Fréttablaðið


Fréttablaðið - 20.10.2008, Qupperneq 28

Fréttablaðið - 20.10.2008, Qupperneq 28
16 20. október 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðlaug Pétursdóttir Kjerúlf áður til heimilis aðLaugarnesvegi 80, Reykjavík, lést á Hrafnistu í Reykjavík laugardaginn 11. október. Jarðarförin fer fram frá Grafarvogskirkju miðvikudag- inn 22. október kl. 13.00. Þórunn Kjerulf Ivey David P. Ivey Vilborg J. Kjerulf Jens Nielsen Ásta Haraldsdóttir Hjálmar Sveinsson Hafdís Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. STEFÁN JÓHANN STEFÁNSSON RÁÐ- HERRA LÉST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1980. „Gagnrýnislaus bjartsýni er oft hættuleg. Einsýn bölsýni er síst betri.“ Stefán Jóhann var lögfræðingur að mennt. Hann sat í ótal stjórn- um og nefndum, var félagsmála- ráðherra um tíma, síðan utanrík- isráðherra og enn síðar forsætis- og félagsmálaráðherra. Íslenska kvikmyndin Mýrin var frumsýnd í öllum betri kvik- myndahúsum lands- ins þennan dag árið 2006. Hún var gerð eftir samnefndri sögu Arnalds Indriðason- ar sem notið hafði mikilla vinsælda frá því hún kom út alda- mótaárið 2000. Balt- asar Kormákur var leikstjóri myndarinn- ar og hófust tökur á henni í mars árið 2006. Þær fóru aðallega fram á Reykjavíkursvæðinu, í Sandgerði og Grinda- vík. Mýrin hefst á því að rannsóknarlögreglumað- urinn Erlendur er kallaður til í Norð- urmýrina. Þar hefur roskinn maður fundist myrtur og í skúffu er mynd af fjögurra ára gamalli stúlku sem tengist miklum fjölskyldu- harmleik. Ingvar E. Sigurðs- son skilaði Erlendi á hvíta tjaldið og fleiri stjörnuleikarar komu við sögu. Tón- listin var eftir Mugison. Myndin fékk strax lof- samlega dóma og þótti framúrskarandi. Fram- leiðendur hennar voru Agnes Johansen, Lilja Pálmadóttir og Baltasar Kormákur. ÞETTA GERÐIST: 20. OKTÓBER 2006 Stórmyndin Mýrin frumsýnd MERKISATBURÐIR 1728 Gífurlegur bruni byrj- aði í Kaupmannahöfn og geisaði í þrjá daga. Þar brann mikill hluti bóka- safns Íslendingsins Árna Magnússonar. 1905 Stofnaður er svonefndur Landsdómur til að dæma ef ráðherra fer offari og brýtur af sér í stjórnarat- höfnum. 1905 Konungur undirritar lög um stofnun Kleppsspítala í Reykjavík. 1951 Þór, stærsta varðskip ís- lensku þjóðarinnar, kemur til landsins. 1989 Borgarleikhúsið í Reykja- vík er vígt með viðhöfn. Það hafði verið þrettán ár í byggingu. 1999 Skjár einn hefur sjón- varpsútsendingar. „Afmælishaldið verður í anda efna- hagsástandsins. Það verður lágur prófíll á því. Ég verð bara með nán- ustu fjölskyldu og læt eitthvað stærra bíða þar til komin er betri tíð með blóm í haga,“ segir Steinþór Skúlason sem fagnar fimmtugsafmæli í dag. Hann hefur stýrt Sláturfélagi Suður- lands síðan 1988 og var framleiðslu- stjóri þar áður. Því liggur beint við að spyrja í byrjun hvort hann sé uppalinn við landbúnað. „Ja, ég var í sveit í mörg sumur á Vindheimum í Skagafirði og síðar eitt sumar á Snæfellsnesi, þannig að ég hef miklar taugar til landsins og þess sem íslenskt er.“ Þótt Steinþór reki glaður ættir sínar út fyrir malbikið bæði í Borgarfjörð og Skagafjörð er hann fæddur og uppal- inn á höfuðborgarsvæðinu. „Ég var svo lánsamur að alast upp í Eskihlíðinni til ellefu ára aldurs,“ segir hann, inntur eftir æskuslóðunum. „Á þeim tíma var Öskjuhlíðin algerlega óbyggð og mikið ævintýrasvæði fyrir unga drengi. Í blokkinni minni bjuggu þá Jónas Jón- asson útvarpsmaður, Jakob Frímann Stuðmaður og margt fleira gott fólk. Í næstu blokk var svo Eyþór Gunnars- son Mezzoforte-maður. En ég flutti ell- efu ára í Garðabæinn, eða Garðahrepp eins og sveitarfélagið hét þá, og fjöl- skyldan settist að á Flötunum. Þar var líka skemmtilegt umhverfi, Heiðmörk- in og heilmikið óbyggt svæði.“ Fyrst Steinþór nefnir fjölskylduna er forvitnast nánar um hana. „Foreldr- ar mínir eru Ólöf Sigurðardóttir og Skúli Brynjólfur Steinþórsson og ég á tvær systur, þær Ólöfu Rún og Brynju Sif. Svo á ég yndislegar þrjár dætur, Snædísi, Hildi og Steinunni,“ upplýs- ir hann. Næst er hugað að skólagöngunni. „Ég fór í MR, þann gamla góða skóla og átti þar yndislegan tíma. Það er svo gaman að þeim hefðum sem þar ríkja. Ég var á eðlisfræðibraut og eftir það fór ég í vélaverkfræði í Háskólanum og síðan iðnaðarverkfræði í Banda- ríkjunum. Það nám allt kemur sér vel í svona tæknivæddu umhverfi eins og ég er í og hentaði mjög vel í þann starfsferil sem síðan varð.“ Áhugamálin eru æði mörg að sögn Steinþórs og hann nefnir boltaíþrótt- ir, svifflug og skotfimi. Einnig lestur góðra bóka og ekki síst dulspeki. „Dul- spekin er ein af mínum mörgu áhuga- málum,“ segir hann. „Hún spannar í raun tilveruna í allri sinni dýrð og ef þú spyrð mig hvort ég trúi á líf eftir dauðann svara ég því til að þetta sé lífið eftir síðasta dauða og fyrir þann næsta.“ Að Steinþór hafi komist á rétta hillu í lífinu telur hann líka að einhverju leyti forlög. „Ég held að hin stóru atvik í lífinu séu að einhverju leyti skrifuð í forlagabók manns,“ trúir hann blaða- manni fyrir. „Ég hef verið lánsam- ur að fá spennandi verkefni að glíma við og að vera með fólki sem hefur haft trú á mér. Ég hef líka fengið tæki- færi til að læra af mínum mistökum og það er mikið lán,“ segir hann og bætir við. „Ég er maður gamaldags riddara- legra hefða. Kem hreint fram, stend fyrir mínu og fell með mínu liði ef svo ber undir. Ég trúi því að lífið sé skóli og manni sé ætlað að læra af því sem maður gengur í gegnum.“ gun@frettabladid.is STEINÞÓR SKÚLASON, FORSTJÓRI SS: FIMMTUGUR Í DAG Miklar taugar til landsins og alls þess sem íslenskt er AFMÆLI KRISTÍN HALL- DÓRSDÓTTIR, fyrrverandi alþingismaður, er 69 ára. ÁSTRÍÐUR THORAREN- SEN hjúkrunar- fræðingur er 57 ára. SÚSANNA SVAVARS- DÓTTIR rithöfundur er 55 ára. MARÍA SIG- URÐARDÓTTIR leikhússtjóri er 54 ára. Framkvæmdir við nýbygg- ingu Háskólans í Reykjavík við Nauthólsvík eru í fullum gangi en gert er ráð fyrir að fyrsti hluti byggingarinnar, um 22.00 fermetrar verði tekinn í notkun í ágúst á næsta ári. Seinni hlutinn, sem telur 14.000 fermetra, verður svo tekinn í notkun í ágúst 2010. Alls eru 3.030 nemend- ur skráðir til náms á yf- irstandandi haustönn en búist er við að nemendur telji 3.200 manns þegar öll starfsemi skólans verður komin í Vatnsmýrina árið 2010. Til að mæta aukinni um- ferð nemenda, kennara og starfsfólks er unnið að lagningu nýs vegar frá há- skólabyggingunni að Hótel Loftleiðum. Að auki verð- ur nýr vegur, svokallaður Hlíðarfótur, lagður frá Hót- elinu niður að Hringbraut. Þá verða lagfæringar gerð- ar á Flugvallarvegi, frá Bú- staðavegi að Hótelinu. Sam- kvæmt upplýsingum frá Háskólanum í Reykjavík er gert ráð fyrir að þess- ar götur anni umferð á há- skólasvæðinu. Mæta aukinni umferð FRÁ NAUTHÓLSVÍK Nýbygging Háskólans í Reykjavík. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Merkingar á hjólastígum standa nú yfir vestan Suð- urgötu, í Skerjafirði. Slík- ar merkingar verða einnig settar á næstunni á Lang- holtsveg og Laugarásveg. Umhverfis- og samgöngu- svið Reykjavíkurborgar hefur undanfarið unnið að því að bæta aðstæður fyrir þá sem vilja nota reiðhjólið sem samgöngutæki. Tvöföldun Ægisíðustígs er langt komin en þar verða sérreinar fyrir hjólandi og gangandi til að greiða þeirra samgöngur. Hjólareinar merktar HJÓLREIÐAFÓLK Breytingarnar munu eflaust hvetja fleiri til reiðhjóla- notkunar. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA FORSTJÓRINN „Ég er maður gamaldags riddaralegra hefða. Kem hreint fram, stend fyrir mínu og fell með mínu liði ef svo ber undir,“ segir Steinþór Skúlason. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.