Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 6
6 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Nú þarf að nálgast hlutina eftir nýjum leiðum. Kristinn Magnússon þurfti að komast til Akureyr- ar um síðustu helgi og aftur til baka. Hann hefði getað farið með rútu (12.600 kr. báðar leiðir) eða flogið (9.980 kr. báðar leiðir á allra ódýrasta nettilboði) en ákvað frekar að prófa fyrirbærið Samferða.net sem hefur verið við lýði í nokkur misseri. „Ég hafði vitað af þessari síðu í nokkurn tíma en aldrei nýtt mér hana,“ skrifar Kristinn. „Svo kíkti ég inn á hana snemma í vikunni og sá að það var einn að auglýsa eftir farþega á minni leið. Rosa fínt! Við mæltum okkur mót, hittumst og keyrðum norður með spenning í maganum fyrir ævintýrum komandi helgar. Ég borgaði ökumann- inum 2.500 kr., sem mér þótti sanngjarnt. Við vorum þrjú í bílnum sem eyddi rúmum 8,5 l/100km + göng = ca 6000 og smá fyrir ómakið, dekkjaslit og annað sem hægt er að tiltaka. Allt heppnaðist þetta svo vel að við ákváðum að leiða saman hesta okkar aftur á sunnudeginum og er sömu sögu að segja frá því, allt gekk eins og í sögu. Það sem sló mig mest er að þar sem sameigin- legt ferðalag okkar þriggja endaði á bensínstöð í borgarjaðrinum þá þurfti ég að splæsa í leigubíl frá Olís við Norðlingabraut og í Lundahverfið í Garðabænum, nákvæmlega 9,72 km samkvæmt map24.is. Fyrir þetta borgaði ég 2.880 kr. og sveið það alveg rosalega. Það má segja að síðustu kílómetrarnir af alls 780 sem ég ferðaðist um helgina hafi sett þetta ferðalag mitt í uppnám fjárhagslega.“ Neytandinn: Kristinn fór til Akureyrar Samferða í ferðalagið ÞAÐ ER FALLEGT Á AKUREYRI Og ekki ónýtt að komast þangað fyrir 5.000 kall. DÓMSMÁL Reykvískur karlmaður á fertugsaldri hefur verið ákærður af ríkissaksóknara fyrir að hóta fimm manns lífláti. Atvikið átti sér stað á veitinga- staðnum Café Amsterdam. Manninum er gefið að sök að hafa ógnað tveimur mönnum með vasahníf og ítrekað hótað þeim lífláti. Einnig að hafa meðal annars hótað að sækja haglabyssu og skjóta þá með henni. Þá er maðurinn ákærður fyrir vopnalagabrot með því að hafa borið bitvopn á almannafæri. Loks fyrir brot gegn valdstjórn- inni með því að hafa hótað þremur lögreglumönnum sem þar voru að skyldustörfum, lífláti. - jss Karlmaður ákærður: Hótaði fimm manns lífláti SKÁK Viswanathan Anand er á góðri leið með að halda heims- meistaratitli sínum í skák þó að einvígið um titilinn sé aðeins hálfnað. Hann vann sjöttu skákina í gær og hefur unnið helming skákanna. Hann er því með fjóra og hálfan vinning gegn einum og hálfum vinningi Vladimírs Kramnik. Anand var með hvítt í gær og upp kom Nimzo-indversk vörn. Kramnik gaf peð strax í 18. leik en fékk ekki nægar bætur fyrir. Kramnik fórnaði öðru peði til að blíðka goðin en allt kom fyrir ekki og gafst hann upp í 47. leik. - pal Heimsmeistaraeinvígið í skák: Anand vinnur enn einu sinni EFNAHAGSMÁL „Þessi mikla aukning nýskráðra einstaklinga sem eru í alvarlegum vanskilum er vissulega áhyggjuefni, ekki síst í ljósi þess að svona mál taka alltaf dágóðan tíma að berast inn. Það má því fast- lega búast við því að þessum tilfell- um fjölgi mikið á næstu mánuð- um,“ segir Ómar Berg Torfason, greiningarsérfræðingur hjá Cred- itinfo Iceland, sem heldur utan um skráningar á vanskilaskrá. Fyrir- tækið hefur lokið við skýrslu um stöðu almennings og fyrirtækja í ljósi núverandi aðstæðna á íslensk- um fjármálamarkaði, þar sem meðal annars kemur fram að það sem af er árinu 2008 hefur nýskráð- um einstaklingum á vanskilaskrá fjölgað um ríflega þrjátíu prósent frá árinu 2007. Á síðasta ári bættust að meðal- tali 279 einstaklingar á mánuði á vanskilaskrá. Á fyrstu níu mánuð- um þessa árs hefur meðaltalið hækkað upp í 368 einstaklinga á mánuði. Að sögn Ómars hefur þessi þróun verið ótrúlega hröð. „Það er mjög erfitt ráða í áframhald þess- ara mála í núverandi ástandi, og varla að maður þori að gefa út spá- dóma. En ég er hræddur um að vöxturinn verði mjög ör á næst- unni. Reynsla síðustu ára segir okkur að ef áhrifaríkar aðgerðir í samfélaginu verða til þess að lækka greiðslubyrði einstaklinga umtalsvert getur fækkun einstakl- inga á vanskilaskrá orðið mjög hröð,“ segir Ómar, og nefnir sem dæmi að ríkið geti komið einstakl- ingum til aðstoðar með ýmsum til- slökunum á greiðslum opinberra gjalda, fasteignagjalda, námslána, meðlagsgreiðslna og fleiru. „En það er auðvitað ekki vitað hvað ráðamenn hafa í huga í þessum efnum,“ bætir hann við. Í skýrslunni kemur einnig fram að af þeim 805 einstaklingum sem orðið hafa gjaldþrota á síðustu fjórum árum eru 640 karlkyns. Þá eru einstæðir feður fjölmenn- asti hópur einstaklinga í vanskil- um. Flest fyrirtæki á vanskilaskrá eru í atvinnuflokknum heild- og smásöluverslun, en næst á eftir fylgja fyrirtæki í byggingarstarf- semi og mannvirkjagerð og loks fyrirtæki í fasteignaviðskiptum. Skýrslunni var dreift til allra alþingismanna og nokkurra ráðu- neyta. Að sögn Ómars mun Creditinfo Iceland halda áfram greiningar- vinnu á næstu mánuðum, meðal annars í samvinnu við félagsmála- ráðuneytið, í þeirri von að tryggja að ráðamenn séu vel upplýstir um stöðu mála. kjartan@frettabladid.is Fjölgar ört á vanskilaskrá Skýrsla um stöðu einstaklinga og fyrirtækja í ljósi aðstæðna á fjármálamarkaði sýnir mikla fjölgun nýrra einstaklinga í alvarlegum vanskilum. Greiningarsérfræðingur segir tölurnar mikið áhyggjuefni í ljósi þess að slík mál taki sinn tíma í kerfinu. Líkur séu því á mikilli aukningu á vanskilaskrá á næstu vikum. MIKIL AUKNING Á síðasta ári bættust að meðaltali 279 einstaklingar á vanskilaskrá. Meðaltalið það sem af er árinu er 368 á mán- uði, sem er ríflega þrjátíu prósenta aukning. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Kólerufaraldur Ellefu manns hafa orðið kólerufaraldri að bráð í Chinhoi, litlum bæ skammt frá Harare, höfuðborg Simbabve. Að minnsta kosti 500 manns hafa fengið læknisaðstoð. Faraldurinn er sagður stafa af ónýtum skolpræsum og efna- hagsvanda landsins. SIMBABVE SVISS, AP Stóri rafeindahraðallinn í CERN-rannsóknastöðinni í Sviss var settur í gang öðru sinni í gær með pomp og prakt. Alvarleg bilun varð skömmu eftir að hann var ræstur í fyrsta sinn í síðasta mánuði, en vísinda- menn létu það ekki á sig fá og hófust þegar handa við að lagfæra bilunina. Ráðamenn frá ýmsum löndum og vísindamenn komu saman við hátíðlega athöfn í gær, og hlýddu meðal annars á hundrað manna kór frá Wales syngja í tilefni gangsetningarinnar. Vonast er til að hraðallinn veiti ómetanlegar upplýsingar um hegðun öreinda og upphaf heimsins. - gb Rafeindahraðallinn í Sviss: Aftur í gang RÁÐAMENN MÆTTIR Forseti Sviss og forsætisráðherra Frakklands í hópi gesta við athöfnina. NORDICPHOTOS/AFP Vilt þú að Bretar sjái um loft- rýmiseftirlit við Ísland? Já 12,3% Nei 87,7% SPURNING DAGSINS Í DAG: Sækir þú sjósund? Segðu skoðun þína á visir.is FJÁRMÁL Borgun, aðalleyfishafi Mastercard hér á landi, hefur leið- rétt kortagengi hjá þeim sem not- uðu kort sín erlendis hinn 7. októb- er, um fimm prósent. Með því mun gengi Borgunar og Valitors þá dag- ana vera svipað. Haukur Oddsson, forstjóri Borg- unar, og Höskuldur Ólafsson, for- stjóri Valitors, segja að gert hafi verið upp í íslenskum krónum við erlendu greiðslumiðlunarkerfin, sem síðan hafi keypt íslensku krón- una á markaði. Gert sé upp daglega og því hafi verið erfitt að leiðrétta þessar færslur. „Við fórum í að athuga hvað hægt væri að gera,“ segir Höskuldur. Athugað var hvort hægt væri að breyta gengisskráningu afturvirkt vegna 7. og 8. október, en búið var að gera þau viðskipti upp. „Við tókum á okkur um fimm pró- sent,“ segir Haukur. „Sem er nokk- uð högg fyrir lítið fyrirtæki eins og okkur.“ Bæði fyrirtækin eru hætt að greiða erlendu greiðslumiðlunar- kerfunum í íslenskum krónum. Samið hefur verið við Seðlabanka Íslands þannig að Valitor gerir upp í dollar en Borgun í evrum. - ss Kortagengi kreditkortanna vegna viðskipta erlendis 7. til 8. október: Borgun leiðréttir um fimm prósent MÖRKUÐUM FYLGT Kortafyrirtækin segj- ast eiga óhægt um vik með að breyta gengisskráningu afturvirkt. Kreppa frystir slökkviliðsbíla Ekkert verður að sinni af fyrirhug- uðum kaupum Slökkviliðs höfuð- borgarsvæðisins á fjórum nýjum slökkviliðsbílum. Af því er kemur fram í fundargerð stjórnar slökkviliðsins er þessi ákvðrðun tekin „með tilliti til þeirrar stöðu sem er komin upp“. ÖRYGGISMÁL KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.