Fréttablaðið - 26.10.2008, Síða 12

Fréttablaðið - 26.10.2008, Síða 12
12 26. október 2008 SUNNUDAGUR timamot@frettabladid.is Dagurinn í dag verður tileinkaður röddinni með dagskrá í Menningar- miðstöðinni Gerðubergi frá klukk- an 13.50 til 17.30. Dagurinn markar ákveðin tímamót í sögu Gerðubergs sem undanfarin tíu ár hefur tekið eitt hljóðfæri fyrir á ári og kynnt. „Þetta þótti komið hringinn og okkur fannst liggja í augum uppi að enda þessa dagskrá með röddinni, því hún er kannski aðalhljóðfærið,“ segir Hólmfríður Ólafsdóttir, verk- efnastjóri hjá listadeild Menningar- miðstöðvarinnar Gerðubergs. Und- anfarin ár hefur félag íslenskra tón- listarmanna unnið að dagskránni í samvinnu við Gerðuberg sem hefur svo fengið faghljómlistarmenn til að koma fram. Hólmfríður segir yfir- leitt reynt að hafa dagskrána sem skemmtilegasta og að hún höfði til sem flestra. Dagurinn í dag verður engin undantekning. „Núna verða teknar fyrir þess- ar allra frægustu aríur úr óperum og jafnvel gert eitthvert grín á milli. Þetta á ekki að vera háfleygt, heldur skemmtun og þessir dagar hafa ekki verið á faglegum nótum í sjálfu sér. Þarna er verið að kynna fyrir fólki hvað hefur til dæmis verið skrifað fyrir fiðlu, sem var hljóðfæri dagsins í fyrra, allt frá barnalögum og upp í flóknustu verk sem til eru. Skemmti- tónlist, klassík eða nútímatónlist. Núna á að sýna hvað röddin getur og verður farið niður í dýpstu bassatóna og upp í hæstu sóprantóna.“ Meðal atriða í dag verður radd- gjörningur Sverris Guðjónssonar en einnig koma fram Bergþór Pálsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigrún Hjálm- týsdóttir og Jóhanna Halldórsdóttir svo einhverjir séu nefndir. Frægustu aríurnar úr La Traviata, Rakaranum frá Sevilla, Toscu og Töfra flautunni verða fluttar og lofar Hólmfríður magnaðri upplifun. „Í hléum verður síðan léttur söng- ur og jafnvel farið út í þjóðlega tón- list. Eftir hlé verður farið út í söng- leiki, djass, barokk og svo verður flutt tón dæmi úr samtímaverki. Í lokin mun svo Jónas Ingimundarson fá til sín góða söngvara sem munu veita innsýn inn í heim íslenska sönglagsins sem Gerðuberg var með til fjölda ára.“ Hólmfríður segir síður en svo verk- efnaskort fram undan þó að þess- um tíu ára dagskrárlið sé lokið í sögu Gerðubergs, ný verkefni taki við. „Við snúum okkur að öðru. Við ætlum til dæmis að hýsa hluta af Jazzhátíð Reykjavíkur á næsta ári, meðal ann- ars unga djassista sem eru að stíga sín fyrstu spor. Okkur langar að styrkja grasrótina og ungt fólk sem er að koma sér á framfæri og opna húsið fyrir þá hópa.“ heida@frettabladid.is Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Hallgrímskirkja var vígð þenn- an dag árið 1986. Hún er kennd við Hallgrím Péturs- son, prest og sálmaskáld, en hann orti meðal annars Passíusálmana. Kirkjan hafði verið í smíðum í 41 ár þegar hún var vígð. Húsameist- ari ríkisins, Guðjón Samúels- son, gerði teikningar að kirkj- unni árið 1937 þar sem hann reyndi að sameina íslenska náttúru og byggingarlist í hönnun kirkjunnar. Áhrifa ís- lenska stuðlabergsins má sjá gæta í hliðarvængjum kirkj- unnar. Að fjármögnun byggingarinnar kom söfnuð- urinn sem kostaði um 60 prósent en restin kom frá einstaklingum, fyrirtækj- um og ríkisstofnunum. Kap- ellan undir kirkjunni var vígð árið 1948. Turninn, sem er 73 metra hár, og kirkjuvængirn- ir með nýrri kapellu voru til- búnir árið 1974. Nýtt pípuorgel var vígt í kirkjunni árið 1992 en það var smíðað í Þýskalandi og er stærsta pípuorgel á land- inu. Fyrirtæki og einstakling- ar fjármögnuðu orgelsmíð- ina með því að kaupa pípur í orgelið sem eru sérmerktar kaupandanum. Pípurnar eru 5.275 talsins. Hallgrímskirkja er mest áberandi mannvirki Reykjavíkurborgar og sést um víðan völl frá turninum. ÞETTA GERÐIST: 26. OKTÓBER ÁRIÐ 1986 Hallgrímskirkja er vígðFRANCOIS MITTERAND FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1916. „Maður missir samband- ið við raunveruleikann ef maður er ekki umkringdur bókunum sínum.“ Mitterand gegndi forseta emb- ætti Frakklands á árunum 1981 til 1995 og hefur setið lengst Frakklandsforseta í embætti. Hann lést 8. janúar 1996 og hefði orðið 92 ára í dag. MERKISATBURÐIR 1492 Blýantur er notaður í fyrsta skipti. 1927 Gagnfræðaskólinn á Akur- eyri fær heimild til að út- skrifa stúdenta og verður Menntaskólinn á Akureyri. 1936 Útvarpsþátturinn Um daginn og veginn hefur göngu sína. 1949 Harry S. Truman Banda- ríkjaforseti hækkar lág- markslaun úr 40 sentum upp í 75 sent. 1957 Útvarp Vatíkansins hefur útsendingar. 1961 Eldgos hefst í Öskju í Dyngjufjöllum. 1965 Reykjanesbraut milli Hafnarfjarðar og Keflavík- ur er formlega opnuð fyrir umferð. 1972 Ferðir með leiðsögn hefj- ast um Alcatraz-fangelsið. DAGUR RADDARINNAR: LOKADAGUR TÍU ÁRA DAGSKRÁR Í GERÐUBERGI Röddin er aðalhljóðfærið GÓÐ SKEMMTUN Sýnt verður hvað röddin getur í sérstakri dagskrá tileinkaðri röddinni í Gerðubergi. FRÉTTABLAÐIÐVALLI Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og systir, Vilborg Katrín Þórðardóttir Petit Brekkustíg 29a, Reykjanesbæ, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja mánudaginn 20. október. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju miðvikudaginn 29. október kl. 13.00. Leethor Cray Björg Hauks Cray Reynir Hauksson Monica Hauksson barnabörn, barnabarnabörn og systkin. Ástkær systir okkar, mágkona, föður-, móðursystir og frænka, Brynja Ragnarsdóttir sjúkraliði, Vesturvallagötu 1, Reykjavík, lést á líknardeildinni í Kópavogi miðvikudaginn 22. október. Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju föstudaginn 31. október kl. 15.00. Gunnlaug Hanna Ragnarsdóttir Gísli Guðjónsson Ragna Kristín Ragnarsdóttir Jan S. Christiansen Auður Halldórsdóttir Birna Bergsdóttir Kristín Jóhanna Mikaelsdóttir Birgir Mikaelsson Kristín Emilsdóttir Sólveig Berg Emilsdóttir Ragnar Þór Emilsson Bergur Már Emilsson Eva María Emilsdóttir Guðjón Emil Gíslason Ragnar Mikael Gíslason Bjarki Þór Qvarfot Bryndís Emilía Qvarfot og fjölskyldur. Kópavogsbúum gefst nú kostur að leita sér hughreystingar í gegnum síma. „Það felst í að boðið er upp á grænt númer fyrir Kópavogsbúa, 800 5500, sem er símanúmer ráðgjafavers til að veita íbúum, sem glíma við vanlíðan og erfiðleika vegna þess ástands sem skapast hefur í þjóðfélaginu, stuðning og leiðsögn,“ segir um verkefnið Hönd í hönd sem kynnt var á fundi félags- málaráðs á þriðjudag. Verkefnið er unnið í samstarfi Kópa- vogsbæjar, presta í Kópavogi, Mennta- skólans í Kópavogi, heilsugæslunnar og Kópavogsdeildar Rauða krossins. Fá stuðning í gegnum síma Kópavogsbær er í samstarfsverkefni til að styðja þá sem glíma við vanlíðan. Hér sjást oddvitar í bæjarstjórn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Ástkær eiginmaður minn, faðir, afi og vinur, Alfreds Rogulis Sólvallagötu 31, lést þann 20. október. Never forgotten, always close to our hearts. Andzela Zumente Elizabet Maria Deivid Roland Dzonotan Mikelis

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.