Fréttablaðið - 20.10.2008, Page 16

Fréttablaðið - 20.10.2008, Page 16
„Ég er mikið jólabarn og elska jóla- tímann en þó finnst mér undirbún- ingurinn stundum vera orðinn of langur. Í raun er ekkert sem gera þarf svona tímanlega nema þá að baka jólakökurnar sem væta þarf með víni fram að jólum,“ segir Guðrún Þóra Hjaltadóttir, næring- arráðgjafi og kennari, en hún er líka formaður Félags hússtjórnar- og heimilisfræðikennara. Guðrún lumar þó á góðum ráðum fyrir þá sem vilja taka til hendinni fyrir jólin. „Það er upplagt að taka frystinn og kæliskápinn tímanlega og það má jafnvel gera nú þegar. Einnig er skynsamlegt að fara í gegnum skápa og skúffur því oft safnast þar hlutir sem við notum ekki lengur,“ segir Guðrún en bætir við: „Það er þó algjör óþarfi að þrífa veggi og loft fyrir jóla- mánuðinn sem er svo dimmur að við sjáum vart óhreinindin, ef ein- hver eru. Þá þykir mér skynsam- legra að þrífa þegar jóladótið er tekið niður.“ Jólasmákökurnar er gott að byrja að baka um miðjan nóvem- ber. „Þeir sem baka sörur geta byrjað á þeim fyrr því þær geym- ast best í frysti,“ útskýrir Guðrún sannfærandi. „Í mínum huga á undirbúningur jólanna að vera samvera með fjölskyldunni þar sem við bökum saman, föndrum og búum jafnvel til jólagjafir.“ Guðrún telur gott að hafa jóla- gjafirnar í huga allt árið. „Það getur verið að við sjáum eitthvað sem myndi gleðja hana Siggu litlu og þá er sniðugt að kaupa það þó svo það sé bara aprílmánuður.“ Með því móti má líka spara skildinginn þar sem oft má finna nytsamlega hluti á útsölum og þá er heldur ekki hlaupið upp til handa og fóta í stressi og bara eitthvað keypt, sama hvað það kostar. „Í þeim þjóð- arþrengingum sem nú eru er ráð að hætta að gefa allar þessar stóru jólagjafir þar sem fólk setur sig í miklar skuldir,“ segir Guðrún og nefnir einnig að jólin eigi að vera gleðistund og sú gleði felist meðal annars í að gleðja aðra með ein- hverju sem valið er af kostgæfni. „Síðan eiga dagarnir í desember að fara í kertaljós, jólaföndur og jafnvel konfektgerð fyrir þá sem njóta þess. Aðalatriðið er að njóta samvista við fjölskyldu og vini og mér finnst að jólasmákökurnar eigi að borðast í desembermánuði því þá er tíminn til að njóta þeirra. Um jólin er svo mikið af mat og fáir hafa þá pláss fyrir vanillu- hring,“ segir Guðrún kankvís. hrefna@frettabladid.is Best að byrja tímanlega Þrátt fyrir að enn séu rúmir tveir mánuðir til jóla eru ýmsir hlutir sem huga má að til að létta sér verkin þegar styttist í jólin. Guðrún Þóra Hjaltadóttir lumar þar á ýmsum góðum ráðum. Guðrún segist fylla heimili sitt af jólum strax í desember. „Ég hef alltaf búið til eitthvað fallegt fyrir hver jól og hef þá ýmist saumað, prjónað eða límt.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HILLA sem er opin til beggja hliða getur verið sniðug til þess að skipta barnaherbergjum sem systkini þurfa að deila. Bæði börnin geta þá notað hilluna. ELDAVÉLAR - INNBYGGINGAROFNAR - HELLUBORÐ - VIFTUR - HÁFAR - UPPÞVOTTAVÉLAR - KÆLISKÁPAR - FRYSTISKÁPAR B ETR I STO FA N Askalind 3 • 201 Kópavogur • Sími: 562 1500 Mán. - föst.kl. 10-18 Laugardaga kl. 11-16 OPIÐ www.friform.is Westinghouse INNRÉTTINGATILBOÐ SEM ÞÚ MÁTT EKKI MISSA AF 25% AFSLÁTTUR AF RAFTÆKJUM, ÞEGAR ÞAU ERU KEYPT MEÐ INNRÉTTINGU ! KAUPAUKI Pottasett fyrir spanhellur ( verðmæti kr. 20.000 ) Þegar þú verslar við okkur fyrir a.m.k. kr. 500.000 færð þú vandað STÁLPOTTA- SETT í kaupbæti. NÚ ER LAG AÐ GERA GÓÐ KAUP. NOTAÐU TÆKIFÆRIÐ OG NÝJA INNRÉTTINGIN VERÐUR TILBÚIN TÍMANLEGA FYRIR JÓL. ELDHÚS BAÐ FATASKÁPAR ÞVOTTAHÚS 25% AF ÖLLUM NETTOLINE INNRÉTTINGUM TIL 15. NÓVEMBER NÝ VEFSÍÐA - VELKOMIN 24/7 UPPLÝSINGAR O s ng Mjódd Næsta námskeið hefst 24. okt. n.k.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.