Fréttablaðið - 20.10.2008, Blaðsíða 10
10 20. október 2008 MÁNUDAGUR
FRAMKVÆMDIR Litháíska verktaka-
fyrirtækið Adakris hefur lent í
vandræðum með framkvæmdir
við Sæmundarskóla í Reykjavík
vegna efnahagsástandsins hér á
landi. Adakris fær ekki banka-
ábyrgðir vegna bankakreppunnar
og verður að staðgreiða allar
vörur. Þá hefur gengisþróunin
verið óhagstæð.
„Við vitum að þeim hefur geng-
ið illa að fá fyrirgreiðslu hér á
landi í ljósi efnahagsástandsins.
Þeir fá ekki bankaábyrgðir þannig
að þeir þurfa að staðgreiða allar
vörur,“ segir Hrólfur Jónsson,
framkvæmdastjóri hjá Reykjavík-
urborg.
„Við vitum af erfiðleikum verk-
takans að standa við samninginn
sökum þess efnahagsástands sem
upp er komið, bæði vegna gengis-
skráningar og eins vegna þess að
þeir fá ekki fyrirgreiðslu í bönk-
um og þurfa því að staðgreiða
vöru,“ segir hann.
Hrólfur kannast við að óánægja
sé meðal íslenskra verktaka með
samninginn við Adakris. Aðeins
munaði um 30 milljónum króna á
tilboðum verktakafyrirtækisins
Ris og Adakris í Sæmundarskóla
en munurinn á lægsta og næst-
lægsta tilboði nam 200 milljónum
króna í Norðlingaskóla. Hann
segir að litháíska fyrirtækið seg-
ist geta staðið við samningana.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, segir að
með þessum samningum hafi
borgarstjórn ákveðið að flytja 120
ársverk í byggingariðnaði úr
landi. Samiðn hafi krafist þess að
verklegar framkvæmdir verði
unnar af íslenskum verktökum.
Félagið hafi áhyggjur af því að
fyrirtækið verði fyrst og fremst
með starfsmenn frá Litháen og
ekki verði farið að reglum á
íslenskum vinnumarkaði.
Ágúst Snæbjörnsson, fulltrúi
Adakris, segir að Adakris sé í við-
skiptum við Den norske Bank,
DnB, og bankaábyrgðir hafi ekki
fengist, hvorki frá Noregi né hér á
landi. Gengisþróunin hafi verið
óhagstæð en fyrirtækið viti af
áhættunni og vilji samt standa við
gerða samninga. Greiðslur að utan
séu fastar í kerfinu. Fyrirtækið
hafi þurft að staðgreiða fyrir
vörur og brugðist við því með því
að flytja inn byggingaefni. Nokkr-
ir gámar séu þegar á leiðinni.
Ágúst segir að íslenskir starfs-
menn verði í meirihluta, erlendir
starfsmenn verði kannski 40-45
prósent. Tilboð félagsins hafi
verið lægst þar sem efnið verði
flutt inn. ghs@frettabladid.is
Verktaka við Sæmundar-
skóla gert að staðgreiða allt
Litháíska verktakafyrirtækið Adakris fær ekki bankaábyrgðir hér á landi eða erlendis vegna kreppunnar
og verður því að staðgreiða vörur. Samiðn telur að með þessu séu 120 ársverk flutt úr landi.
ÁGÚST
SNÆBJÖRNSSON
HRÓLFUR
JÓNSSON
ÞORBJÖRN
GUÐMUNDSSON
UPPSTEYPAN AÐ HEFJAST Borgaryfirvöld hafa samið við litháíska verktakafyrirtækið Adakris og er steypu-
vinna við Sæmundarskóla hafin. Adakris hefur mætt andstreymi hér á landi, ekki bara óánægju íslenskra
verktaka heldur líka óhagstæðri gengisþróun og bankakreppu. Fyrirtækið hefur orðið að staðgreiða allar
vörur þar sem bankaábyrgðir hafa ekki fengist. FRÉTTABLAÐIÐ/VALGARÐUR
HEILBRIGÐISMÁL Lýðheilsustöð
stendur 13. og 14. nóvember
næstkomandi fyrir námskeiði í
tóbaksvörnum fyrir heilbrigðis-
starfsfólk. Í tilkynningu segir að
námskeiðinu sé ætlað að veita
heilbrigðisstarfsfólki hagnýta
þekkingu og kunnáttu í að
aðstoða fólk við að hætta að nota
tóbak. Þá verða kynntar nýjung-
ar í tóbaksvörnum og faralds-
fræði tóbaksnotkunar auk þess
sem farið verður yfir helstu
þætti tóbaksvarna. Námskeið
Lýðheilsustöðvar er í samstarfi
við Landspítalann, Félag
íslenskra lungnalækna, Félag
heimilislækna, Félag hjúkrunar-
fræðinga, fagdeild heilsugæslu-
hjúkrunarfræðinga og Tann-
læknafélag Íslands.
- ovd
Lýðheilsustöð:
Námskeið í
tóbaksvörnum
KÚRDAKRÖFUR Stúlka úr hópi stuðn-
ingsmanna hins fangelsaða leiðtoga
herskárra Kúrda, Abdullah Öcalan, sýnir
sigurmerki á mótmælafundi í Istanbúl í
gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP