Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 2
2 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR BYGGINGARIÐNAÐUR Vöruskortur er farinn að há iðnaðarmönnum, efn- isskorturinn er bagalegur og far- inn að seinka afhendingartíma verka. Jón Þórðarson pípulagn- ingameistari segir að iðnaðar- menn hafi enn nóg að gera en borið hafi á efnisskorti í hálfan mánuð og það sé farið að há mönn- um. Síðasta vika hafi verið mjög erfið. Píparar verði að þvælast út um allan bæ til að skrapa saman efni til að geta klárað verk. „Þetta fer versnandi því að birgjarnir fá ekki gjaldeyri til að flytja inn efni og leysa út og fá því ekki neinar vörur. Ég myndi telja að þetta sé bagalegt. Það tekur fjóra tíma á dag að skrapa saman efni fyrir tveggja daga vinnu og svo gengur erfiðlega að rukka fyrir þennan tíma því að fólk er ekki mjög hrifið af því.“ Jón bendir á að píparar þurfi helst að fá allt efnið á einum stað, efni sé oft mismunandi að þykkt og passi ekki saman frá mismun- andi stöðum. „Þetta ástand er að reka okkur til útlanda. Við erum að skoða hvort við getum farið að vinna í Danmörku eða Noregi því að það er efnisskorturinn sem er að stoppa okkur í dag, ekki verk- efnaskorturinn.“ Hann segist vera að kanna þann möguleika að allir starfsmennirn- ir fari til Danmerkur eða Noregs að vinna í fimm til sex vikur og komi svo heim í frí og verði með fjölskyldunni í eina til tvær vikur. Þannig tækist kannski að hafa fyrir skuldunum. Þetta telur hann að komi í ljós í næstu viku. Björn Bjarnason, formaður Meistarafélags iðnaðarmanna, segir að skortur sé á vörum sem pantaðar séu að utan því að birgj- ar geti ekki leyst þær út. „Úrvalið er minna,“ segir hann. „Þetta er farið að hafa áhrif á afhendingar- tíma verka. Við fáum til dæmis ekki girðingarefni að utan.“ Hjalti Ólafsson, framkvæmda- stjóri Vatnsvirkjans, segir mikinn vöruskort í byggingavörum og pípulagningavörum en minnst hjá Vatnsvirkjanum. „Vöruskorturinn er farinn að hafa áhrif og mun aukast þar sem gjaldeyrismarkað- ir eru ekki opnir. Þegar gengið fer á flot aftur verður óvissan of mikil til að kaupa strax inn, það verður ekki gert fyrr en gjaldeyrismark- aðir hafa náð jafnvægi. Margar vikur eru í að næstu sendingar komi af einhverju viti. Óvissan knýr okkur til að panta bara það nauðsynlega,“ segir hann og bend- ir á að ástandið sé alvarlegt þegar efnum sé blandað saman vegna vöruskorts. Það hafi áhrif á ábyrgð framleiðenda. ghs@frettabladid.is Opið virka daga kl. 8:00 til 18:00 www.velaland.is VESTURLANDSVEGUR VAGNHÖFÐI VÉLALAND HÚSGAGNA- HÖLLIN TANGARHÖFÐI BÍlDSHÖFÐI H Ö FÐ A B A K K I REYKJAVÍK Vélaland - VAGNHÖFÐA 21 Sími 577-4500 Vélaland sérhæfir sig í tímareimum. Komdu í Vélaland og fáðu ráðgjöf um skiptingu á tímareim. Vélaland skiptir fljótt og vel um tímareimina fyrir þig, á föstu verði. Fáðu ráðgjöf um tímareimaskipti Er tímareimin komin á tíma? Fast verð hjá Vélalandi Skoðaðu fast verð hjá Vélalandi. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Verðdæmi um tímareimaskipti: Nissan Patrol 2,8 dísil Árgerð 1992-2000 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.606 kr. Toyota Land Cruiser 90 3,0D Árgerð 1997-2002 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.427 kr. Toyota Corolla 1,6 bensín Árgerð 1997-2001 Heildarverð, varahlutur og vinna: 34.212 kr. VW Golf 1,6AEE bensín Árgerð 1997-2006 Heildarverð, varahlutur og vinna: 36.213 kr. Ford Focus 1,6 bensín Árgerð 1998-2005 Heildarverð, varahlutur og vinna: 39.958 kr. Sjáðu hvar við erum. Hringdu núna í síma 577-4500 og pantaðu tíma. Frosti, reddar þetta Icesave- skuldunum? „Já. Er nokkuð annað sem getur reddað því ömurlega máli?“ Myndlistamaðurinn Frosti Friðriksson hyggst selja ferðamönnum lítil kort með einni íslenskri krónu inni í fyrir erlendan gjaldeyri. Tólf prósent af gjaldeyrinum renna til Seðlabanka Bretlands. Geir Haarde forsætisráðherra kallaði Icesave- málið „ömurlegt“ í síðustu viku. LÖGREGLA Ungur maður var stunginn með hnífi við veitinga- staðinn Lækjarbrekku í Banka- stræti í fyrrinótt. Árásarmaður- inn var handtekinn skömmu síðar og er málið í rannsókn. Ekki er vitað hver aðdragand- inn var að árásinni. Hinn særði var færður undir læknishendur en áverkar hans reyndust ekki lífshættulegir. Tilkynnt var um sjö líkamsár- ásir til viðbótar þessa nótt, allar í miðborginni. Mikil ölvun var á svæðinu og voru tveir ökumenn stöðvaðir grunaðir um ölvunar- akstur. - þo Ölvun í miðborginni: Maður stung- inn með hnífi SLYS Fimm ára barn var flutt á slysadeild með skurð á augabrún eftir harðan árekstur tveggja bifreiða í gær. Slysið varð á gatnamótum Kársnesbrautar og Urðarbrautar í Kópavogi. Bílnum sem barnið var farþegi í var ekið norður Urðarbraut og beygt vestur Kársnesbraut í veg fyrir annan bíl með fyrrgreindum afleiðingum. Ökumaður þeirrar bifreiðar var einnig fluttur á slysadeild með minni háttar meiðsli. Bílarnir eru mikið skemmdir og voru dregnir á brott af kranabíl. - þo Árekstur í Kópavogi: Barn skarst í andliti RÚSSLAND, AP Eldvarnakerfi um borð í nýsmíðuðum kjarnorku- kafbát rússneska sjóhersins, Nerpa, fór í gang fyrir mistök er verið var að prófa kafbátinn í Japanshafi um helgina, með þeim afleiðingum að 20 manns köfnuðu og 21 til viðbótar þurfti bráðaaðhlynningu á sjúkrahúsi. Talsmenn hersins greindu frá þessu í gær. Af hinum 20 látnu voru 17 starfsmenn skipasmíðastöðvar- innar sem smíðaði bátinn. Tekið var skýrt fram að kafbáturinn sjálfur hefði ekki skaddast og kjarnakljúfnum í honum hefði ekki verið nein hætta búin. Þetta var samt versta slys rússneska sjóhersins frá því annar kjarnorkukafbátur, Kúrsk, fórst í Barentshafi með 118 manns um borð árið 2000. - aa Slys í kafbát Rússahers: Tuttugu manns köfnuðu NÝSMÍÐAÐUR Þessi mynd er talin vera af kjarnorkukafbátnum Nerpa. FRÉTTABLAÐIÐ/AP FÓLK Hann á átta ömmur og tvo afa þessi litli en gjörvilegi drengur sem hvílir í fangi langa-langa- langömmu sinnar, hennar Laufeyjar Þorgeirsdóttur fyrir miðju myndarinnar, og telst því ef til vill til nokkurra af ríkustu Íslendingunum um þessar mundir. Drengurinn litli fæddist 18. október eða í miðri ólgu efnhagsumrótsins. Móðir hans, Svanhildur Hanna Freysteinsdóttir, segir hann hafa komið í heiminn í Vestmannaeyjum þar sem fjölskyldan er búsett og hafi þau ekki látið annað umstang en það sem fylgir barnsfæðingu á sig fá. „Pabbinn er Vestmannaeyingur en ég er Siglfirð- ingur og saman búum við í Eyjum,“ segir Svanhildur sem er ekki tilbúin að segja son sinn algeran Eyjamann þótt hægt sé að rekja ættir hans langt aftur á því svæði. Drengnum var gefið nafnið Kristinn Freyr Sæþórsson í byrjun þessa mánaðar og má slá því föstu að fá börn fái að njóta jafnmikillar athygli jafnmargra ættliða og hann. Í efri röð frá vinstri má sjá langömmu Kristins, hana Jóhönnu Hlín Ragnarsdóttur sem fædd er árið 1954, því næst er amma hans, Kristín María Hlökk Karlsdóttir sem fædd er 1970. Í neðri röðinni er svo langa-langamma hans hún Louise Kristín Theodórs- dóttir sem fædd er árið 1934, en Kristinn Freyr sjálfur hvílir svo í fangi langa-langa-langömmu sinn- ar, hennar Laufeyjar, sem fædd er árið 1914, og við hlið þeirra situr svo móðir Kristins, hún Svanhildur, sem fædd er árið 1988. - kdk Hvílist í fangi langa-langa-langömmu sinnar og með fleiri ömmur í kring: Sex ættliðir samankomnir við skírn Gekk í sjóinn Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk snemma í gærmorgun tilkynningu um mann í sjónum við Kirkjusand. Maðurinn var afar ölvaður og í miklu uppnámi og hafði vaðið sjóinn upp að mitti þegar lögregla kom á vettvang. Bifreið valt við Borgarnes Maður og tvö börn sluppu með skrekkinn þegar bifreið þeirra valt skammt norðan við Borgarnes í gær. Mikil ísing var á veginum þegar slysið varð. Fólkið var flutt til aðhlynningar á heilsugæslustöð. LÖGREGLUFRÉTTIR Í KVENNAFANS Drengur sem á eins margar ömmur á lífi og hann Kristinn Freyr hlýtur að teljast ríkur. LÖGREGLUMÁL Fjórir hafa verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald til 28. nóvember vegna mannsláts í sumarbústað í Grímsnesi á laug- ardag. Um er að ræða tvær konur og tvo karla á aldrinum 18 til 32 ára. Þau eru samlandar mannsins sem lést. Lögreglan fékk tilkynningu um málið á laugardagsmorgun. Þá kvaðst einn mannanna hafa komið að félaga sínum látnum í sumar- bústaðnum þar sem þeir gistu ásamt konunum tveimur. Þre- menningarnir voru fluttir á lög- reglustöðina á Selfossi og síðdegis var fjórði maðurinn handtekinn í Reykjavík vegna málsins. Annar karlmannanna var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. nóvember á laugardagskvöld og í gær var krafist gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir hinum manninum og konun- um tveimur. Ákvörðun dómara lá fyrir í gærkvöld. Ólafur Helgi Kjartansson, sýslu- maður á Selfossi, segir að rann- sóknin taki lengri tíma en ella þar sem notast þurfi við túlk við allar yfirheyrslur. Ekki liggur fyrir hvert banamein mannsins var. Beðið er eftir niðurstöðum úr krufningu og niðurstöðum tækni- deildar lögreglunnar eftir vett- vangsrannsókn. Hinn látni var 36 ára og til heim- ilis í Reykjavík. Ekki er unnt að greina frá nafni hans að svo stöddu. - þo Lögreglan rannsakar mannslát í sumarbústað í Grímsnesi: Fjórir settir í gæsluvarðhald RANNSÓKN Ekki liggur fyrir hvert bana- mein mannsins var. FRÉTTABLAÐIÐ/HÖRÐUR SVEITARFÉLÖG „Það hafa aldrei fyrr verið meiri útlán hjá okkur á síðasta ársfjórðungi,“ segir Óttar Guðjónsson, framkvæmdastjóri Lánasjóðs sveitarfélaga. Vegna afar þröngrar stöðu á fjármála- markaði leita sveitarfélög í síauknum mæli eftir lánafyrir- greiðslu hjá sjóðnum. Fyrir um tveimur vikum lauk útboði í nýjum skuldabréfaflokki lánasjóðsins. Óttar segir árangur- inn hafa verið vel ásættanlegan miðað við núverandi aðstæður. Ávöxtunarkrafan hafi verið 5,0 prósent á þeim 4,5 milljörðum króna sem úboðið hljóðaði upp á. Líklegt sé að sjóðurinn gangist fyrir einu útboði til viðbótar fyrir áramót. . - gar Lánasjóður sveitarfélaga: Aldrei fleiri lán undir lok árs Vöruskortur er far- inn að há pípurum Efnisskortur, ekki verkefnisskortur, er farinn að há iðnaðarmönnum og seinka afhendingartíma verka. Píparar þurfa að leita að efni út um allan bæ til að geta klárað verk. Iðnaðarmenn kanna möguleika á að flytja starfsemina utan. Það er efnisskorturinn sem er að stoppa okkur í dag, ekki verkefnaskorturinn. JÓN ÞÓRÐARSON PÍPULAGNINGAMEISTARI EFNISSKORTURINN STOPPAR „Þetta ástand er að reka okkur til útlanda. Við erum að skoða hvort við getum farið að vinna í Danmörku eða Noregi því að það er efnis- skorturinn sem er að stoppa okkur,“ segir Jón Þórðarson pípulagningameistari. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Reyndi að stinga af Nokkuð var um að menn ækju ölvaðir í fyrrinótt. Sjö voru stöðvaðir grunaðir um ölvunarakstur í Reykjavík og tveir á Akureyri. Annar þeirra reyndi að stinga lögreglu af en var stöðvaður. LÖGREGLUFRÉTTIR SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.