Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 16
MARKAÐURINN 22. OKTÓBER 2008 MIÐVIKUDAGUR4 F R É T T A S K Ý R I N G fyrirtæki og fjárfesta, sem luma á réttum leiðarvísum um króka- stiguna. Auk þessa starfræk- ir Klak Viðskiptasmiðju, náms- braut á háskólastigi, í samvinnu við Háskólann í Reykjavík, Við- skiptaháskólann í Kaupmanna- höfn og í Lundi í Svíþjóð. Mark- mið námsins er að nemendur stofni fyrirtæki og hefji rekstur þess á námstímanum. Þá býr Nýsköpunarmiðstöð Ís- lands yfir sérfræðingum sem geta stutt við bakið á sprota- mönnum og fólki sem lumar á góðum hugmyndum. Á öllum stöðum geta sprota- fyrirtæki fengið þak yfir starf- semina tímabundið á meðan grunnvinnan fer fram auk þess að byggja upp tengslanet, sem er einn af mikilvægustu þáttum sprotageirans. ÞEKKING DEYR ALDREI Spurður um áhættuna sem felist í stofnun sprotafyrirtækis, sem oft eigi erfitt uppdráttar, jafn- vel heyri sögunni til innan fárra ára, segir Andri ekkert að ótt- ast. „Þekking hverfur aldrei með einu sprotafyrirtæki held- ur flyst hún á milli með starfs- mönnunum,“ segir hann. Dæmin eru mýmörg en hug- búnaðarfyrirtækið Oz, sem Guð- jón Már Guðjónsson, einn þátt- takenda á Hugsprettu, er þekkt- asta dæmið um slíkt. Margir fyrrverandi starfsmenn Oz hafa stofnað sprotafyrirtæki hér heima og erlendis á síð- ustu árum. Þekktast þeirra í dag er tölvuleikjafyrirtækið CCP en önnur eru Hex, Trackwell, sprotafyrirtækið Gogoyoko og fleiri til. Þ að er fullt af tækifær- um,“ segir dr. Eyþór Ívar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins. Hann mælir með því að fólk hætti að horfa til for- tíðar, brjóti baksýnisspegilinn og gefi í fram á veg. Hann segir ekkert að óttast. Klak ásamt frumkvöðlasetr- inu Innovit stóðu saman að ráð- stefnunni Hugspretta − landnám nýrra hugmynda á laugardag í félagi við stúdentafélög Háskóla Íslands, Háskólans í Reykjavík, Háskólans á Bifröst, Listahá- skólans og Keilis á Keflavíkur- flugvelli. Markmiðið var að fá ungt fólk til að snúa bökum saman og vinna að stefnumótun fyrir framtíð Ís- lands og sjá eigin tækifæri til nýsköpunar. Ráðstefnan átti sér skamm- an aðdraganda. „Við ákváðum þetta með viku fyrirvara,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit. Menn hafi ákveðið að nýta tímann vel, keyra hugmyndina áfram af fullum krafti og fá jákvæð- an innblástur inn í annars nei- kvæða umræðu eftir þrot bank- anna í byrjun mánaðar sem virð- ist hafa fært landið inn í nýja og næsta óþekkta tíma fyrir marga. Hvert stefnir leiðir tíminn svo í ljós. „Þótt við séum að fara í gegn- um erfiðleika núna, þá stöndum við sterk ef horft er lengra fram í tímann,“ segir Andri. Tiltölulega ódýr og einföld leið var farin til að auglýsa ráðstefn- una. Síða var sett upp á samfé- lagsvefnum Facebook og á vef- síðum aðildarfélaga. Þar skráði fólk sig til þátttöku. Í boði var snakk og kex, kaffi og með því ásamt kraumandi hugmynda- fljóti. Innovit, sem stofnað var af háskólanemendum í fyrra, er nýsköpunar- og frumkvöðlaset- ur fyrir fólk með viðskiptahug- myndir en áherslan er lögð á við- skiptatækifæri sem spretta úr starfi íslenskra háskóla. Nokkur af helstu útflutningsfyrirtækj- um landsins í dag urðu einmitt til upp úr verkefnum í Háskóla Íslands en voru tekin lengra. Stoðfyrirtækið Össur og mat- vælavinnsluvélaframleiðandinn Marel Food Systems eru dæmi um slíkt. BAKLANDIÐ TRAUST Andri og Eyþór segja báðir fjár- magn skorta til sprotafyrirtækja hér á landi, ekki síst á fyrstu stigum. Þar stöndum við frænd- um okkar á Norðurlöndunum og víðar að baki. Andri bendir á að í nágrannalöndunum, svo sem í Danmörku og Skotlandi, setji einkafjárfestar og stjórnvöld oft á laggirnar sameiginlegan vett- vang þar sem hvor um sig leggi fram lágar en jafn háar upphæð- ir til sprotafyrirtækja. Með þessu móti fái mörg ung sprotafyrirtæki tækifæri til að komast upp af byrjunarstiginu og vaxa frekar. „Þetta lag hefur alltaf vantað á Íslandi,“ segir Andri. Þetta er gömul saga, sem hollt er að hamra á. Sprotafyrirtæki sem komin eru á legg geta þó fetað ýmsa stigu í leit að fjármögnun. Innovit leið- ir háskólanema eða þá sem ný- útskrifaðir eru áfram auk þess sem Klak blæs til Sprotaþings tvisvar á ári og leiðir þar saman HUGMYNDIR Á BLAÐI Niðurstöður af hugmyndavinnu þátttakenda Hugsprettu voru hengdar upp á vegg þegar vinnuhóparnir höfðu lokið sér af. Hér er lítið brot af þeim. ANDRI ÞAKKAR FYRIR SIG „Þótt við séum að fara í gegn- um erfiðleika núna, þá stöndum við sterk til lengri tíma litið,“ segir Andri Heiðar Kristinsson, fram- kvæmdastjóri Innovit. Af sprotum sprettur ný fr „Bankarnir tóku allt besta fólk- ið. Nú verðum við að virkja þá sem missa vinnuna og koma í veg fyrir að það fari úr landi,“ segir Halldór Jörgensson, fram- kvæmdastjóri Microsoft á Ís- landi. Halldór segir marga óttast að stór hluti af velmenntuðu og frjóu starfsliði bankanna hverfi af landi brott eftir að bankageir- inn var stokkaður upp í byrjun mánaðar. Margir horfa til Nor- egs. Halldór og frumkvöðullinn Hjálmar Gíslason hafa hist reglu- lega ásamt öðrum, svo sem for- svarsmönnum Nýsköpunarmið- stöðvar Íslands, eftir að bank- arnir fóru í þrot til að finna leiðir og hámarka þau tækifæri sem bíði starfsfólks bankanna. Þá hafa þeir kortlagt sprotageirann, sem þurfi á hæfu starfsfólki að halda, til að finna farveg fyrir þá þekkingu úr bankageiranum sem nú er á lausu. Ekki megi þó reikna með að sprotafyrirtækin geti tekið við öllum. Fleiri hafa lagt lóð sín á vog- arskálarnar en Nýsköpunarmið- stöðin, Samtök starfsmanna fjár- málafyrirtækja og Samtök at- vinnulífsins gerðu í síðustu viku með sér samstarfssamning um leit og framboð á möguleikum til atvinnusköpunar fyrir félags- menn fjármálafyrirtækja, svo sem farveg fyrir nýsköpun og frumkvöðlavinnu. Halldór segir hættuna felast í því að fólk í fjármálageiranum verði látið vinna uppsagnarfrest sinn og fari svo á atvinnuleys- isbætur. Nær sé að hvetja fólk til að ræða saman og þróa hug- myndir sem það lumi á og vera þátttakendur í jákvæðu uppbygg- ingarferli á sama tíma og bætur eru greiddar. „Það er fullt af húsnæði laust og lítið mál að útvega skrifstofu- búnað,“ segir Halldór. Þekking fjármálafólksins virkjuð HALLDÓR JÖRGENSON Fram kvæmda- stjóri Microsoft á Íslandi segir mikilvægt að skapa frjóan vettvang fyrir það vel- menntaða starfsfólk fjármálafyrirtækj- anna sem er að missa vinnuna á næst- unni. Íslendingar standa frammi fyrir miklum breytingum á efnahagslífi þjóðarinnar. Stjórnmálamenn og flestir þeir sem tjáð sig hafa um framtíðina segja mikilvægt að horfa fram á veginn enda mörg tækifæri til staðar. Jón Aðalsteinn Bergsveinsson dýfði stóru tánni í kraumandi hugmyndapott sprotafyrirtækjanna um síðustu helgi og komst að því að þar liggja óteljandi framtíðarleiðir. BJÖRK GUÐMUNDSDÓTTIR Forsvarsmenn Hug- s prettu telja að um 250 manns hafi setið fyrirlestra um sjálfstæða sköpun í Háskólabíói um síðustu helgi. Björk vann að því bæði laugardag og sunnudag að leggja grunninn að atvinnuskapandi verkefnum. M YN D /H A G

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.