Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 33

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 33
H A U S MARKAÐURINN 5MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2008 F R É T T A S K Ý R I N G amtíð Björk Guðmundsdóttir hafði í nógu að snúast um helgina. Á laugardag hélt hún erindi á Hugsprettu en daginn eftir stóð hún fyrir vinnufundi ásamt sér- fræðingum þar sem rætt var um nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnuþróun á Íslandi án stóriðju. Að fundinum stóðu Háskólinn í Reykjavík, Klak og Fræ, stofn- un innan HR um almannaheill. Um 80 manns sóttu fundinn. Eyþór Ívar Jónsson, fram- kvæmdastjóri Klaks, segir stefnt að því að Hugsprettan og vinnustofa sérfræðinganna renni saman í einn farveg á sam- eiginlegum vettvangi. Hann segir málið í þróun. Í framhaldinu muni verða búin til nokkur verkefni sem MBA- nemar við Háskólann í Reykja- vík vinni frekar. Í kjölfarið fari verkefnin til Klaks þar sem nem- arnir þrói það áfram og finni fjárfesta að því. Hann segir alla þá sem komið hafi að verkefnunum um helgina vilja halda þeim áfram. „Það er frumlegur kraftur í þjóðfélag- inu,“ segir hann. REIFAÐI HUGMYNDIR Söngkonan Björk Guðmundsdóttir ræddi um helgina við sér- fræðinga og leikmenn um nýsköpun og fjölbreytileika í samfélags- og atvinnusköpun til að leggja grunn að framtíðaruppbyggingu landsins. MARKAÐURINN/STEFÁN Nýr grunnur Íslands FRÆ VERÐA TÆKIFÆRI Forsvarsmenn Hugsprettu telja að um 250 manns úr ýmsum greinum háskólakimans hafi setið fyrirlestra fyrri hluta ráð- stefnunnar og hlýtt á Ólaf Ragn- ar Grímsson, forseta Íslands, Björk Guðmundsdóttur söng- konu, Magnús Scheving, stofn- anda Latabæjar og Íþróttaálf, Guðjón Má Guðjónsson, rað- frumkvöðul sem stofnaði hug- búnaðarfyrirtækið Oz á sínum tíma, og fleiri. Guðjón gagnrýndi vaxtarhug stórfyrirtækja síðustu ár og tók Björk sem dæmi. Vissulega gætu fyrirtæki eflst með vexti. En varla dytti Björk í hug að kaupa bresku hljómsveitina Radiohead næst þegar hún stefndi að því að gera plötu. Í gagnrýninni fólst svo sem að fyrirtæki líta gjarn- an yfirtöku á keppinautum sem nýsköpun. Með því móti sneiði þau gjarnan hjá því að þurfa að hugsa heldur taki þau yfir fyr- irtæki, sem sjái um slíkt. Ný- sköpun Bjarkar liggi hins vegar hjá henni sjálfri. Hún gæti ekki keypt sér forskot. Að erindum loknum gafst þátt- takendum kostur á að setjast í fjölmarga vinnuhópa þar sem nýjar og ferskar hugmyndir um gjaldeyrisskapandi atvinnu voru ræddar í þaula. Fólk úr listageir- anum settist þar niður með verk- fræðifólki og öðrum úr skyld- um og ótengdum greinum undir handleiðslu kennara og nemenda úr háskólunum sem aðild áttu að verkefninu. Þar suðu hóparn- ir saman nýjungar sem rötuðu á hugmyndavegg Hugsprettu að verkinu loknu. Ætla má að hundrað manns hafi tekið þátt í vinnuhópunum. Stefnt er að því að sumar af hugmyndunum verði unnið áfram með á öðrum vettvangi og er verið að móta hann nú um stundir. M YN D /H A G Glæsilegt jólahlaðborð hefst föstud. 21. nóv. Munið að panta í síma 511 3350 Foréttar þrenna Grafi n gæs með hindberja-vinegar Fashani með epla-compoti Heitreykt önd með bláberja-sósu Milliréttur Villigæsasúpa Aðalréttur Hreindýrasteik með sykurhúðuðum kartöfl um, Waldorf salati og villisósu Eftirréttur Logandi Créme Bruée Verð -6.900 Kr.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.