Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 2
2 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR Siv, mælirðu með því að fólk gangi bara í sjóinn? „Með því skilyrði að það komi sér aftur upp úr og skelli sér í heita pottinn.“ Siv Friðleifsdóttir alþingismaður stundar sjóböð í Nauthólsvík. VIÐSKIPTI Hnúturinn sem verið hefur á greiðsluflæði milli Íslands og Bretlands „virðist nú hafa verið leystur að mestu“, eins og segir í frétt Seðlabankans. Búist er við að það taki nokkra daga að koma greiðslum í eðlilegt horf. Seðlabankinn rekur ástandið að hluta til aðgerða breskra yfir- valda og segir að í yfirlýsingu breska fjármálaráðuneytisins fyrir helgi komi skýrt fram að þær snúi aðeins að tilteknum þáttum í starfsemi gamla Landsbankans. - bþs Gjaldeyrisviðskipti áfram treg: Eðlilegt ástand sagt í sjónmáli Yngri maðurinn í farbanni Tæplega þrítugur Þjóðverji sætir nú farbanni fram til nóvemberloka. Hann hefur setið í gæsluvarðhaldi vegna fíkniefnamáls, þar sem landi hans á sjötugsaldri var tekinn með 19,7 kíló af hassi og rúmlega 1,7 kíló af amfet- amíni í bíl sínum um borð í Norrænu. DÓMSMÁL VERSLUN Ekki gætir vöruskorts í verslunum í Kringlunni en kaupmenn þar hafa áhyggjur af því að tregða í milliríkjaviðskipt- um dragist á langinn og komi í veg fyrir að þeir geti keypt inn jólavörur. Þetta segir Sigurjón Örn Þórsson, framkvæmdastjóri Kringlunnar. Hann segir kaup- menn almennt hafa birgt sig upp fyrir haustið en jólavörur eru vanalega teknar inn um miðjan nóvember. Sigurjón segir hina hliðina á peningnum þá að fólk ferðast minna til útlanda og við það aukist verslun á Íslandi. Um leið sjái útlendingar sér hag í að versla hér vegna lágs gengis íslensku krónunnar. - bþs Áhrif efnahagshruns misjöfn: Bjart og dökkt hjá verslunum KRINGLAN Kaupmenn hafa áhyggjur af að tregða í milliríkjaviðskiptum dragist á langinn. SAMFÉLAGSMÁL Margir erlendir starfsmenn Landspítalans eru kvíðafullir yfir efnahagsástand- inu hér og áhrifum þess á þeirra hagi. Um 160 þeirra sóttu upplýsinga- og stuðningsfundi sem haldnir voru á Landspítalan- um í síðustu viku. Tilgangur fundanna er að veita stuðning, ráðgjöf og upplýsingar um ástandið í samfélaginu. Fundirnir fóru fram á pólsku og ensku. Um fjögur hundruð erlendir starfsmenn starfa á Landspítalanum. - hhs Erlendir starfsmenn Landspítala: Kvíðafullir og óttast um sitt FUNDAÐ Starfsmenn höfðu margs að spyrja á fundum sem haldnir voru í síð- ustu viku vegna efnahagsástandsins. LÖGREGLUMÁL Alþjóðleg handtöku- heimild hefur verið gefin út á hendur íslensku stúlkunni sem varð rússneskum gestgjafa sínum að bana þegar hún hleypti af byssu hans fyrir slysni fyrir tveimur vikum. Frá þessu er greint í rússneska dagblaðinu The Moscow Times í gær. Stúlkan er á Íslandi en ekki fengust upplýsingar frá alþjóða- deild lögreglunnar í gær hvort erindi hefði borist frá Rússlandi vegna málsins. Yfirvöldum er óheimilt að framselja Íslendinga en líklegt verði farið fram á að Rússar sendi málsskjöl svo hægt verði að sækja það hér á landi. - jse Voðaskot í Rússlandi: Handtökuheim- ild gefin út EFNAHAGSMÁL Fulltrúar Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins og íslenskra stjórnvalda vinna að þjóðhagsspá til næstu ára. Umfang þeirrar vinnu er mikið, ekki síst vegna þeirrar óvissu sem er varðandi gengismál og fleiri þætti íslensks efnahagslífs. „Það er verið að vinna þjóð- hagsspá og gera sér grein fyrir því hverjar horfurnar eru varð- andi okkar þjóðarbúskap í heild sinni. Það er erfitt verk þar sem mikið er um getsakir í þeim efnum,“ segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann segir ákveðna þætti ljósa, en óvissa á ákveðnum sviðum geri mönnum erfitt fyrir. „Það er alveg ljóst að það verður hrap í okkar þjóðarframleiðslu og það verður mun meiri halli á ríkis- sjóði á næsta ári en við gerðum ráð fyrir. Það er óvissa með verð- bólguna vegna þess að hún ræðst af því hvað gengið festist og styrkist fljótt. Við vitum þó að utanríkisviðskipti verða í miklu betra lagi þar sem útflutningur vex mjög hratt og innflutningur minnkar.“ Geir segir atvinnuleysi vera annan óvissuþátt og því miður séu allar líkur á því að það aukist mikið. „Það er þessi mynd sem við erum að takast á við í sam- starfi við gjaldeyrissjóðinn og það hvernig er best að bregðast við þessu ástandi þannig að við komum sem best úr því.“ Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra segir að vinn- an sé á lokastigi. Hún hefði viljað sjá vinnuna ganga hraðar en þær spár sem verður að vinna séu tímafrekar. „Það er verið að ganga frá ýmsum atriðum sem tengjast þessu. Auðvitað er spurn- ingin hvort skilmálarnir séu þannig að við getum sætt okkur við þá, það er engin ástæða til að ætla annað. Hitt er bara handa- vinna.“ Ingibjörg segist sátt við þá skilmála sem hún hefur séð. Í sama streng tekur Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra. „Þeir hafa áður fundið að rekstr- arformi Íbúðalánasjóðs og verið með væntingar til einkavæðing- ar. Þeir hafa lagt allt slíkt til hlið- ar.“ Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra vildi ekki tjá sig um þá upphæð sem verið væri að semja um. Lán frá Rússum væri þó ekki inni í þessari lotu. „Það er grundvallarforsenda að við getum staðið undir láninu. Sjóðurinn lánar ekkert annars.“ Búist er við að um semjist í dag og þeir samningar verði lagðir fyrir stjórn sjóðsins. kolbeinn@frettabladid.is Ekki samið fyrr en þjóðhagsspá er klár Þjóðhagsspá er forsenda samninga við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Flókið verk og víðfeðmt þar sem margt er óljóst segir forsætisráðherra. Íbúðalánasjóður verð- ur ekki einkavæddur. Vinnan á lokastigi og lýkur líklega í dag. FORSÆTISRÁÐHERRA Segir óvissu í gengis- og verðbólgumálum gera mönnum erfiðara fyrir í vinnu þjóðhagsspár. Hún er forsenda samninga við Alþjóðagjaldeyris- sjóðinn. INGIBJÖRG SÓL- RÚN GÍSLADÓTTIR ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON EFNAHAGSMÁL „Vefsíðan hefur ekki skilað einum einasta stuðningsfull- trúa í þessum mánuði og um þrjá- tíu manns hafa hætt stuðningi,“ segir Guðrún Margrét Pálsdóttir, formaður ABC barnahjálpar á Íslandi. ABC aflar stuðningsaðila til hjálpar munaðarlausum, fátækum og umkomulausum börnum í átta löndum. „Síðan kreppan hófst fyrir alvöru hinn 29. september skrúfaðist alveg fyrir að nýir stuðningsaðilar bættust við í gegnum netið, þaðan sem flestir þeirra koma venju- lega,“ segir Guðrún. Þar til í september skráðu sig um 120 nýir stuðningsaðilar að meðaltali í mánuði hverjum hjá ABC. Það sem af er október hafa einungis nítján stuðningsaðilar bæst í hópinn og skráðu þeir sig eftir kirkjukynningu á nýjum skóla í Búrkína Fasó. Stærsta vandamálið sem ABC glímir við um þessar mundir er þó tengt gengi krónunnar. „Strax í vor fór að bera á því að það sem við sendum út dugði ekki til vegna slæmrar stöðu krónunnar. Sú staða hefur versnað heilmikið nú. Við fáum líklega ekki nema helming- inn af því sem við þurfum fyrir krónurnar okkar,“ segir Guðrún. Spurð hvort borið hafi á að fyrir- tæki hafi dregið stuðning sinn til baka segir Guðrún eitthvað um það. Glitnir hafi til dæmis verið eitt af vinafélögum ABC en flestir bakhjarlanna séu einstaklingar. - kg Hrun í nýskráningum hjá ABC barnahjálp og gengisfall bitnar á börnum í neyð: Fólk hætt að styðja barnahjálp ABC SLÆMT ÁSTAND Guðrún Margrét segist vongóð um að ekki þurfi að draga saman í starfsemi ABC og nýjar leiðir hljóti að finnast. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SJÓSLYS „Björgunin gekk eins og best verður á kosið, eiginlega það vel að þetta var eins og hálfgerð æfing,“ segir Stefán Þormar, skipstjóri á dragnótarbátnum Sólborgu RE-270. Tveimur skipverjum var bjargað yfir í Sólborg- ina úr björgunarbát eftir að eldur kom upp í sjö tonna trillunni Mávanesi frá Reykjavík laust fyrir klukkan sjö í gærkvöldi. Mennirnir voru í björgunarbátnum í rúmlega fjörutíu mínútur en varð ekki meint af. Mávanesið sökk svo um klukkustund síðar. Þegar tilkynning barst um mikinn eld í vélarrúmi Mávaness, sem var statt um 35 sjómílur norðvestur af Gróttu, var þyrla Landhelgisgæslunnar ræst út ásamt björgun- arskipum frá Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi og Akranesi. Einnig var haft samband við nærstödd skip og báta, og var Sólborgin næst Mávanesinu, eða um fimm sjómílum frá. Sólborgin náði til mannanna um hálfri klukkustund eftir að tilkynn- ing barst. Gekk björgun þeirra yfir í Sólborgu mjög vel, enda aðstæður hinar bestu að sögn Stefáns skip- stjóra, blankalogn, sléttur sjór og gott skyggni. Stefán segir skipverjunum skiljanlega hafa verið nokkuð brugðið, en líðan þeirra að öðru leyti góð og ekki talin þörf á því að þeir kæmust undir læknis- hendur í Reykjavík. Að sögn varðstjóra Landhelgisgæslunnar eru upptök eldsins í Mávanesi ekki kunn að svo stöddu. - kg Skipverjar á Sólborgu RE-270 björguðu tveimur mönnum úr björgunarbát í gær: Björgunin minnti á æfingu LÍF Þyrla Landhelgisgæslunnar var ræst út þegar tilkynning um eldinn í Mávanesinu barst. Hennar gerðist þó ekki þörf. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.