkusam-
vinnu við Bandaríkjamenn.
Samkomulagið við Kínverja
kemur til er alvarlegir brestir eru
komnir í hryðjuverkavarnabanda-
lag Pakistana við Bandaríkjamenn.
Samkomulagið er liður í marghátt-
uðum samningum um efnahags-
samstarf sem undirritaðir voru í
ferð pakistanska forsætisráðherr-
ans Asif Ali Zardari til Peking í
síðustu viku, að því er utanríkis-
ráðherrann Shah Mahmood
Qureshi greindi frá. - aa
Samningar Kína og Pakistans:
Sátt um kjarn-
orkuaðstoð
ASIF ALI ZARDARI
GENGIÐ 17.10.2008
GJALDMIÐLAR KAUP SALA
HEIMILD: Seðlabanki Íslands
201,1017
GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR
112,42 112,96
194,45 195,39
150,58 151,42
20,202 20,32
16,878 16,978
14,939 15,027
1,1134 1,12
170,77 171,79
Bandaríkjadalur
Sterlingspund
Evra
Dönsk króna
Norsk króna
Sænsk króna
Japanskt jen
SDR