Fréttablaðið - 20.10.2008, Side 33

Fréttablaðið - 20.10.2008, Side 33
MÁNUDAGUR 20. október 2008 21 Paris Hilton er sögð hafa skemmt sér konunglega síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem hún sletti úr klaufunum með söngkon- unni Christinu Aguileru og bresku prinsunum William og Harry. Hópurinn eyddi bróðurparti kvöldsins á skemmtistaðnum Whiskey Mist í London, þar sem Paris er sögð hafa reynt að fanga athygli Harry með djörfum dansi. Hann virtist hins vegar hafa meiri áhuga á kærustu sinni Chelsey Davy og Paris var ekki skemmt, endaði á því að taka í höndina á henni, standa upp og yfirgefa staðinn. Djammaði með prinsum David Beckham hefur hafið framleiðslu á matvælum í samstarfi við matvælafyrirtækið Findus til að hvetja börn til að borða hollari mat. Sjálfur segist hann hafa mjög gaman af eldamennsku og hann og konan hans Victoria eldi reglulega. Fótboltakappinn, sem er 33 ára, hefur áður verið gagnrýndur fyrir að auglýsa óhollan mat á borð við Pepsi og Walker‘s- kartöfluflögur, en nýju matvör- urnar sem heita GO3 eiga að innihalda Omega 3-olíur, heil- hveiti og grænmeti. Þar á meðal eru fiskifingur, eggjakökur og núðlur sem munu vera til sölu í kringum Wembley Stadium á meðan íþróttaleikir standa yfir. Beckham sel- ur matvörur FINNST GAMAN AÐ ELDA David Beck- ham finnst gaman að elda og hvetur nú börn til að borða hollari mat. Tvær nýjar heimildarmyndir um Sigur Rós verða sýndar í kvik- myndahúsinu Odeon í Covent Garden í London 10. nóvember. Sama dag kemur út í Bretlandi nýtt smáskífulag, Við spilum endalaust. Í fyrri heimildarmynd- inni er hljómsveitinni fylgt eftir á ferðalagi um Ísland, London, Bandaríkin og Mexíkó. Í hinni síðari er fjallað um upptökur á laginu Árabátur sem var tekið upp í Abbey Road-hljóðverinu með aðstoð sextíu manna strengjasveitar og tuttugu manna kórs. Viðhafnarútgafa af plötu Sigur Rósar með myndunum tveimur og ljósmyndabók kemur svo út 17. nóvember. Fyrst heldur sveitin í tónleikaferð um Bretland sem hefst 4. nóvember. - fb Sýna tvær nýjar myndir SIGUR RÓS Tvær nýjar heimildarmyndir um Sigur Rós verða sýndar í London 10. nóvember. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Það er ekki annað hægt að segja en að maður hafi hlakkað til að sjá stórleikarana Al Pacino og Robert De Niro leiða hesta sína saman á ný í Righteous Kill. Áður léku þeir saman í Heat og þar áður í The God- father Part II, án þess að eiga eina einustu senu saman. Báðar fyrr- nefndar myndir eru meðal bestu kvikmynda sem gerðar hafa verið. Síðastliðin ár hefur hallað undan fæti hjá þeim félögum en þrátt fyrir það hefur maður haldið í von- ina um að þeir sýni á ný gamla takta. Hvað þá að þeir sameini krafta sína. Í Righteous Kill fara félagarnir með hlutverk reynslubolta í lög- reglunni í New York og eru þeir á slóð fjöldamorðingja sem tekur lögin í sínar eigin hendur, nema að í upphafi myndarinnar viðurkennir karakter De Niros að hann sé fjöldamorðinginn – eða hvað? Jon Avnet leikstýrir hér handriti Russell Gewirtz, sem skrifaði hina frábæru Inside Man. Ólíkt fyrr- nefndri mynd er Righteous Kill fljótfærnislega gerð og flétta myndarinnar er hrikalega fyrirsjá- anleg og hallærisleg. Það fer meiri tími í að sýna kynlífsþorsta karakt- ers De Niros en sjálf morðin í myndinni. Bæði Pacino og De Niro fara með ágætum með hlutverk sín þótt þeir séu þreyttir og ræfilslegir í þess- um stöðluðu lögregluhlutverkum sem þeir hafa oftar en tvisvar sinn- um farið með áður. Vel heppnaðir frasar eru látnir fljúga og eru þeir hörðustu mennirnir á götunum. Þetta tækifæri, að gera vandaða og góða mynd með Pacino og De Niro, hefur runnið úr greipum Avnets og Gewirtz. Þetta gæti hafa orðið fínasti spennutryllir þar sem hugmyndin í sjálfu sér er ekkert galin, en framkvæmdin er það svo sannarlega. Vignir Jón Vignisson - Topp5.is Gamlir og þreyttir KVIKMYNDIR Righteous Kill Leikstjóri: Jon Avnet. Aðalhlut- verk: Al Pacino, Robert De Niro. ★★ Pacino og De Niro eru ágætir en myndin er slöpp. „Mér datt þessi nöfn allt í einu í hug og nefndi folöldin bara í hvelli,“ segir Sveinbjörn Bene- diktsson, fyrrverandi hrossabóndi, sem selur folöldin Kreppu, Krappa, Djörfung og Dáð á 60 þúsund krón- ur hvert. „Eitt árið nefndi ég öll folöldin með nöfnum sem byrja á D og ein- hvern tíma nefndi ég eftir heims- þekktum tónlistarmönnum. Ég hef frekar frjótt ímyndunarafl og útbý stundum svona skemmtilegar aug- lýsingar að fólki finnst. Mestu við- brögðin fékk ég þegar ég auglýsti 101 hross til sölu, því fólk skildi ekkert í þessu eina hrossi. Ég var stórhrossabóndi í eina tíð en vinn nú hjá byggingafyrirtæki í bænum. Ég á ekki nema sex merar eftir og þetta eru fallegustu folöldin,“ útskýrir Sveinbjörn sem kveðst þó aldrei hafa fengið eins lítil við- brögð við auglýsingum sínum og nú. „Það er allt gjörsamlega dautt. Það er samdráttur í öllu og ég hef aldrei fengið eins lítil viðbrögð. Ég er 64 ára gamall og hef aldrei horft upp á svona slæma þróun í pen- ingamálum, sem snertir öll heimili í landinu. Það bjargar mér bara að ég er frekar bjartsýnn og brosmild- ur, annars væri ég sjálfsagt löngu dauður,“ segir Sveinbjörn að lokum og hlær. - ag Selur kreppufolöld MEÐ FRJÓTT ÍMYNDUNARAFL Sveinbjörn selur nú fjögur folöld sem hann nefndi Kreppu, Krappa, Djörfung og Dáð. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.