Fréttablaðið - 10.11.2008, Page 16

Fréttablaðið - 10.11.2008, Page 16
„Þetta er hálfgert ævintýraland og nú vantar mig bara nýtt nafn á búð- ina sem er lýsandi fyrir alla starf- semina,“ segir Guðrún Gerður Guðrúnardóttir fatahönnuður, nýr eigandi verslunarinnar Blómálfs- ins neðst á Vesturgötunni. Þar er mikið úrval af skreytingarefni og einnig hægt að læra handtökin við kransagerð á sérstökum námskeið- um. Leiðbeinandi er Marta Sigurð- ardóttir blómaskreytir. Hún kveðst verða með þrenns konar námskeið fram til jóla og nefnir þau Í anda haustsins, Aðventuskreytingar og Jóla- og leiðisskreytingar. Tekur fram að þátttakendur fái efnivið- inn á sanngjörnu verði og léttar veitingar séu í boði hússins. „Við ætlum að hafa þetta allt á léttu nót- unum,“ lofar hún. Guðrún Gerður hannar fatnað undir merkinu Gaga. Hún er smátt og smátt að setja sinn svip á versl- unina en vill þó ekki gera neinar hallarbyltingar í bráð. Þar er enn lítil blómabúð, ýmiss konar gjafa- vara og jólaskraut en auk þess selur Gerður eigin hönnun og skó með merkinu Trippen sem hún tók við í vor. Hún kveðst bjartsýn að eðlisfari. „Mitt máltæki er „Það fer á besta veg hvernig sem það fer“,“ segir hún brosandi. Guðrún Gerður bendir á að saga hornsins sé merkileg þó ekki sé farið lengra aftur en um 25 ár. „Blómálfurinn er búinn að vera hér í 23 ár, þar af var Helga Thorberg með hann í 15, held ég. En áður en blómin komu hér til sögunnar rak önnur Gerður verslunina Flóna á þessu horni og varð landsþekkt. Hingað hefur fólki þótt gott að koma gegnum tíðina og þannig er það enn.“ gun@frettabladid.is Í anda hausts og jóla Þegar skammdegið nálgast verður sköpunar-og skreytingaþörfin sterk og við viljum hafa híbýlin sem hlýlegust. Þá er upplagt að gera kransa úr völdum efnum sem fara vel á hurðum og borðum. Könglar eru ómissandi í aðventukrans- ana. Dumbrauð lauf bregða rómantískum lit á lífið. Náttúruefni eins og sveppir og hnetur eru notadrjúg í skreytingar. Marta Sigurðardóttir blómaskreytir og Guðrún Gerður Guðrúnardóttir hönnuður búa sig undir námskeiðin í Blómálfinum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI JÓLASKRAUTIÐ er komið í Ikea eins og fleiri verslanir. Þeir sem eru orðnir spenntir fyrir jólunum geta því farið að fjárfesta í ýmsu smálegu til að fegra híbýli sín með fyrir hátíðirnar. Auk in ökurét t ind i - Mei rapróf Næsta námskeið hefst 12. nóvember Upplýsingar og innritun í síma 567 0300. Starfsemi skólans: B-réttindi alla virka daga kl. 18–22 Helgarnámskeið Dagnámskeið kl. 16–18 B-réttindi á pólsku, ensku og tælensku Bjóðum einnig upp á önnur námskeið: Vistakstur Bifhjólanámskeið Námskeið í samvinnu við Vegagerðina Ökuskólinn í Mjódd hefur verið starfandi síðan 1968. Hringdu í síma ef blaðið berst ekki

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.