Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 22.10.2008, Blaðsíða 48
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Þórhildar Elínar Elínardóttur Samkvæmt sálfræðinni eru við-brögð við skyndilegu andlegu áfalli eða sálarkreppu æði sam mannleg og hafa verið greind í nokkur stig. Höggdofi strax eftir ótíðindin, afneitun eða martrað- arkenndir. Þegar sannleikurinn síast inn taka við innri átök og miklar tilfinningasveiflur með alls kyns líkamlegum einkennum. Í fyllingu tímans og með ýmsum frávikum og útúrdúrum mjakast sálin aftur í skorður og lagar sig að breyttum aðstæðum. Svona í stuttu máli. Afsakið yfirlætið. Á MEÐAN allir voru enn roggn- ir yfir undrum íslenskrar útrásar vorum við stoltir afkomendur víkinga sem létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna. Eftir fyrsta kjaftshögg kreppunnar er orðið ljóst að við vorum því miður bara aumir kóarar. Með stöku undan- tekningum erum við ennþá dreifð um miðbik hins sálfræðilega áfallakvarða þar sem allskyns til- finningar gera vart við sig. Skúrk- unum fjölgar dag frá degi og telj- ast nú til slíkra ekki bara þeir sem komu okkur í þessa klípu heldur líka þau sem trúðu að sviðsmyndin væri alvöru lands- lag. Á EINNI nóttu breyttist Range Rover úr sönnun velgengni í tákn steigurlætis og glæstar sumar- hallir urðu sem brennimark á enni eigendanna. Alls kyns fólk fann sig knúið til að tíunda jafn- vel opinberlega eignaleysi sitt og eldgamla árgerð heimilisbílsins. Íslenskar hefðir hófust til vegs og virðingar á ný eins og hendi væri veifað, skyndilega varð virkilega töff að taka slátur og helst leggja í súr. Núorðið má meira að segja tala um íslenska fánann sem sam- einingartákn án þess að nokkur nefni þjóðernishyggju eða fas- isma einu orði. FRAMHALDINU á viðtöku þessarar fúlu kreppu getum við ráðið sjálf að sumu leyti því vissu- lega fylgja henni fleiri kostir en útbreidd kunnátta í sláturgerð. Til dæmis hefur verið bent á að dásemdir heimilisins felist í fleiru en mínimalískri hönnun og ódýr dægradvöl geti verið skemmtileg. Sá kraftur sem leys- ist úr læðingi þarf ekki að fara forgörðum í sameiginlegu hatri á meintum ódæðismönnum, heldur er hægt að nýta okkur öllum til framdráttar. Helmingur þjóðar- innar, sá hluti sem byrjar á kven-, hefur verið vannýtt auðlind. Nú er lag að stokka spilin upp á nýtt, það var nefnilega vitlaust gefið. Að sigra heiminn Í dag er miðvikudagurinn 22. október, 296. dagur ársins. 8.40 13.12 17.43 8.32 12.57 17.20 Það er nóg að gera um alla borg NÝTTU VETRARFRÍIÐ VEL! Ekki sitja auðum höndum og láta þér leiðast. Drífðu þig út og nýttu tímann vel! HVERNIG VÆRI AÐ: Fara á Ylströndina? Skreppa á bókasafn? Ganga um í Heiðmörk? Fara á línuskauta í Nauthólsvík? Leika sér með fjölskyldunni í sundlaugunum? Skauta í skautahöllunum? Ferðast með strætó? Á morgun, fimmtudag og föstudag verður vetrarfrí í nánast öllum grunnskólum í Reykjavík, en það er engin ástæða til að örvænta! Það er t.d. alveg frábært fyrir alla fjölskylduna að skella sér í einhverja af sjö laugum borgarinnar. Svo bíða undraheimar Fjölskyldu- og húsdýragarðsins, sem er opinn frá kl. 10–17, og söfn borgarinnar eru jafn fjölbreytileg og þau eru mörg! Ylströndin í Nauthólsvík verður opin fimmtudag og föstudag kl. 10–18. Aðgangur er ókeypis í búningsklefa, sturtur og heitan pott. Veitingasala Ylstrandar, Strandarkaffi verður opin. Minnum á vetraropnun Ylstrandar á mánudögum kl. 17–19 og miðvikudögum kl. 11–13 og kl. 17–19. Aðgangur er ókeypis í búningsklefa, sturtur og heita pottinn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.