Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 46
22 22. október 2008 MIÐVIKUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. hvetja, 6. skammstöfun, 8. bók, 9. sódi, 11. tveir eins, 12. vínblanda, 14. einkennis, 16. pípa, 17. klæði, 18. niður, 20. grískur bókstafur, 21. nabbi. LÓÐRÉTT 1. bein, 3. tveir eins, 4. hrörnun, 5. sigað, 7. holdlaus, 10. soðningur, 13. útdeildi, 15. aðskilja, 16. egna, 19. tveir eins. LAUSN LÁRÉTT: 2. örva, 6. eh, 8. rit, 9. gos, 11. tt, 12. grogg, 14. aðals, 16. æð, 17. föt, 18. suð, 20. pí, 21. arða. LÓÐRÉTT: 1. legg, 3. rr, 4. vitglöp, 5. att, 7. horaður, 10. soð, 13. gaf, 15. stía, 16. æsa, 19. ðð. „Við leitum fanga víða,“ segir Björn Jörundur tónlistarmaður. Hljómsveitin Ný dönsk hefur leit- að til fanga í Kvennafangelsinu í Kópavogi með að fullgera boðs- miða á útgáfutónleika þeirra sem verða á Nasa á laugardagskvöld- ið. Á nýrri plötu hljómsveitarinnar Ný dönsk, Turninum, getur að líta mann sem er ekki til. Um er að ræða samsetta mynd þar sem stuðst er við andlitsdrætti hljóm- sveitarmeðlima. Í framhaldi af því var ákveðið að aðgöngumiðar á útgáfutónleika hljómsveitarinn- ar, sem verður á Nasa um næstu helgi, yrðu í formi grímu af þess- um manni. „Menn geta farið í Skíf- una og náð sér í grímu sér að kostnaðarlausu sem svo gildir sem miði á tónleikana,“ segir Björn Jörundur. Og nefnir að hann hafi svo sem ekkert á móti því að menn festi sér diskinn í leiðinni en það sé þó mönnum í sjálfsvald sett. En hvað kemur þetta allt kvennafang- elsinu í Kópavogi við? „Konur ilma og allt það. Svo er lag á Turninum sem heitir „Taktu mig fastan“ og annað sem heitir „Lykillinn“ sem fjallar um að vera læstur úti. Allt tengist þetta á einn eða annan veg,“ segir Jón Ólafs- son sem upplýsir að fangar í Kópa- vogi gegni því hlutverki að föndra við grímurnar, handfjatla þær, en á grímurnar þarf til að mynda að setja teygjur. En kvenfangarnir komast væntanlega ekki á Nasa á laugardaginn? Jón segir hljóm- sveitina nú vera að athuga með það hvort ekki fáist dagsleyfi fyrir þessa nýjustu vini Ný-danskra. Nýleg dæmi sýni að það séu ýmsar glufur í kerfinu. „En... jahh, við gáfum þeim í það minnsta diskinn. Þær geta hlustað á hann. Svo fá þær náttúrlega borgað fyrir þetta. Kvennafangelsið tekur að sér svona verkefni,“ segir Jón. Og Björn Jörundur bætir því við að þeir hafi ekki fengið að hitta fang- ana heldur afhendu grímurnar umboðsmanni fanganna. „Þetta er nú ekki flókið verk. Fangar taka að sér allt mögulegt. Pakka inn auglýsingadóti og ýmsum litlum verkum,“ segir Jóhanna Dagbjartsdóttir sem starfar við Kvennafangelsið og tók við grímunum til frekari vinnslu. Hún segist ekki hafa hug- mynd um hvort hljómsveitin Ný dönsk sé í dálæti meðal fanga umfram aðra tónlistarmenn. „Halda ekki allir upp á Ný dönsk? Það er örugglega það sama hér og annars staðar.“ jakob@frettabladid.is JÓN ÓLAFSSON: UNNIÐ AÐ ÞVÍ AÐ FÁ DAGSLEYFI Á TÓNLEIKANA Ný dönsk í kvennafangelsi TIL FUNDAR VIÐ KVENFANGA Í KÓPAVOGI Björn Jörundur, Jón Ólafs og Daníel Ágúst fyrir utan Kvennafangelsið í Kópavogi þangað sem þeir fóru með grímur sínar til frekari vinnslu. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Bubbi Morthens er ekki af baki dottinn sem betur fer og í miklum ham þessa dagana. Hann er búinn að bóka Laugardalshöllina laugar- daginn 15. nóvember til að halda heljarinnar samstöðu- og baráttu- tónleika. Bubbi safnar nú saman hópi tónlistarmanna til að koma fram og hafa margir af vinsæl- ustu listamönnum þjóðarinnar þegar þekkst boðið og ætla og blása dug og krafti í landsmenn. Ókeypis verður inn á tónleikana og allir koma fram í sjálfboða- vinnu. Kóngurinn ætlar að auki að halda nokkra hausttónleika úti á landi á næstunni. Hann byrjar í Duushúsi í Keflavík næsta föstu- dag og spilar svo í Bæjarbíói Hafnarfirði á laugardaginn. Stefn- an er svo sett á að spila á fleiri stöðum úti á landsbyggðinni á næstu vikum. - drg Bubbi leigir Laugardalshöll Glöggir sjónvarpsáhorfendur tóku eftir því að Kastljós Ríkissjónvarpsins hafði verið klætt í nýjan búning á mánudag. Þórhallur Gunnarsson og aðrir hæstráðendur í Efstaleiti virðast sníða sér stakk eftir vexti eins og nú er siður. Þannig útbjuggu smiðir RÚV nýja leikmynd Kastljóssins úr gömlum frétta- borðum og öðru sem hægt var að nýta, svo sem gömlum stólum sem klæddir voru upp á nýtt. Airwaves-hátíðinni var slitið á sunnudaginn í skuggga efnahags- vandræðanna. Var mál manna að Íslend- ingar hefðu nýtt sér tónlistarhá- tíðina til að dansa burt fjárhags- áhyggjur sínar. Þótt erlendar stórstjörnur hafi ekki látið sjá sig var afkomandi Bítilsins George Harrison, Dhani, þó meðal gesta. Hann var að sjálfsögðu með Sólveigu Káradóttur, dóttur Kára Stefánssonar, en þau hafa um árabil verið orðuð við hvort annað. Vel á þriðja hundrað lög bárust í undankeppni Eurovision hér á landi. Nú tekur við vinna valnefndar sem mun sitja sveitt við að hlusta á öll lögin og ákveða hvaða tuttugu fá að spreyta sig í fjórum undanþáttum. Að lokum fá sjónvarpsáhorfendur að velja íslenska Eurovision-lagið fyrir næstu keppni í risaþætti 21. febrúar. Tveir danskir blaðamenn, Morten Runge og Niels Holst, eru hér á landi og taka hús á ýmsum sem komu nálægt íslenska blaðaævintýr- inu í Danmörku – risi og falli Nyhedsavisen. Þar er efstur á blaði frum- kvöðullinn Gunnar Smári Egilsson sem ætlar að segja þeim undan og ofan af því hvernig allt þetta kom til. - fgg, drg, jbg FRÉTTIR AF FÓLKI ÁFRAM ÍSLAND! BERJAST! BERJAST! Bubbi blæs mönnum baráttuanda í brjóst í Höllinni í nóvember, rétt eins og hann gerði á Austurvelli á dögunum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN „Kreppan er jákvæð að því leyti að hún kallar á nýjar hugmynd- ir og opin tækifæri.“ Bryndís Jakobsdóttir tónlistarmaður. Hljómsveitin Sigur Rós gerði sér lítið fyrir og lét lag sitt Hoppípolla af hendi endurgjaldslaust í nýja sjónvarpsauglýsingu VR sem var frumsýnd fyrir skömmu. Að sögn Kristínar Sigurðardóttur, forstöðu- manns samskipta- og þróunarsviðs VR, skipti boðskapur auglýsingar- innar höfuðmáli í ákvörðun sveit- arinnar. „Þetta er stórkostlegt og sýnir hvað það er mikið varið í þá að leggja svona góðu málefni lið,“ segir Kristín. VR hefur á hverju ári gert eina stóra auglýsingu þar sem eitthvert eitt málefni er tekið fyrir og í ljósi aðstæðna í þjóðfélaginu var í þetta sinn lögð áhersla á samstöðu Íslendinga. „Við ákváðum að núna væri mikilvægt fyrir okkur að standa saman og horfa fram á veg- inn. Við trúum því að með því að styðja og styrkja hvert annað byggjum við saman nýja og bjarta framtíð,“ segir Kristín og bætir við að viðbrögðin hafi verið frábær. „Félagsmenn og aðrir landsmenn hafa verið að hringja og þakka fyrir. Þetta er greinilega að hitta í réttan farveg.“ Strax í upphafi var ákveðið að íslenskt lag yrði í auglýsingunni og í framhaldinu var leitað til Sigur Rósar, enda afar þjóðleg sveit ef þannig má að orði komast. Lítið þurfti til að sannfæra þá félaga, sem kemur á óvart miðað við það hversu tregir þeir hafa verið til að láta lögin sín af hendi í auglýsing- ar. „Ef við hefðum verið að fara í söluherferð hefði þetta aldrei gerst en þessi auglýsing fjallaði um gott málefni og að við eigum að styðja hvert annað. Þeir eru bara svona þenkjandi,“ segir Kristín um strák- ana í Sigur Rós. - fb Sigur Rós gaf lag í sjónvarpsauglýsingu KRAKKAR Í AUGLÝSINGU Krakkar leika stórt hlutverk í auglýsingu VR þar sem áhersla er lögð á samstöðu Íslendinga á erfiðum tímum. STYÐJA GOTT MÁLEFNI Strákarnir í Sigur Rós gáfu lag í auglýsingu VR þar sem lögð er áhersla á samstöðu Íslendinga. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Veljum íslenskt

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.