Fréttablaðið - 26.10.2008, Side 2
2 26. október 2008 SUNNUDAGUR
Sýningin er opin
alla daga frá 10–17
Aðalstræti 16
101 Reykjavík
www.reykjavik871.is
Lífið á
landnámsöld
SAMFÉLAGSMÁL „Á snöggu auga-
bragði hrundi svo margt sem keik-
ast stóð í hinni hraustu, nýju veröld
hnattvæðingarinnar,“ sagði Karl
Sigurbjörnsson, biskup Íslands, í
ræðu sinni við setningu kirkjuþings
í Grensáskirkju í gær.
Hann sagði jafnframt að nú væri
tækifæri til endurmats og endur-
skipulagningar sem síðan leiddi til
frekari trúrækni. „Nú fá ríki heims
og fjármálastofnanir og einstak-
lingar tækifæri til að endurmeta og
endurskipuleggja með visku, hag-
sýni, hófsemi og umhyggju að leið-
arljósi,“ sagði hann. „Hvar er þeim
gildum helst miðlað? Við teljum
okkur vita það. Í iðkun og uppeldi
trúar, vonar og kærleika.“
Hann sagði enn fremur að erfið-
leikar íslensku þjóðarinnar um
þessar mundir væru umfram allt
auðsældarkreppa en ekki ör birgðar
og mikilvægt fyrir Íslendinga að
gleyma ekki þeim sem búa við
örbirgð í heiminum. „Sannarlega
erum við vellauðug í samanburði
við þau sem vart hafa til hnífs og
skeiðar, og sem er hlutskipti
milljóna barna víða um heim. Okkar
er að gleyma þeim aldrei og rétta
fram hjálparhönd líka og ekki síður
þegar við finnum að okkur þrengt í
lífskjörum.“ - jse
Biskup Íslands ræddi um efnahagsástandið við setningu kirkjuþings í gær:
Tækifæri til að endurmats
KARL SIGURBJÖRNSSON Þó að Íslendingar eigi í erfiðleikum nú mega þeir ekki
gleyma þeim sem búa við örbirgð í heiminum, segir biskup Íslands.
LONDON, AP Viðskiptaráðherra
Bretlands, Peter Mandelson,
þvertekur fyrir að hafa gengið
erinda rúss-
neska auð-
mannsins Olegs
Deripaska
þegar hann var
að semja um
tolla fyrir hönd
Evrópusam-
bandsins. Mand-
elson gegndi
áður starfi
framkvæmdastjóra viðskipta-
mála.
Mandelson hefur meðal annars
verið gagnrýndur fyrir að hafa átt
fundi með Deripaska á lúxus-
snekkju hans á sama tíma og að
hann var að vinna að stefnumótun
fyrir sambandið. - hhs
Viðskiptaráðherra Bretlands:
Neitar áhrifum
frá auðmanni
HEILBRIGÐISMÁL Landlæknisemb-
ættið og fræðimenn hjá Háskóla
Íslands ætla að rannsaka áhrif
efnahagslægðarinnar á heilsufar
Íslendinga að
sögn Matthías-
ar Halldórsson-
ar aðstoðar-
landlæknis.
„Það verður
meðal annars
fylgst með
breytingum á
lyfjanotkun.
Það er þekkt að
þrengingar geta
valdið miklu andlegu álagi og
svefnleysi. Langvarandi atvinnu-
leysi hefur til dæmis yfirleitt
mjög slæm áhrif á heilsufar,“
segir Matthías sem kveður ekki
hafa orðið vart við aukna notkun
geðlyfja eða aukna aðsókn að
geðdeildum. „En við höfum séð
aukningu hjá hjartadeildum sem
bendir til þess að það sé eitthvert
stress í gangi.“ - gar
Háskólinn og landlæknir:
Rannsaka áhrif
kreppu á fólk
MATTHÍAS
HALLDÓRSSON
DÝRAHALD Fimm hross verða boðin
upp á nauðungaruppboði hjá
sýslumanninum á Akureyri
bráðlega. Þetta er nokkuð
óvenjulegt, ekki síst fyrir þær
sakir að í hópnum er sextán vetra
stóðhestur.
„Það hefur komið fyrir að gert
hefur verið fjárnám í hrossum,“
segir Björn Jósef Arnviðarson
sýslumaður. „Í þessu tilviki er það
trúlega þannig að einhver hefur
bent á þessa hesta til tryggingar
tiltekinni kröfu. Þetta er ekki
vegna veðsetningar eða slíks
heldur fjárnám í lausafé. Eins og
sumir benda á jeppann sinn, þá
benda aðrir á hestinn sinn.“ - jss
Óvenjulegt uppboð:
Stóðhestur í
nauðungarsölu
LÖGREGLUMÁL „Það versta við þetta
allt saman er að þeir tóku tölvuna
mína. Allt mitt líf er í þessari tölvu,“
segir Elísabet Ásberg listakona.
Brotist var inn í gallerí Elísabet-
ar á Hverfisgötu 52 fyrir helgi.
Þjófarnir eyðilögðu lítið sem ekk-
ert, heldur fóru vel og vandlega í
gegnum alla munina og völdu úr
gripi. Meðal þess sem þeir tóku
með sér voru skartgripir, listaverk,
verkfæri og vinnuvélar.
Ljóst er að tjón Elísabetar er
mikið. Það persónulega þykir henni
sýnu verra, enda ómögulegt að
bæta það. Meðal annars tóku
þjófarnir forláta stokkabelti sem
var í eigu ömmu Elísabetar. Í
tölvunni var svo meðal annars öll
hennar hönnun frá upphafi og
myndir af börnunum hennar frá
fæðingu. Hún á ekki afrit af þeim
gögnum.
Elísabet kom ekki á svæðið fyrr
en um hálfellefu á fimmtudags-
morgun. Stóð þá hurðin galopin,
gluggi var brotinn og glerbrot á víð
og dreif. Enginn hafði hins vegar
haft samband við hana. Galleríið
stendur á horni Vatnsstígs og
Hverfisgötu. „Mér finnst ótrúlegt
að enginn hafi tekið eftir þessu,
enda nokkuð fjölfarinn staður. En
ég vil ekki trúa því að fólk láti sig
engu varða þegar það gengur fram
á svona lagað.“ - hhs
Þjófar létu greipar sópa í galleríi listakonunnar Elísabetar Ásberg:
Óbætanlegt persónulegt tjón
ELÍSABET ÁSBERG LISTAKONA Varð fyrir
óbætanlegu tjóni þegar þjófar brutust
inn í gallerí hennar. FRÉTTABLAÐIÐ / ARNÞÓR
VEÐUR Norðlendingar máttu þola
flóð bæði úr fjalli og fjöru um
helgina. Um klukkan hálffjögur
keyrðu tveir bílar með stuttu milli-
bili í snjóflóð sem fallið hafði á
veginn við
Sauðanes milli
Dalvíkur og
Ólafsfjarðar.
Blindbylur var
svo mikill að
ökumenn sáu
ekki flóðið. Bíl-
arnir voru svo
kirfilega fastir
að björgunar-
sveitarbíll dugði
ekki til að losa þá svo þeir urðu
ekki lausir fyrr en snjóblásari hafi
farið í gegnum flóðið. Ekki urðu
slys á fólki.
Í fyrrinótt var sjávarstaða svo
há að sjór flæddi yfir bryggjur í
miklu rokviðri á Siglufirði og
Húsavík. Að sögn Þóris Kristins
Þórissonar, bæjarstjóra Fjalla-
byggðar, flæddi að minnsta kosti
inn í eitt íbúðarhús á Siglufirði en
þar sem og á Húsavík flæddi inn í
atvinnuhúsnæði við höfnina. Sjálf-
ur komst bæjarstjórinn í hann
krappan um klukkan hálfátta í
fyrrakvöld. „Ég var niðri á höfn að
athuga með skemmdir á hafnar-
voginni og lagði bílnum rétt hjá
meðan ég skaust út þeirra erinda,“
segir hann. „Augnabliki síðar sé
ég að sjórinn nær upp að hurðum
bílsins. Mér leist náttúrlega ekk-
ert á blikuna því konan og hundur-
inn voru inni í bílnum. Þetta er
Land Cruiser-jeppi svo það þarf
dánokkurn sjó svo hann fari upp
að hurðum.“
Hann segir að enn eigi eftir að
kanna frekar skemmdir við hafn-
arsvæðið en segir ljóst að þær séu
þó nokkrar. Bátaeigendur höfðu í
nógu að snúast til að varna því að
bátar þeirra flytu upp á bryggju.
Eftir að snjóflóðin féllu við
Sauðanes var veginum milli Ólafs-
fjarðar og Dalvíkur lokað vegna
hættu á fleiri flóðum. Lögreglan á
Ólafsfirði lýsti yfir nokkrum
áhyggjum af þeim sökum en fjöl-
mennur mannfagnaður fór fram í
gærkvöldi og vakthafandi læknir
var á Dalvík.
„Við frestum aldrei fjöri hér á
Ólafsfirði,“ segir Eggert Friðriks-
son, forstöðumaður samkomu-
hússins Tjarnarborgar, en útlit
var fyrir það um tíma að fresta
yrði vetrarfögnuðnum. „Við þurft-
um reyndar að redda nýjum
veislustjóra og einum söngvara í
viðbót í bandið en þá var það líka
bara gert.“ jse@frettabladid.is
Flóð úr fjalli og
fjöru á Norðurlandi
Sjór flæddi yfir bryggjur á Siglufirði og Húsavík í fyrrinótt og tveir bílar keyrðu
inn í snjóflóð á veginum milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar í gærdag. Bæjarstjóri
Fjallabyggðar og kona hans voru hætt komin við höfnina.
FLÓÐ Á SIGLUFIRÐI Sjór flæddi yfir göturnar við höfnina á Siglufirði í fyrrakvöld.
MYND/GUNNLAUGUR GUÐLEIFSSON
ÞÓRIR KRISTINN
ÞÓRISSON
VIÐSKIPTI Kristín Pétursdóttir,
forstjóri Auðar Capital, hafnaði
boði um að verða bankastjóri Nýja
Kaupþings. Þetta sagði hún í
Markaðnum á
Stöð 2 í gær.
Sagðist Kristín
vera ánægð í
starfi sínu hjá
Auði Capital,
því hefði hún
ekki þegið
boðið.
Hefði Kristín
þegið starfið
myndu konur nú
stjórna öllum viðskiptabönkunum
þremur, Kaupþingi, Glitni og
Landsbankanum.
Upphaflega stóð til að laun
bankastjóra Nýja Kaupþings væru
1.950 þúsund krónur á mánuði, en
verða 1.750 þúsund, eftir lækkun
til samræmis við bankastjóra
Glitnis. Lækkunin er að ósk Finns
Sveinbjörnssonar bankastjóra. - hhs
Var boðinn bankastjórastóll:
Sagði nei takk
KRISTÍN
PÉTURSDÓTTIR
PETER MANDELSON
Ólafur, er þetta þorskhausa-
stríð?
Brown, þorskhaus … þú segir nokk-
uð. En við skulum ekki gleyma því
að við elskum Breta.
Ólafur Elíasson er einn af þeim sem
standa að vefsíðunni indefence.is en þar
er verið að kynna málstað Íslendinga í
deilunni við Breta. Ólafur sagði í Frétta-
blaðinu í gær að við Íslendingar myndum
vinna það stríð.
SNJÓFLÓÐ VIÐ SAUÐANES Snjóflóð eru
tíð við Sauðanes, þessi mynd er tekin
síðastliðinn vetur.
ÞÝSKALAND, AP Þýsk stjórnvöld
ætla ekki að taka í notkun nýja
líkamsleitartækni á flugvöllum,
þrátt fyrir að Evrópusambandið
hafi heimilað notkun hennar.
Röntgentækni er notuð til að
lýsa í gegnum föt farþega, þannig
að á skjá birtist mynd af nöktum
líkama þeirra. Tilraunir hafa
verið gerðar með þetta á flugvöll-
um í Bretlandi og Hollandi.
Gabriela Hermani segir að
þýsk stjórnvöld vilji „ekki taka
þátt í þessum ófögnuði“. Almenn
andstaða er við þessa tækni í
Þýskalandi, þar sem hún þykir
brjóta gróflega gegn persónu-
verndarlögum. - gb
Nektarskannar á flugvöllum:
Þjóðverjar taka
slíkt ekki í mál
SPURNING DAGSINS