Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 4
4 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR OLÍS ÁLFHEIMUM, OLÍS GULLINBRÚ, HOLTAGÖRÐUM, OLÍS MJÓDD, OLÍS NORÐLINGAHOLTI, NÝBÝLAVEGI, SUÐURLANDSBRAUT, OLÍS AKRANESI, OLÍS AKUREYRI, OLÍS BORGARNESI, OLÍS KEFLAVÍK, OLÍS REYÐARFIRÐI 12 STAÐIR EFNAHAGSMÁL Enn er óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast vegna taps sjóðanna. Það verður ekki ljóst fyrr en í tryggingafræði- legri úttekt sem Fjármálaeftirlitið vill að fari fram í janúar. Sjóðirnir hafa stungið upp á leið til að minnka líkur á skerðingu. Þá mun góð ávöxtun síðustu ára vega á móti skerðingu. Lífeyrissjóðir landsins hafa síð- ustu fimm ár skilað jákvæðri raun ávöxtun um rúmlega níu pró- sent. Um síðustu áramót voru eign- ir þeirra 1.700 milljarða króna virði og jukust þær um sjö prósent á aðeins einu ári. Í fyrra greiddu sjóðirnir út 46 milljarða króna í líf- eyrisskuldbind- ingar. Sjóðirnir hafa stungið upp á því að vikmörk í tryggingafræði- legri úttekt næsta árs verði hækkuð úr 10 í 15 prósent. Skuldbindingar sjóðanna mega ekki vera meiri en 10 prósent umfram eignir í úttektinni. Hækkun þeirra marka drægi úr líkunum á skerðingu líf- eyris. Óljóst er hve miklu lífeyrissjóð- irnir hafa tapað á hruni efnahags- kerfisins. Hrafn Magnússon, fram- kvæmdastjóri Landssambands lífeyrissjóða, telur þó meiri líkur en minni á að svo verði. „Við eigum eftir að kanna stöð- una nákvæmlega, hve mikið tapið er. Það er mjög mismunandi eftir sjóðum, hver voru þeirra verð- mæti og hvernig þeir eru upp- byggðir. Ég tel þó meiri líkur en minni að um einhverja skerðingu sé að ræða, en það ræðst þó ekki strax. Menn eru að fara yfir skulda- bréfaeign sjóðanna og hvernig hún skiptist á milli bankanna. Sjóðirnir eru með tap á gjaldmiðlaskipta- samningum. Í gjaldþrotalögum er heimild til að skuldajafna og við erum að skoða með hvaða hætti væri hægt að nýta hana.“ Hvað varðar hækkun vikmarka úr 10 í 15 prósent segir Hrafn það myndu nýtast sjóðunum vel. „Við stungum upp á því í aðgerðaáætl- uninni sem við unnum þegar þetta ferli hófst allt. Að fá heimild til þess, þó ekki væri nema í eitt ár, myndi breyta miklu.“ Hjá Fjármálaeftirlitinu fengust þær upplýsingar að ótímabært væri að segja til um hvort vik- mörkin yrðu hækkuð, þar sem upplýsingar fyrir árið 2008 liggja ekki allar fyrir. Vinna hefur staðið yfir um nokkra hríð um samspil almanna- trygginga og lífeyrisgreiðslna. Ekki náðist í Jóhönnu Sigurðar- dóttur félagsmálaráðherra við vinnslu þessarar fréttar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. kolbeinn@frettabladid.is Óljóst hvort réttindi lífeyrisþega skerðast Ekki verður ljóst fyrr en á næsta ári hvort réttindi lífeyrisþega munu skerðast vegna taps lífeyrissjóðanna. Góð ávöxtun síðustu ára vegur að einhverju leyti upp tapið núna. Lífeyrissjóður verður greiddur óbreyttur út þetta ár. STAÐAN KÖNNUÐ Ekki kemur í ljós fyrr en í fyrsta lagi í janúar hvort skerða þarf lífeyrissgreiðslur. Sjóðirnir hafa skilað góðri ávöxtun síðustu ár sem vegur á móti tapinu nú. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON HRAFN MAGNÚSSON LANDBÚNAÐUR „Það er ágætt hljóð í kúabændum þótt sumir hafi áhyggjur vegna óvissu,“ segir Þórólfur Sveins- son, formaður Landssambands kúabænda. Útlit er fyrir almennan samdrátt í samfélaginu en Þórólfur telur að hann bitni ekki illa á kúabænd- um. „Við erum jú að framleiða mat og þótt matarvenjur breytist kannski eitthvað þarf fólk nú áfram að borða.“ Verð á mjólkurvörum hækkar um tíu prósent að meðaltali um næstu mánaðamót. Þórólfur segir hækkunina mæta hærra aðfanga- verði bænda að hluta en ekki að öllu leyti. - bþs Ágætt hljóð í kúabændum: Fólk þarf nú áfram að borða ÞÓRÓLFUR SVEINSSON LÖGREGLUMÁL Hægt hefur gengið að yfirheyra mennina sem sitja í gæsluvarðhaldi vegna árásar á tvo lögreglumenn í Hraunbænum aðfaranótt sunnudagsins. Þeir tala litla sem enga íslensku, jafnvel þótt þeir séu íslenskir ríkisborgarar, samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins. Sex eru nú í gæsluvarðhaldi vegna málsins, fjórir til dagsins í dag en tveir fram á mánudag. Sjötti maðurinn sem handtekinn hefur verið vegna málsins sætir nú yfirheyrslum. Tekin verður ákvörðun í dag um hvort farið verður fram á gæsluvarðhald yfir honum. Jafnframt hvort farið verður fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fjórum félögum hans. Hraunbæjarárásin á lögreglu: Yfirheyrslum miðar hægt VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 22° 13° 12° 11° 11° 13° 12° 13° 11° 12° 24° 14° 12° 28° 9° 14° 23° 10° Á MORGUN 18-25 m/s á Vestfjörðum og V-til annars 10-18 m/s FÖSTUDAGUR 15-23 m/s á Vest- fjörðum annars 10-15 m/s 1 1 -2 0 -1 3 1 5 3 1 -2 10 9 4 3 3 5 5 4 7 6 5 22 1 3 3 3 3 SLÆMAR VEÐUR- HORFUR Á MORGUN Illa horfi r með veður á vestanverðu land- inu á morgun. Um hádegi verður kominn norðaustan stormur á Vestfjörðum og síðdegis eru horfur á ofsaveðri vestast á Vestfjörðum. Einnig verður mjög hvasst á Snæfellsnesi og suð- vestan til um kvöldið, og gæti vel slegið í ofsaveður á annesj- um vestan til. Annars staðar verður vindur hægari. 2 2 4 Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur SVEITARSTJÓRNIR Björn Bögeskov Hilmarsson, garðyrkjustjóri í Hafnarfirði, vill fá grenitré úr görðum bæjarbúa sem jólatré við götur bæjarins. Grenitré geti orðið mjög há og breið og tekið mikið pláss í heimilisgörðum og dýrt sé að fjarlægja slík tré. „Því var ákveðið að slá tvær flugur í einu höggi með því að bærinn bjóði upp á slík skipti. Þannig að starfsmenn Þjónustumiðstöðvar koma á staðinn og fella tréð og fjarlægja það síðan garðeigendum að kostnaðarlausu og tréð nýtist sem gleðigjafi yfir aðventuhátíð- ina, sem sagt beggja hagur ef segja má svo,“ segir á vef Hafnarfjarðarbæjar. Trén þurfa að vera yfir sex metra há. - gar Tvær flugur í einu höggi: Hornreka greni breytt í jólatré JÓLAÞORPIÐ Í Hafnarfirði er jafnan mikil stemning um jólin. STJÓRNMÁL Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra ræddi í gær í síma við Condoleezu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkj- anna. Að því er segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu var rætt um stöðu fjármálakerfis Íslands og þau úrræði sem unnið sé að. „Rice lýsti áhyggjum af málinu og mun taka það upp við aðra fulltrúa bandarískra stjórnvalda. Þá lýsti Ingibjörg Sólrún afstöðu Íslendinga til viðbragða annarra ríkja, þar á meðal Breta, og til þess hvaða heildaráhrif viðburðir liðinna vikna gætu haft,“ segir í til- kynningu ráðuneytisins. - gar Condolezza Rice: Staða Íslands áhyggjuefni LÍFTÆKNI Persónuvernd hefur veitt Íslenskri erfðagreiningu og samstarfslæknum fyrirtækisins heimild til að afla upplýsinga úr sjúkraskrám í þágu sex rannsókna. „Um er að ræða sjúkraskrár fólks sem hefur tekið þátt í rannsóknum á vegum ÍE og hefur samþykkt að lífsýni og önnur gögn verði varðveitt og notuð í öðrum rannsóknum á vegum ÍE að fengnum tilskildum leyfum,“ segir Persónuvernd. Meðal þess sem á að rannsaka eru erfðir sjálfsofnæmis- sjúkdóma, erfðir ofnæmis og astma og hlutur erfða í beinþéttni og beinþynningu. - gar Íslensk erfðagreining: Decode fær ný rannsóknarleyfi SVEITARSTJÓRNIR Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokks í Árborg eru ósáttir við skýringar meirihluta Samfylkingar og Framsóknarflokks á því að hundruð milljóna króna af fé bæjarins voru bundnar á pen- ingamarkaðsreikningi. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu var samþykkt í bæj- arráði Árborgar í júní í fyrra að nota 730 milljónir króna sem feng- ust fyrir sölu á hlut í Hitaveitu Suð- urnesja til uppbyggingar og niður- greiðslu skulda. Um 350 milljónir af þessu fé eru nú í uppnámi á pen- ingamarkaðsreikningi Landsbank- ans. Ragnheiður Hergeirsdóttir bæj- arstjóri hefur sagt Fréttablað- inu að þær skuld- ir sem hagkvæmt hafi þótt að greiða niður hafi verið borgaðar upp. Peninga- markaðsbréf hafi þótt góð og örugg ávöxtunarleið. Sjálfstæðis- menn benda á að Árborg hafi tekið lán upp á samtals 1.360 milljónir frá því í júlí í fyrra þar til í mars á þessu ári. Á sama tíma hafi pening- arnir úr Hitaveitu Suðurnesja verið ávaxtaðir í peningamarkaðsbréfum án formlegrar samþykktar bæjar- ráðs eða bæjarstjórnar. „Í raun var því verið að taka lán hjá Lánasjóði sveitarfélaga til að standa straum af vaxtamunarvið- skiptum þar sem keypt voru pen- ingamarkaðsbéf í stað þess að lág- marka lántökur. Þessi lánaviðskipti ganga gegn hefðbundinni starfs- semi bæjarfélaga og þvert gegn samþykkt bæjarráðs. Það er álit bæjarfulltrúa D-listans að með þessu hafi verið sveigt af braut góðrar stjórnsýslu og tekin óþarfa áhætta fyrir bæjarsjóð,“ segja sjálfstæðismenn. - gar Sjálfstæðismenn í Árborg vísa skýringum um meðferð fjármuna bæjarins á bug: Óþarfa áhætta hjá bæjarsjóði FRÉTTABLAÐIÐ 17. OKTÓBER Bæjar- stjórinn hafnaði því að gengið hafi verið gegn sam- þykkt bæjarráðs. SVEITARSTJÓRNIR „Því var haldið mjög á lofti gagnvart sveitarfélög- unum að peningabréf væru mjög örugg ávöxtun og geymsla fyrir peninga,“ segir Ragnheiður Her- geirsdóttir, bæjarstjóri Árborgar. Sveitarfélagið er með 350 milljónir króna lokaðar inni í peningamark- aðssjóði hjá Landsbankanum. Eyþór Arnalds, oddviti minni- hluta sjálfstæðismanna, sagðist á bæjarráðsfundi í gær telja að brot- ið hafi verið gegn samþykktum bæjarráðs frá í fyrra með því að setja andvirði hlutar Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja inn á mark- aðsreikning hjá Landsbankanum í stað þess að greiða skuldir. „Sú ákvörðun að greiða ekki niður skuldir en halda eftir fjármunum að upphæð 350 milljónir inn á pen- ingamarkaðsbréfum gengur gegn samhljóða samþykkt bæjarráðs. Þetta er einfaldlega staðreynd. Það er vonandi fyrir íbúa sveitarfélags- ins að sem mest af þessum fjármun- um endurheimtist,“ bókaði Eyþór á bæjarráðsfundinum í gær. Þorvaldur Guðmundsson, bæjar- fulltrúi Framsóknarflokks, sem á aðild að meirihluta bæjarstjórnar sagði peningamarkaðsbréfin hafa verið rædd á fundum sem Eyþór hafi setið í vor. „Því vekur það undr- un að hann skuli ekki kannast við að sveitarfélagið eigi peningamark- aðsbréf í Landsbanka Íslands,“ bókaði Þorvaldur. Í áðurnefndri einróma samþykkt bæjarráðs frá í fyrra, um ráðstöfun þeirra 730 milljóna sem Árborg fékk fyrir sölu á sínum hlut í Hita- veitu Suðurnesja til Geysis Green Energy, segir að féð eigi að nýta til uppbyggingar og til greiðslu og lág- mörkun skulda sveitarfélagsins. Að sögn Ragnheiðar bæjarstjóra voru upphaflega lagðar um 730 milljónir króna inn á peningamark- aðsreikning um mitt sumar í fyrra og skila góðri ávöxtun. Hluti af fénu hafi síðar verið notaður til fram- kvæmda og skammtímaskuldir hafi verið gerðar upp snemma á þessu ári. Önnur lán hafi ýmist ekki verið hagkvæmt að greiða upp eða það hreinlega ekki verið hægt vegna skilmála þeirra. Ragnheiður hafnar því algerlega að hafa unnið gegn samþykktum bæjarráðsins. Allir bæjarráðsmenn sem fylgst hafi með á fundum hafi vitað um að Árborg ætti fé í pen- ingamarkaðssjóði. „Ef mönnum fannst þetta svona svakalegt áttu þeir að gera vart við það. Það eru allir að reyna að vanda sig að fá sem mest út úr peningun- um fyrir sveitarfélagið,“ segir bæj- arstjórinn sem nú bíður þess að í ljós komi hversu mikið stendur eftir af þeim 350 milljónum sem Árborg átti ennþá í peningamark- aðssjóði. „Það bendir allt til að það verði eitthvert tap en hversu mikið vitum við auðvitað ekki ennþá.“ gar@frettabladid.is Árborg tapar jafnvel 350 milljónum króna Oddviti minnihlutans í Árborg gagnrýnir bæjaryfirvöld fyrir að setja 350 millj- ónir króna í peningamarkaðsbréf en borga ekki skuldir eins og ákveðið var. Bæjarstjórinn segist hafa greitt skuldir sem hagkvæmt hafi verið að gera upp. RAGNHEIÐUR HERGEIRSDÓTTIR EYÞÓR ARNALDS Í SVARTSENGI Um 350 milljónir króna sem eftir voru af and- virði hlutar Árborgar í Hitaveitu Suðurnesja gætu verið gufaðar upp. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM GENGIÐ 21.10.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 201,267 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 113,62 114,16 193,15 194,09 150,08 150,92 20,131 20,249 16,93 17,03 15,081 15,169 1,1237 1,1303 171,39 172,41 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.