Fréttablaðið - 26.10.2008, Blaðsíða 33
SUNNUDAGUR 26. október 2008
Sólveig Eggertz sýnir akrýlmyndir í
menningarsal Hrafnistu við Laugarás.
Sýningin er opin alla daga og stendur
til 10. nóv.
➜ Tónlist
Söngbók Engel Lund
Dagskrá til heið urs
Engel Lund (Göggu)
í Íslensku Óper unni.
18.00 Uppákoma
í anddyri Óperunn-
ar þar sem vinir og
velunnarar minnast
hennar í nokkrum
orðum. Sýnt verður
úr heimildarmynd
um Göggu auk persónulegra muna.
20.00 Tónleikar til minningar Engel
Lund.
Upplýsingar um viðburði sendist á
hvar@frettabladid.is
Svo virðist sem skilnaður Madonnu
og Guys Ritchie verði á borðstólum
breskra slúðurblaða langt fram
eftir vetri. Og skilnaðurinn virðist
taka á sig æ ljótari mynd með degi
hverjum.
Breska götublaðið The Sun hefur
farið fremst í fréttaflutningi af
fyrrum hjónakornunum. Blaðið
hélt því fram á vefsíðu sinni að
Madonna þyrfti á einhvers konar
meðferð að halda til að hemja reiði
sína. Hefur The Sun eftir heimild-
armönnum sínum að hún ætli að
fljúga til New York eftir tónleika
sína í Montreal til að njóta leið-
sagnar hjá andlegum leiðtoga
sínum í Kabbalah-söfnuðinum. Og
fá um leið leiðbeiningar hvernig
hún geti haft stjórn á þeirri bræði
sem virðist hafa blossað upp innra
með henni eftir skilnaðinn.
The Sun segir að Madonnu sárni
mest þær fjárhagslegu kröfur sem
Guy hafi sett fram og ekki síst þau
trúnaðarskjöl sem lekið hafi til
fjölmiðla um samband þeirra. En
þar hefur meðal annars komið fram
að þau hafi ekki stundað samfarir í
átján mánuði. Madonna á að hafa
sagt við nána samstarfsmenn sína
að Guy hafi fjarlægst sig tilfinn-
ingalega eftir að hún féll af hest-
baki og slasaðist nokkuð alvarlega
árið 2005. Mun sú langa vegalengd
í tilfinningalífinu hafa orðið til þess
að Madonna sendi fyrrum eigin-
manni sínum tóninn á tónleikum
nýverið og sagði hann vera nánast
tilfinningalega þroskaheftan.
Ekki er víst að Guy muni njóta
mikilla vinsælda í Bandaríkjunum
vegna skilnaðarins en hann virðist
eiga traust bakland í Bretlandi.
Þannig hefur Guy lagt mikið upp
úr því að sýnast glaður og ham-
ingjusamur. Hann mætti bæði ham-
ingjusamur og brosmildur í stórt
og mikið partí sem haldið var á
vegum Sam Taylor-Wood-sýningar-
salsins. Þar voru hvorki meira né
minna en Daniel Craig og Robert
Downey Jr. Það verður að teljast
heldur gott að njóta verndar James
Bond og Ironman frá sjálfri
Madonnu.
Skilnaður að hætti McCartneys
MISMUNANDI VIÐBRÖÐG Guy hefur lagt mikið upp úr því að vera brosmildur og
ánægður að undanförnu. Madonna heldur sig hins vegar á námskeiðum hjá Kabb-
alah-trúarsöfnuðinum um hvernig megi hafa hemil á reiðinni.
HVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Sunnudagur 26. október
➜ Tónleikar
15.00 Anna Guðný Guðmundsdóttir
píanóleikari verður með tónleika í Tón-
listarhúsinu Laugarborg í Eyjafjarðar-
sveit.
➜ Sýningar
Suðuramerísk menningarhátíð í Kópa -
vogi
15.00 Ekvador að fornu og nýju. Leið-
sögn verður um sýninguna í Gerðar-
safni, Hamraborg 4.
➜ Síðustu Forvöð
Myrkurlampi Sýning Haraldar
Jónssonar í Listasafni ASÍ lýkur í dag. Af
því tilefni munu Kristín Ómarsdóttir,
Hjálmar Sveins son og Sjón lesa upp úr
verkum sínum kl. 16.00. Listasafn ASÍ,
Freyju götu 41, opið 13.00-17.00.
Hvaðan koma þær – hvert fara þær?
Guðmunda Kristinsdóttir sýnir verk í
Reykjavík Art Gallerý, Skúlagötu 30.
Opið 14.00-17.00. Sýningin stendur til
26. okt.
➜ Bækur
16.00 Erpur Eyvind arson
fjallar um Atóm stöðina,
bók Halldórs Laxness, í
Gljúfrasteini - húsi skáldsins.
Að gangur ókeypis og allir
velkomnir.
➜ Uppákomur
Dagur raddarinnar verður haldinn í
Gerðu bergi í samstarfi við Félag ís -
lenskra tónlistamanna og félag
ís lenskra söngkennara, kl. 13.50-17.30.
Menningarmiðstöðin Gerðuberg,
Gerðu bergi 3-5.
➜ Myndlist
14.00 Sigurður Örlygsson leiðir gesti
um sýninguna „Ást við fyrstu sýn: Ný
að föng úr Würth safninu“ í Listasafni
Íslands, Laufásvegi 12. Opið 11.00 –
17.00.
15.00 Listamaðurinn Bragi Ásgeirs-
son og Sigurlaug Ragnarsdóttir
verða með leiðsögn um sýninguna
Augnasinfónía á Kjarvalsstöðum v/
Flóka götu. Opið 10.00-17.00.
my best friend’s girl
danecook katehudson jasonbiggs and alecbaldwin
Vi
nn
in
ga
r v
er
ða
a
fh
en
di
r h
já
B
T
Sm
ár
al
in
d.
K
óp
av
og
i.
M
eð
þ
ví
a
ð
ta
ka
þ
át
t e
rt
u
ko
m
in
n
í S
M
S
kl
úb
b.
1
49
k
r/
sk
ey
tið
.
A STEVEN SPIELBERG FILM
OKT
ÓBE
R23.
HVERVINNUR!
9.
Dreyfingaraðili