Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 36
SÍMA NÚM ER MARKAÐARINS: 512 5000, fax: 512 5301, rit stjorn@markadurinn.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Aug lýs ingadeild: auglys ing ar@markadurinn.is Veffang: visir.is B A N K A H Ó L F I Ð Lík hrannast nú upp í líkhúsum í Bretlandi, en fjármálakreppan þar í landi hefur gert að verkum að aðstandendum gengur illa að selja eignir úr dánarbúum til að greiða fyrir útför ættingja sinna. Hið opinbera veitir nærri 900 evra styrk til greftrunar, en seina- gangur og skriffinnska í breska ríkisbákninu gerir að verkum að greiðslur berast seint. Fjármálakreppan hefur orðið til þess að útfararþjónusta, sem reiðir sig á lánsfé til að fjár- magna daglegan rekstur, er mjög aðþrengd. Útfararstofur treysta sér því ekki lengur til að veita viðskiptavinum sínum lán fyrir greftrunarkostnaði, með þeim afleiðingum að dæmi eru um að lík bíði í tvo mánuði eftir greftr- un. Líkin hrannast upp í Bretlandi Kaupmenn þykjast merkja breytta hegðun landsmanna í matarinnkaupum sökum efna- hagslægðarinnar sem nú ríki. Á þessu vekur Bændablaðið athygli í forsíðufrétt þar sem rætt er við Pétur Allan Guðmundsson, kaupmann í Melabúðinni. Hann segir samdrátt í margvíslegri munaðarvöru, en kveðst þó ekki merkja að fólk sé almennt að færa sig frá innfluttum varn- ingi í innlendan „þó megi sjá mjög ákveðna sókn í hefðbund- inn íslenskan mat – heimilismatinn – eins og slátur, svið og súpu- kjötið“, hefur B æ n d a b l a ð i ð eftir Pétri. Hefðbundinn matur í sókn „Hrun íslenska hagkerfisins hefur verið ófögur sjón og hið versta er að breskir sparifjár- eigendur virðast hafa tapað á öllu saman,“ sagði nýverið í sunnudagsblaði The Times. Blaðið benti þó á að fátt væri svo með öllu illt að ekki boð- aði nokkuð gott og kvað Breta geta „endurheimt eitthvað af peningum sínum og það án þess að senda flotann á vettvang“. Lausnin er sögð frí á Íslandi, því hrun krónunnar þýði að ferða- menn fái hér allt á hálfvirði. Umfjöllun blaðsins er landinu vinsamleg og sérstaklega virðist blaðamaðurinn hrifinn af næt- urlífinu, sem hann segir „ólíklegt að hægist nokkuð þótt efnahags- líf landsins sé að hrynja“, enda séu „ v í k i n g a r harðari af sér en svo“. Fá peninginn án flotaaðstoðar 11 breskir háskólar áttu fé á reikningum íslenskra banka. Oxford-háskóli átti sýnu mest og horfir fram á allt að sex milljarða króna tap. Cambridge er í öðru sæti með tveggja milljarða tap. 1694 er árið sem horfa þarf aftur til í Bretlandi til að finna jafnlága innlánsvexti og við-skiptavinir breskra banka horfa nú fram á vegna þrenginga fjármálaheimsins. 20 milljónir starfa hverfa í heiminum gangi eftir nýjasta spá Alþjóðavinnumálastofnunarinnar. Samdrátturinn er rakinn til fjármálakrepp- unnar. 45.600 83.900 60. 112.700 Skútuvogi 6 104 Reykjavík Sími 510 4100 • www.danfoss.is Danfoss hf Danfoss stjórnbúnaður fyrir hitakerfi fæst í öllum helstu lagnaverslunum landsins Fyrir neysluvatns-, ofnhita-, gólfhita-, snjóbræðslukerfi, setlaugar og fl. Sérhannaðar fyrir íslenskar aðstæður. Áratuga reynsla stjórnbúnaðar við íslenskar hitaveituaðstæður. Við erum leiðandi í hönnun og framleiðslu á stjórnbúnaði og tengigrindum fyrir hitakerfi. Sími 510 4100 www.danfoss.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.