Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 18
GOLFFERÐIR til Skotlands eru meðal þeirra ferða sem Ít-ferðir bjóða upp á bæði á vorin og haustin. Hægt er að velja um fjölda golfstaða bæði í Edinborg og Glasgow og algengt er að farið sé út á fimmtudegi og komið heim á sunnudegi. „Fulltrúar frá flestum sendiráðum munu kynna námsmöguleika í sínu landi og einnig verður starfsfólk alþjóðaskrifstofu, Fullbright- stofnunar, LÍN og SINE svo það ætti að verða hægt að svara flest- um spurningum sem upp koma um skiptinám.“ Þetta segir Rúna Vig- dís Guðmarsdóttir, starfsmaður alþjóðaskrifstofu Háskóla Íslands, um kynninguna sem fram fer í dag á Háskólatorgi HÍ, í samvinnu við franska sendiráðið. Hún telur nemendur sem fara til Evrópu eiga tiltölulega auðvelt með að fá Erasmus-styrki og Nordplus hjálpa þeim sem sækja til Norðurland- anna. „En Háskóli Íslands hefur líka tvíhliða samninga við háskóla utan Evrópu, vestanhafs, í Asíu og Ástralíu,“ tekur hún fram og bætir við: „Skiptinemar fá yfirleitt nið- urfelld skólagjöld sín þannig að þó að þeir fái ekki styrk er mikill plús að komast í bandarískan háskóla án þess að þurfa að borga hin him- inháu skólagjöld sem þar eru.“ En verður ekki skrítið að kynna nemendaskipti núna þegar öll þessi óvissa ríkir í gjaldeyrismál- um? „Jú, óneitanlega. Við ákváðum samt að halda okkar striki. Það sem við erum að kynna kemur ekki til framkvæmda fyrr en næsta haust og þá verður komin skýrari mynd á það hvernig þetta verður. Það hafa engir háskólar erlendis lokað á „línur“ eins og bankarnir gerðu. Styrkirnir eru reiknaðir í erlendri mynt þannig að svo lengi sem krónan helst stöðug á þeim tíma sem nemendurnir eru úti ættu þeir ekki að lenda í vandræð- um. Það verður fulltrúi frá Lána- sjóði íslenskra námsmanna á kynn- ingunni sem væntanlega getur svarað ýmsum spurningum.“ Rúna segir um 200 manns fara út í heim árlega í skiptinám á vegum HÍ, flesta til hinna Norður- landanna. En hafa nemar sem eru úti núna lent í hremmingum vegna peningamála? „Við höfum ekki heyrt um það mikil vandræði að þeir þurfi að koma heim þeirra vegna. Aftur á móti er talsvert um að erlendir stúdentar sem ætluðu heim um jól hafi hætt við það og vilji vera áfram enda er orðið mun ódýrara að lifa á Íslandi en þeir bjuggust við.“ gun@frettabladid.is Skiptinemar fá yfirleitt skólagjöldin felld niður Háskólinn opnar heiminn er yfirskrift alþjóðadags Háskóla Íslands sem haldinn er í dag milli klukkan 14.30 og 17.30. Á Háskólatorginu geta áhugasamir kynnt sér möguleikana á skiptinámi erlendis. Rúna Vigdís segir skiptinám miðast við þrjá eða sex mánuði. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON „Þessi mynd var tekin þegar við vorum á ferðalagi um suðureyjuna og rákumst á fullt af trampólínum í mjög fallegu umhverfi.“ segir ljósmyndarinn Hrönn Jónsdóttir, skiptistúdent við Háskólann í Otago, Nýja-Sjálandi á vormisseri 2008. „Ítalinn Andrea keypti sér þessi gleraugu og kallaði sig Andrelvis eftir það.“ Ljósmyndari Ólafur Sólimann, skiptistúdent við Gakushuin-háskól- ann, Tókýó, Japan, 2006-2007. 2. SÆTI „Það er alltaf sól í Texas,“ segir ljósmyndarinn Jóhanna Lind Jónsdóttir sem fór á vegum Háskóla Íslands sem skiptistúdent í gegnum ISEP-stúdentaskiptasam- tökin til Texas A&M International-háskólann í Bandaríkjunum á vormisseri 2006. Íslenskir skiptinemar hafa farið víða um heim og kynnst ýmsu. Alþjóðasvið Háskóla Íslands efndi til myndasam- keppni sem fyrrum skiptinemar tóku þátt í. Margar skemmtilegar myndir bárust í keppnina og hér er sýnishorn. Veit margt sá sem víða fer 3. SÆTI. „Lítil eyðimörk sem kallast Little Sah- ara á Kengúrueyju í Suður-Ástralíu.“ Ljósmyndari Erna Sif Arnarsdóttir, skiptistúdent við Flinders-háskól- ann í Ástralíu á vormisseri 2004. 1. SÆTI: „Við Chichen Itza, frægar Maya- rústir, eitt af hinum nýju sjö undrum veraldar.“ Ljósmyndari Máni Arnarson, skiptistúdent við Háskólann í Miami í Bandaríkjunum háskólaárið 2006-7. Bókunarsími:5553565  www.elding.is Sunnudagatilfimmtudaga kl20:00fráSkarfabakka  Tveggjatímaferðmeðleiðsögn Friðarsúlanskoðuðfrásjóoglandi  Fullorðnir2.000kr Börn715ára1.000kr Börn06áraFrítt Fjölskylduafsláttur  Viðeyjarstofaopinmeðkaffiveitingar IMAGINEPEACE kvöldsiglingar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.