Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Allt sem þú þarft... ...alla daga Fréttablaðið er með 116% meiri lestur en Morgunblaðið. 33,47% 72,34% Fr ét ta bl að ið M or gu nb la ði ð Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í maí–júlí 2008. Sími: 512 5000 MIÐVIKUDAGUR 22. október 2008 — 289. tölublað — 8. árgangur VEÐRIÐ Í DAG SVEINBJÖRG ÞÓRHALLSDÓTTR Naut lífsins með sínum nánustu í Frakklandi • ferðir • heimili • bílar Í MIÐJU BLAÐSINS Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 Sveinbjörg Þórhallsdóttir, dans- ari og danshöfundur hjá Panic Productions, naut lífsins með fjöl- skyldu og vinum í Suður Flandi í húsaþyrpingar, skoðuðum gaml- an kastala og örkuðum um þröngar götur þ mat og drykk og gb Fríin gerast varla betri Sveinbjörg Þórhallsdóttir dvaldi í Mougins í Suður-Frakklandi í sumar. Hún heimsótti Cannes, Nice og St. Paul de Vence og átti góðar stundir í faðmi fjölskyldu og vina. Sveinbjörg naut lífsins með fjölskyldu og vinum í Suður-Frakklandi. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA BARNALEIKFÖNG eru oft á víð og dreif um stofuna og önnur rými heimilisins þar sem lítil kríli búa. Sniðugt er að koma upp barna- krók í stofunni, jafnvel með skilrúmum svo hann verði svolítið eins og dúkkuhús og þar geta börnin verið með leikföngin sín vilji þau njóta nálægðar foreldra sinna á meðan þau leika sér. Ofsi kemur út Saga Einars Kárasonar sem kemur út í dag fjallar um aðdraganda Flugumýr- arbrennunnar, sem átti sér stað aðfaranótt 22. október árið 1253. TÍMAMÓT 14 JÓLAHLAÐBORÐ Gómsætar veitingar, skemmtanir og böll Sérblað um jólahlaðborð FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG jólahlaðborðMIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008 Soho Catering býður upp á tapasveislu í heimahús og fyrirtæki.SÍÐA 2 BJÖRN JÖRUNDUR FRIÐBJÖRNSSON Ný dönsk í fangelsi Fengu hjálp fanga í kvennafangelsinu FÓLK 22 Gáfu lag í auglýsingu Jónsi og félagar í Sigur Rós gáfu lag sitt í auglýsingu þar sem hvatt er til samstöðu þjóðarinnar. FÓLK 22 FÓLK „Ég samdi ljóðið í desember í fyrra. Þá var þetta slæmt en mig grunaði aldrei að þetta gæti orðið svona vont,“ segir Halldóra Ársæls- dóttir menntaskóla- nemi. Halldóra sigraði í ljóða- slammkeppni í Borgarbókasafninu í vor með ljóðinu Verðbréfadrengur- inn. Það fjallar um verðbréfasala sem fer illa út úr fjármálakreppu, missir vinnuna og Hummer-bíl sinn svo fátt eitt sé nefnt. Halldóra var fimmtán ára þegar hún samdi ljóðið. Ungskáld- ið segir þó að allt krepputalið hafi lítil áhrif á sig og skólaafélagana í MR. „Það er kannski helst að maður geti ekki keypt sér nýjar buxur.“ - fgg / sjá síðu 18 Halldóra Ársælsdóttir: Ungskáld sá hrunið fyrir HALLDÓRA ÁRSÆLSDÓTTIR DÝRAHALD „Ég man ekki eftir öðrum eins kattaáhuga eins og þetta haustið, það er greinilegt að fólk sækir í að fá sér dýr,“ segir Sigríður Heiðberg, formaður Katta- vinafélags Íslands og forstöðumaður í Katt- holti. Í síðustu viku fengu þrettán Kattholts- kettir ný heimili. Það er óvenjumikill fjöldi nýrra heimila á einni viku. Kettirnir ætt- leiddu voru á öllum aldri, allt frá kettling- um til stálpaðra fresskatta. Sigríður segir að alltaf sé mikið að gera í kattabransanum á haustin. Hins vegar slái þetta haust öll met. „Nú þegar fólki líður illa finnur það hvað er gott að hafa dýrin hjá sér. Dýrin gefa okkur svo mikið. Við þurfum á þeim að halda, rétt eins og þau á okkur. “ Sigríður finnur ekki fyrir nokkrum sam- drætti í starfsemi Kattholts. Lífið gangi sinn vanagang meðal heimilisdýranna sem aldrei eru undir áttatíu talsins. Þeirra á meðal eru nokkrir kettir sem staldrað hafa lengi við í Kattholti. „Ég reyni eftir besta móti að komast hjá því að svæfa kettina, enda er ég alveg á móti svæfingum. Við eigum frekar að stemma stigu við offjölgun dýranna heldur en að lóga þeim. Við eigum að taka ábyrgð á dýrunum okkar.“ holmfridur@frettabladid.is Forstöðumaður í Kattholti man ekki annan eins kattaáhuga og í haust: Kettirnir rjúka út úr Kattholti SKÚRIR EÐA ÉL Í dag verða suð- austan og austan 5-10 m/s hvassast á Vestfjörðum. Rigning eða slydda sunnan til og vestan, skúrir eða él á Vestfjörðum og sumstaðar nyrðra. Hiti 1-5 stig en vægt frost NA-til. VEÐUR 4 1 -2 -1 13 EFNAHAGSMÁL Bankar og fjármála- fyrirtæki, sem Seðlabanki krafði í gær um tryggari veð fyrir endur- hverfum viðskiptum upp á tugi milljarða króna, hafa fengið viku- frest til að útvega veðin eða losa um eignir. Þetta var ákveðið eftir stíf fundahöld forsvarsmanna bankanna, ráðherra í ríkisstjórn og Seðlabankans í gær. Icebank, eða Sparisjóðabankinn, þarf að útvega tryggingar fyrir um 60 milljörðum. Saga Capital og Straumur hafa þegar lagt fram við- bótarveð, en veðkall Seðlabankans kemur mjög mismunandi við fjár- málafyrirtækin. „Ef Seðlabankinn væri venju- legt fyrirtæki eða banki stæði hann nú hugsanlega frammi fyrir tækni- legu gjaldþroti. Komi til umtals- verðs eignatjóns bankans kemur í hlut ríkissjóðs að leggja honum til nýtt fé svo að hann verði starf- hæfur,“ segir Ólafur Ísleifsson, lektor í hagfræði, en Seðlabankinn sér nú fram á mögulegt útlánatap upp á 300 til 350 milljarða króna vegna hruns íslenskra fjármála- stofnana. Seðlabankinn segir í yfir- lýsingu að hann hafi eins og aðrir slíkir bankar leitast, með fyrir- greiðslu sinni, við að auðvelda starfsemi innlendra fjármálafyrir- tækja í fjármálakreppunni. „Seðla- bankinn fylgdi í því efni fordæmi annarra seðlabanka og jók fyrir- greiðslu sína og þar með áhættu. Hann gekk þó ekki jafn langt og þeir seðlabankar sem lengst gengu,“ segir í yfirlýsingunni. Seðlabankinn segir ekki enn ljóst hvert endanlegt tjón verður. Ólaf- ur Ísleifsson bendir á að í þjóðnýt- ingu Glitnis hafi Seðlabankinn talið rétt að hafna viðurkenndum veðum langt umfram lánsfjárhæð. „Hið gagnstæða hefur nú gerst þegar teknar hafa verið ófullnægjandi bankatryggingar sem veð fyrir lánum til bankastofnana fremur en tryggingar í eignum bankanna,“ segir hann og bætir við að mjög brýnt sé að koma skikki á málin með atbeina Alþjóðagjaldeyris- sjóðsins. - bih / sjá Markaðinn Sjö dagar til að útvega veð Fjármálafyrirtæki fengu vikufrest í gær til að láta Seðlabanka í té frekari tryggingar fyrir endurhverfum viðskiptum. Ríkissjóður þarf hugsanlega að leggja Seðlabanka til nýtt fé svo hann verði starfhæfur. MENNING Gunnar Theodór Eggertsson hlaut í gær Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir sögu sína Steindýrin. Gunnar Theodór er bókmenntafræðingur og kvikmyndafræðingur að mennt. Steindýrin eru hans fyrsta bók en hugmyndin kviknaði þegar hann vann við að segja börnum sögur og ævintýri í frístunda- heimilinu Hlíðaskjóli í Reykja- vík en verðlaunaafhendingin fór einmitt fram í Hlíðaskóla. Í umsögn dómnefndar segir að Steindýrin sé „hörkuspennandi og frumleg ævintýrasaga sem sæki efnivið sinn í þjóðsögur og ævintýri en er þó engu lík“. Gunnar Theodór hlýtur að launum 400 þúsund krónur og viðurkenningarskjal en Vaka- Helgafell gefur bókina út. - bs Íslensku barnabókaverðlaunin: Nýliði hreppti hnossið í ár HÖFUNDURINN MEÐ LESENDUM SÍNUM Verðlaunin voru afhent í Hlíða- skóla í gær en hugmyndin að bókinni kviknaði þegar Gunnar Theodór samdi sögur fyrir krakkana í frístundaheimil- inu Hlíðaskjóli. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA SIGRÍÐUR HEIÐBERG Markaveisla Það voru skoruð 36 mörk í 8 leikj- um í Meistara- deildinni í gær. Ensku liðin unnu góða sigra. ÍÞRÓTTIR 17

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.