Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 41

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 41
MIÐVIKUDAGUR 22. október 2008 17 sport@frettabladid.is LEIKIR KVÖLDSINS A-riðill: Bordeaux-CFR Cluj Chelsea-Roma Stöð 2 Sport 3 B-riðill: Inter-Anorthosis Panathinaikos-Werder Bremen C-riðill: Shakhtar Donetsk-Sporting Basel-Barcelona Stöð 2 Sport 4 D-riðill: Atletico Madrid-Liverpool Stöð 2 Sport PSV-Marseille HANDBOLTI Viggó Sigurðsson lét þung ummæli falla um annan dómara leiks Fram og FH. Viggó hefur í kjölfarið sent frá sér stutta og skorinorða yfirlýsingu: „Ég harma að hafa rætt við blaðamann Morgunblaðsins um frammistöðu dómarana eftir leik Fram og FH í N1 deild karla. Með kveðju, Viggó Sigurðsson“. Ef mið er tekið af þessari yfirlýsingu virðist Viggó ekki harma ummælin sem slík enda dregur hann þau ekki til baka né biðst afsökunar á þeim. Hann harmar aftur á móti að hafa tjáð blaðamanni Morgunblaðsins hvað honum fannst um dómgæsluna. Einar Þorvarðarson, fram- kvæmdastjóri HSÍ, segist ekki ætla að skjóta ummælum Viggós inn á borð aganefndar þar sem þessi yfirlýsing hafi borist frá Viggó. Að öðrum kosti hefði hann gert það. - hbg Viggó Sigurðsson: Harmar að hafa rætt við Moggann VIGGÓ SIGURÐSSON Sleppur við aga- nefndina að þessu sinni. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen ferðaðist ekki með Barcelona til Sviss en þar mun Katalóníurisinn etja kappi á móti Basel í Meistara- deildinni í kvöld. Meiðslin sem hann hlaut í landsleiknum gegn Makedóníu í undankeppni HM 2010 eru enn að hrjá hann. Þá verður ekkert af endurkomu Fernando Torres á Vicente Cald- erón-leikvanginn þar sem hann er enn meiddur og í stað þess að ferð- ast með Liverpool til Spánar mun hann halda endurhæfingu sinni áfram á æfingasvæðinu í Mel- wood í Liverpool. Alla leiki kvöldsins í Meistara- deildinni má sjá hér að neðan. - óþ Átta leikir í Meistaradeild Evrópu í kvöld: Eiður enn meiddur VONBRIGÐI Eiður Smári var að spila vel með Barcelona áður enn hann meiddist gegn Makedóníu. NORDIC PHOTOS/GETTY Meistaradeild Evrópu E-riðill: Man. Utd-Celtic 3-0 1-0 Dimitar Berbatov (29.), 2-0 Dimitar Berbatov (51.), 3-0 Wayne Rooney (76.). Villarreal-AaB 6-3 0-1 Marek Sagnowski (19.), 1-1 Guiseppe Rossi (28.), 2-1 Joan Capdevila (33.), 2-2 Thomas Enevoldsen (36.), 3-2 Joseba Llorente (67.), 4-2 Joseba Llorente (70.), 4-3 Joan Capdevila, sjm (77.), 5-3 Robert Pires (79.), 6-3 Joseba Llorente (84.). F-riðill: Bayern München-Fiorentina 3-0 1-0 Miroslav Klose (4.), 2-0 Bastian Schwein- steiger (25.), 3-0 Jose da Silva Junior Ze Roberto (90.). Steaua-Lyon 3-5 1-0 Arthuro (8.), 2-0 Dorin Goian (11.), 2-1 Abdul Kader Keita (23.), 2-2 Karim Benzema (33.), 3-2 Ovidiu Petre (45.), 3-3 Fred (69.), 3-4 Karim Benzema (71.), 3-5 Fred (90.) G-riðill: Porto-Dynamo Kiev 0-1 0-1 Oleksandr Aliev (27.) Fenerbahçe-Arsenal 2-5 0-1 Emmanuel Adebayor (10.), 0-2 Theo Walcott (11.), 1-2 Mikael Silvestre, sjm (19.), 1-3 Abou Diaby (21.), 1-4 Alexandre Song (49.), 2-4 Daniel Guiza (78.), 2-5 Aaron Ramsey (90.). H-riðill: Zenit-Bate Borisov 1-1 0-1 Pavel Nehichil (52.), 1-1 Fatih Tekke (80.). Juventus-Real Madrid 2-1 1-0 Alessandro Del Piero (5.), 2-0 Carvalho Amauri (49.), 2-1 Ruud Van Nistelrooy (66.). Enska Coca-Cola deildin Coventry-Burnley 1-3 Aron Einar Gunnarsson var í byrjunarliði Coventry og Jóhannes Karl Guðjónsson hjá Burnley. Reading-Doncaster 2-1 Ívar Ingimarsson og Brynjar Gunnarsson voru í byrjunarliði Reading. ÚRSLIT Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6 bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Miðvikudagstilboð á völdum vörum frá Alla miðvikudaga... Sameiningarviðræður Ungmennafélagsins Fjölnis og Knattspyrnu- félagsins Fram hafa siglt í strand en vinnuhópur sem vann að samruna félaganna gaf út fréttatilkynningu þess efnis í gær. Ragnar Þórir Guðgeirsson, formaður Fjölnis, telur tvær ástæður einkum hafa ráðið úrslitum um að félögin hafi ekki náð saman. „Við funduðum fyrst með öllum deildum innan Fjölnis um forsendur og skilyrði sem við myndum vilja setja fyrir frekari viðræðum og eitt af því sem kom fljótlega í ljós var að við Fjölnis- menn vorum ekki tilbúnir til að vinna að samrunanum undir nafni Fram. Annað sem við höfðum áhyggjur af í þessum samein- ingarviðræðum var sú staðreynd að knatt- spyrnudeild okkar er mjög stór, með um 700 iðkendur, og á nú þegar í fullu fangi með að halda úti verkefnum við hæfi fyrir allan þann fjölda. Menn sáu því fram á vaxandi vanda hvað það varðar sem erfitt yrði að finna lausn á með mögulegri sameiningu,“ segir Ragnar Þórir. Kjartan Ragnarsson, varaformaður Fram, kvað Safamýrarmenn hafa farið inn í viðræðurnar með það að leiðarljósi að halda núverandi nafni félagsins. „Það er ekki hægt að leggja niður hundrað ára gamalt nafn. Það var alveg ljóst af okkar hálfu þegar Fjölnismenn komu að máli við okkur að forsenda fyrir sameiningunni væri sú að hið nýja félag myndi heita Fram eða þá væntanlega Ungmennafélagið Fram en það gekk ekki eftir,“ segir Kjartan. Kjartan vísaði á bug þeim sögusögnum að Fram væri það illa statt fjárhagslega að einhvers konar samruni væri nauðsynlegur til þess að bjarga félaginu. „Fram hefur sennilega aldrei staðið jafn vel fjárhagslega í háa herrans tíð. Aftur á móti standa rekstrarfélögin í kringum Meist- araflokkinn í fótbolta og handbolta ekki vel, en það er verið að vinna baki brotnu í þeim málum,“ segir Kjartan að lokum. FJÖLNIR OG FRAM: VINNUHÓPUR SEM VANN AÐ SAMRUNA FÉLAGANNA HEFUR VERIÐ LEYSTUR UPP Fram hefur aldrei staðið jafn vel fjárhagslega > Gummersbach enn og aftur til Íslands Íslendingaliðið Gummersbach er á leiðinni til Íslands þriðja árið í röð. Gummersbach dróst gegn Fram í EHF-bikarnum í gær en Gummersbach lék einnig gegn Fram í Evrópukeppni fyrir tveim árum og í fyrra mætti liðið Val. Róbert Gunnars- son er eini Íslendingurinn sem er eftir í herbúðum Gummersbach og hann getur vonandi leikið gegn sínum gömlu félögum núna en hann missti af viðureigninni hér heima fyrir tveim árum. Logi Geirsson, Vignir Svav- arsson og félagar í Lemgo mæta lettneska liðinu RV Riga í sömu keppni. FÓTBOLTI Húsvíkingurinn Hall- grímur Jónasson hefur hafnað fyrsta samningstilboði frá sænska félaginu GAIS. Það er engu að síður ekki enn útséð með hvort hann gangi í félagið enda eru samningaviðræður enn í gangi. Hallgrímur tjáði Fréttablaðinu að hann teldi GAIS fýsilegan kost fyrir sig og að sér hefði litist afar vel á allar aðstæður hjá félaginu. Fari svo að samningar náist ekki við sænska félagið hefur Hallgrímur aðra möguleika í stöðunni. Meðal annars hjá fleiri félögum á Norðurlöndum sem og hjá enska félaginu Nottingham Forest sem hefur verið að sýna honum áhuga. - hbg Hallgrímur hafnaði GAIS: Ræðir áfram við félagið HALLGRÍMUR JÓNASSON Húsvíkingurinn sterki hefur mörg járn í eldinum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI Evrópumeistarar Manchester United lentu ekki í neinum vandræðum gegn Celtic á Old Trafford í gær. Arsenal fór síðan á kostum gegn Fenerbahce í Tyrklandi. United og Villarreal svo gott sem komin áfram í sínum riðli og Arsenal einnig í fínum málum. Alls voru skoruð 36 mörk í 8 leikjum í gær sem er metjöfnun í Meistaradeildinni. Metið hefur staðið síðan 13. september árið 2000 þegar einnig voru skoruð 36 mörk í 8 leikjum. Það voru Dimitar Berbatov og Wayne Rooney sem sáu um að afgreiða Celtic í gær. Berbatov fyrst með tveim mörkum og Roon- ey skoraði svo enn og aftur með góðu skoti. Berbatov sífellt að komast betur inn í leik United og farinn að greiða til baka eftir að hafa verið keyptir fyrir metfé frá Tottenham. „Þetta var mjög fínn leikur hjá okkur og við klárlega á uppleið. Boltinn flaut vel og mikil hreyfing á leikmönnum. Fyrri hálfleikur var fínn en við réðum lögum og lofum í þeim síðari. Ég get ekki kvartað,“ sagði Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, eftir leikinn. Bæði mörk Berbatov í leiknum voru líklega ólögleg en hann virk- aði grunsamlega rangstæður í bæði skiptin. „Það er ekki mitt að flagga. Ef dómarinn flaggar ekki þá er það mark. Annars er alltaf frábært að skora,“ sagði Berbat- ov. Man. Utd og Villarreal eru efst í riðlinum með sjö stig og nánast komin áfram enda hin liðin með aðeins fjögur stig. Í F-riðli er Bay- ern á toppnum með sjö stig eftir sterkan sigur í gær. Ótrúlegur sigur Lyon kom þeim í annað sætið með fimm stig en Fiorentina hefur tvö í þriðja sæti. Steaua situr á botninum með aðeins eitt stig. Juventus skaust á topp H-riðils með sjö stig eftir sigurinn á Real Madrid en Madrid er engu að síður í öðru sæti með sex stig. Valsbanarnir í BATE Borisov eru í þriðja sæti með tvö stig en Zenit hefur aðeins eitt stig og frammistaða liðsins valdið mikl- um vonbrigðum. Arsenal er í topp- málum í G-riðli. Situr á toppnum með sjö stig en Dynamo Kiev kemur næst með fimm stig. Porto hefur þrjú stig í þriðja sæti en Fenerbahce er neðst með aðeins eitt stig eftir þrjá leiki. henry@frettabladid.is Berbatov borgar til baka Dimitar Berbatov skoraði tvö mörk í öruggum sigri Man. Utd á Celtic og Arsen- al fór á kostum í Tyrklandi. Það var boðið upp á markaveislu í Meistaradeild- inni í gær en alls voru skoruð 36 mörk í 8 leikjum. Það gera 4,5 mörk í leik. ALLUR AÐ KOMA TIL Dimitar Berbatov finnur sig sífellt betur í búningi United og skoraði tvívegis í gær. NORDIC PHOTOS/GETTY IMAGES

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.