Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 38
14 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR timamot@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. DORIS LESSING RITHÖFUNDUR FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1919. „Maður þekkir mikilmennin á því að þau hugsa um smá- vanda sem smávanda og stórmál sem stórmál.“ Doris Lessing hlaut Nóbels- verðlaunin í bókmenntum árið 2007. Hún er elsti viðtakandi verðlaunanna frá upphafi, 87 ára að aldri. Doris var gest- ur Listahátíðar í Reykjavík árið 1986. MERKISATBURÐIR 1331 Kogon Japanskeisari tók við völdum. 1576 Mikill hluti af Haarlem í Hollandi brann. Um 500 byggingar eyðilögðust. 1861 Fyrsta símskeytalínan sem tengdi austur- og vestur- strönd Bandaríkjanna var tekin í gagnið. 1961 Bjarni Benediktsson var kosinn formaður Sjálf- stæðisflokksins. 1985 Á Bíldudal féllu fimm aur- skriður úr fjallinu niður í þorpið og ollu skemmd- um. 1992 Síldveiðiskipið Hólmaborg landaði 1.350 tonnum af síld á Eskifirði. Var þetta stærsti síldarfarmur sem landað hafði verið úr einu skipi. Tilkynnt var um að franski rithöfundurinn og heimspekingurinn Jean- Paul Sartre hlyti bók- menntaverðlaun Nóbels þennan dag árið 1964. Sartre hafði tæpri viku áður skrifað verðlauna- nefndinni bréf þar sem hann bað um að vera tekinn af lista tilnefndra rithöfunda. Daginn eftir að til- kynnt var um sigur hans birti Sartre svo bréf í dagblaðinu Le Figaro þar sem hann útskýrði af- stöðu sína til verðlaun- anna og ástæður sínar fyrir því að afþakka þau. Lars Gyllensten, sem sat lengi í verðlaunanefnd Nób- elsverðlaunanna, sagði frá því í sjálfsævisögu sinni að árið 1975 hafi Sartre skrifað verð- launanefndinni bréf og reynt að nálgast verðlaunaféð. Í bréf- inu sagðist Sartre hafa skipt um skoðun varðandi verð- launin og að hann vildi gjarn- an nálgast verðlaunaféð sem hann hefði fengið hefði hann þegið verðlaunin ellefu árum áður. Verðlaunanefndin varð þó ekki við beiðni hans, enda hafði verðlaunaféð verið látið renna aftur til Nóbelsstofnun- arinnar. ÞETTA GERÐIST: 22. OKTÓBER 1964 Sartre afþakkar Nóbelsverðlaunin „Ég hafði mikinn áhuga á að bókin kæmi út þennan dag, enda gerðist á honum fyrir 755 árum dramatískasti at- burður Íslandssögunnar: Flugumýrarbrennan,“ segir Einar Kárason rithöfund- ur um nýjustu skáldsögu sína, Ofsa, sem kemur út í dag. Sagan byggir á atburð- um sem sagt er frá í Sturl- ungu og fjallar um aðdrag- anda Flugumýrarbrenn- unnar, sem átti sér einmitt stað aðfaranótt 22. október árið 1253. Fjöldi söguper- sóna kemur fyrir í bókinni og hefur hver sína sýn á at- burðina. „Í Sturlungu er atburða- rásin séð utan frá; þar er aldrei skyggnst inn í huga persónanna,“ útskýrir Einar. „Ég fer algerlega hina leið- ina og skýri frá hverjum at- burði eins og fólk upplif- ir hann innra með sér og gekk mín vinna því út á að setja mig í spor persónanna. Stundum var það þannig að ég varð hálf hræddur, enda þurfti maður að lifa sig inn í skelfingu fólks. En svo var líka gaman að mörgu, því það er sama hversu mikið gengur á, það er alltaf eitt- hvað skemmtilegt sem flýt- ur með.“ Fyrir sjö árum sendi Einar frá sér bókina Óvinafagn- aður, sem einnig byggði á sannsögulegum atburðum úr Sturlungu. Einar segir 13. öldina heillandi, enda hafi hún verið einn mesti uppgangstími sem um getur í sögu þjóðarinnar, allt fram til 20. aldar. „Mér þykir eng- inn tími í Íslandssögunni líkur 13. öldinni, nema þá kannski okkar eigin tími. Á 13. öld var velmegun á Ís- landi; þjóðin var í tengsl- um við útlönd og útrásar- hugur í mönnum. Þá var mikil valdabarátta og blóð- ug í landinu, en á sama tíma var þetta mesti blómatími menningarinnar þangað til á 20. öld. Sú niðurlæging og hallæri sem maður teng- ir gjarnan við miðaldir kom ekki fyrr en síðar. Þetta var þessi blóðugi blómatími.“ En hvernig telur Einar að Ofsa muni vegna í jólabóka- flóðinu sem senn skellur á þjóðinni af fullum þunga? „Áður fyrr, þegar fyrstu fjórar eða fimm skáldsög- urnar mínar komu út, þá hugsaði ég alltaf: „Ef bókin slær ekki umsvifalaust í gegn þá er ég hættur að skrifa.“ Eftir því sem árin hafa liðið þá er ég búinn að sjá það að starf rithöfundar- ins er ekki spretthlaup held- ur langhlaup, og það hvort bók slær strax í gegn eða ekki skiptir kannski ekki öllu máli. Mér verður hugs- að til þess þegar Óvinafagn- aður kom út á sínum tíma að þá fékk hún frekar dræm- ar viðtökur. Hins vegar hefur hún selst jafnt og þétt æ síðan og vegur hennar hefur verið vaxandi. Ég er því rólegur hvernig sem allt veltist og snýst með þessa nýju bók.“ vigdis@frettabladid.is 755 ÁR FRÁ FLUGUMÝRARBRENNU: OFSI KEMUR ÚT Í DAG Skyggnst inn í huga persóna SAGNARITARI Einar Kárason gefur í dag út sína aðra sannsögulega skáldsögu sem gerist á 13. öld. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA AFMÆLI CATHERINE DENEUVE leikkona er 65 ára. VALERIA GOLINO leikkona er 42 ára. Ástkær eiginmaður og faðir, Jósef Skaftason læknir, lést á Landspítalanum 16. október. Útför fer fram frá Seljakirkju kl. 15 föstudaginn 24. október. Elín Guðmundsdóttir Kamilla Sigríður Jósefsdóttir Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa, Einars Guðmundssonar Klettaborg 2, Akureyri. Sérstakar þakkir til starfólks á Hlíð. Guð blessi ykkur öll. Jóhanna Sigurðardóttir Ásta Einarsdóttir Sigmar Sævaldsson Sigurður Einarsson Sveinbjörg Aðalsteinsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Elsku hjartans sonur okkar, bróðir, barna- barn og frændi, Freyþór Fannar Pétursson Dynsölum 6, Kópavogi, lést á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi laugardaginn 18. október 2008. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju föstudaginn 24. október kl. 13. Fjóla Ólafsdóttir Pétur Bjarni Guðmundsson Hrefna Karen Pétursdóttir Hrefna Sigurðardóttir Ólafur Björn Björnsson Pálína Bjarnadóttir Torbjorn Wilhelmsen Ólafur Haukur Ólafsson Sigurlaug Vilhjálmsdóttir Arna Guðmundsdóttir Valdimar Gunnarsson Íris Guðmundsdóttir Hera Guðmundsdóttir Haraldur Jónsson Elsku mamma okkar, tengdamamma, amma og langamma, Helga Halldóra Hjartardóttir Garðvangi, Garði, áður til heimilis að Fífumóa 1 b, Ytri-Njarðvík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Garðvangi, Garði, laugardaginn 18. október. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 24. október kl. 15.00. Gunnar Eyjólfsson Hrefna Guðmundsdóttir Gestur Eyjólfsson Valgerður G. Eyjólfsdóttir Friðrik Ágústsson Sigrún Eyjólfsdóttir Benedikt Egilsson Hjörtur Þór Þórsson Hildur Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, Sigríður Kristbjörnsdóttir frá Birnustöðum á Skeiðum, til heimilis að Meltröð 4, Kópavogi, lést miðvikudaginn 15. október og verður jarðsungin frá Digraneskirkju föstudaginn 24. október kl. 11. Zóphanías Márusson Valgarður Zóphaníasson Guðlaug Steinunn Ólafsdóttir Gunnar Zóphaníasson Sigríður Kristbjörnsdóttir Sigurbjörg Zóphaníasdóttir Guðrún Zóphaníasdóttir Sigurður Ásgeirsson barnabörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð, hluttekningu og hlýhug við andlát og útför systur minnar og frænku, Hrundar Tryggvadóttur Eiðsvallagötu 20, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki Dvalarheimilisins Hlíðar fyrir góða og hlýja umönnun. Guð blessi ykkur öll. Björg S. Tryggvadóttir Heiða G. Vigfúsdóttir Hafdís G. Vigfúsdóttir Elskuleg eiginkona mín, móðir, tengda- móðir og amma, Bergþóra Bergsdóttir Byggðavegi 149, Akureyri, lést á dvalarheimilinu Hlíð 13. október. Útför hennar fer fram frá Glerárkirkju föstudaginn 24. október kl. 13.30. Einar Björnsson Björn Einarsson Lovísa Kristjánsdóttir Margrét Ósk Buhl Björnsdóttir Einar Bergur Björnsson Kristján Breki Björnsson

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.