Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 38
26 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR 1 6 7 8 10 13 119 12 15 16 18 21 20 17 14 19 2 3 4 5 KREPPAN LÁRÉTT 2. lappi, 6. í röð, 8. hestaskít- ur, 9. illæri, 11. mun, 12. frumefni, 14. gamall nytjahlutur, 16. rún, 17. mjög, 18. af, 20. kusk, 21. héldu brott. LÓÐRÉTT 1. laut, 3. bardagi, 4. fiskur, 5. svelg, 7. hugarró, 10. leturtákn, 13. pota, 15. krafs, 16. upphrópun, 19. tímaeining. LAUSN LÁRÉTT: 2. sami, 6. rs, 8. tað, 9. óár, 11. ku, 12. flúor, 14. antík, 16. úr, 17. all, 18. frá, 20. ló, 21. fóru. LÓÐRÉTT: 1. gróf, 3. at, 4. makríll, 5. iðu, 7. sálarró, 10. rún, 13. ota, 15. klór, 16. úff, 19. ár. „Já, Þröstur Leó er skinkan í samlokunni. Ég hef verið með þá strákana í símanum og reynt að miðla málum. En hef lítt mátt vera að því út af hinu málinu,“ segir Balt- asar Kormákur kvikmyndaleikstjóri. Fréttablaðið hefur greint frá sérkenni- legri deilu. Kvikmynd Baltasars Brúð- guminn er tilnefnd til 14 Eddu-verðlauna og hefur þegar tryggt sér ein þeirra sem afhent verða 16. þessa mánaðar: Í flokki karlkyns aukaleikara þar sem keppa inn- byrðis Jóhann Sigurðarson, Ólafur Darri og Þröstur Leó Gunnarsson. Jóhann og Ólafur Darri segjast miklu „stærri“ leik- arar en Þröstur og sé í raun sama hvor þeirra hreppi verðlaunin – bara að það verði ekki Þröstur. Leikstjórinn segir grallaralegur þetta mál vissulega á sínu borði en þegar blaðið náði tali af Baltasar var hann á heimleið frá Los Angeles þar sem hann hefur dvalið við að klippa næstu mynd sína Inhale sem frumsýnd verður á næsta ári. „Hitt málið“ er að slúðrið í Hollywood segir óeðlilega kært með aðal- leikkonu Baltasars í Inhale, Diane Kruger og sjálfum Brad Pitt. „Ég bara er í síman- um og reyni að róa Angelinu [Jolie konu Pitts]. Við erum að fara að hittast sem er reyndar erfitt vegna Lilju [Pálmadóttur konu Baltasars]. Þannig að... ég er að vinna í þessum málum af mínum alkunnu diplómatísku hæfileikum. Mikið leitað til mín í þessum málum.“ Það var nefnilega það. Baltasar hefur lokið við að klippa Inhale en heldur aftur utan í desember til að ganga frá litgrein- ingu og hljóði. Á fimmtudagskvöldinu var haldin veisla á vegum framleiðenda Inhale á Viceroy-hótelinu í LA þangað sem boðið var ýmsu frægðarfólki auk hugsanlegra kaupenda. Segir Baltasar að nú sé verið að ganga frá sölu Inhale til ýmissa dreifingaraðila. „Já, Rosanna Arquette lét sjá sig... Þetta var glæsileg veisla og myndin mælist vel fyrir,” segir Baltasar á heimleið – ekki síður til að verja tíma með fjöl- skyldunni heldur en vera við afhend- ingu Eddu-verðlauna. - jbg BALTASAR KORMÁ- KUR Hefur lokið við klippingu mynd- arinnar Inhale og gengur vel að kynna hana fyrir dreifingaraðilum. „Það er vont að fá hráefni og ég er pínu smeykur við að það verði lítið um kæstan hákarl á þorrablót- um,“ segir Guðmundur Páll Óskarsson, hákarls- verkandi í Hnífsdal. Og þá má eiginlega segja að fokið sé í flest skjól ef Íslendingar geti ekki einu sinni fengið kæstan hákarl; eitt af aðaleinkennum íslenskra matargerðarlistar. Guðmundur er án alls gríns ansi uggandi yfir ástandinu. Hann kaupi bara besta hráefnið og af því sé alls ekki nóg. „Menn vilja bara ekkert veiða hákarl. Ég hef boðið sjómönnum gull og græna skóga fyrir að fara og veiða hákarl en það er bara ekki tekið í mál. Ég hef meira að segja boðist til að staðgreiða fyrir hráefnið en fengið dræmar undirtektir,“ bætir Guðmundur við og reiknar með að verð á þeim hákarli sem til er verði í hærra lagi. Fréttablaðið hafði jafnframt samband við Hildibrand Bjarnason, hákarlsverk- anda í Stykkishólmi. Hann sagðist eitthvað eiga af hákarli en það væri ekki mikið. Hann hefði til að mynda sótt um styrk til að sækja hákarl til Grænlands en var synjað. „Grænlendingar eru reiðubúnir til að veiða hákarl fyrir okkur en það vantar bara flutningsleiðina,“ segir Hildibrand- ur sem var þó ekki jafn svartsýnn og Guð- mundur og taldi að einhver hákarl yrði á borðstólum á þorrablótum landsmanna eftir áramótin. Lúðvík Ríkharð Jónsson, hákarlsverk- andi fyrir norðan, tók ekki undir áhyggj- ur Guðmundar. Sagðist eiga nóg af hákarli. Hann viðurkenndi hins vegar að erfiðara væri að ná í hráefni núna. „Ég er bara þokkalega bjartsýnn, það þýðir ekkert annað.“ - fgg Þorrablóts-hákarlinn í hættu „Eins og tengdamamma segir: maður á aldrei að henda mat. Annars er bara allt að hækka nema launin manns. Ætli maður flytji ekki til Kanada á endanum. Er ekki allt að gerast þar? Alla vega eru alltaf einhver ný góð bönd að koma þaðan.“ Benedikt Reynisson tónlistarmaður. ÁHYGGJUFULLUR Guðmundur Páll Óskarsson var áhyggju- fullur yfir stöðu þorrablóts- hákarlsins og taldi að lítið framboð yrði af honum. Balti sáttasemjari hjá Pitt og Þresti Leó Veljum íslenskt „Ég hef unnið með leikstjóra mynd- arinnar, Tomás Masín, áður. Við höfum gert nokkrar auglýsingar saman hérna í Tékklandi. Hann hringdi í mig og bauð mér verkefn- ið og þetta var einfaldlega of gott tilboð til að hafna því,“ segir kvik- myndatökumaðurinn Karl Óskars- son. Hann hefur undanfarna mán- uði unnið að því að stjórna tökunum í tékknesku stórmyndinni Þrjár árstíðir í helvíti sem fram fara í Prag og víðar í Tékklandi. Þrjár árstíðir í helvíti gerist á árunum eftir seinna stríð þegar sovéski kommúnistabjörninn er farinn að herða tökin í tékknesku þjóðlífi. Karl segir þetta vera stóra og mikla mynd á evrópskan mæli- kvarða þótt vissulega myndi hún blikna hvað kostnað varðar í sam- anburði við amerískar stórmyndir. „Sem betur fer er hún þó að mestu leyti óháð fjármagni frá sterkum markaðsöflum,“ segir Karl. Lausa- fjárkreppan illræmda hefur því lítil áhrif á gerð hennar. Kvikmyndatökumaðurinn segist hafa fengið óvenjulegt tækifæri til að kynnast átakamiklum kafla í lífi tékknesku þjóðarinnar. Þjóðar sem stóð mjög framarlega í evrópsku athafna- og menningarlífi áður en seinni heimsstyrjöldin brast á með öllum sínum hörmungum. „Tékkar létu undan hótunum Hitlers og sluppu þannig að mestu við eyði- legginguna. Hins vegar var óheppni þeirra fólgin í því að lenda röngum megin við strikið,“ útskýr- ir Karl og vísar þar til þess þegar Evrópu var skipt í Vesturlönd og austantjaldsblokkina að loknu stríðinu. Að sögn Karls er kvikmynda- hefðin ákaflega sterk í Tékklandi. Og það sé engin tilviljun að stór- myndir á borð við Casino Royale hafi verið teknar upp í Prag. Laun- in séu lág en kvikmyndagerðar- fólkið ákaflega fært í faginu. „Hitl- er lét byggja hér Barandoff-kvikmyndaverin sem eru ákaflega glæsileg og enn notuð í dag.“ Karl hóf undirbúning fyrir verkefnið í ágúst, fór síðan út í september og hefur unnið nánast linnulaust síðan þá. Hann var því víðsfjarri þegar íslenska efnahags- kerfið hrundi og þjóðin fór á hlið- ina. „Ég tel það eiginlega vera heppni að hafa verið að vinna svona mikið á þessum tíma. Maður hefur samt ekkert verið að eyða hádegis- hléunum í að spjalla á léttu nótun- um við vinnufélagana heldur bara hangið á netinu og reynt að leita frétta af ástandinu,“ segir Karl. - fgg KARL ÓSKARSSON: KYNNIST SÖGU TÉKKÓSLÓVAKÍU Karl tekur upp eftir- stríðsmynd í Tékklandi MÖGNUÐ SAGA Karl segir sögu Tékklands vera magnaða og hrikalega í senn. Hann er nú að taka upp tékkneska stórmynd í Prag. Mikill samdráttur, ef ekki hrun, hefur orðið hjá þeim sem séð hafa um miklar veislur hjá bönkunum og öðrum fyrirtækj- um sem sjá enga sérstaka ástæðu til að fagna nú um stundir með íburði, kræsingum og rándýrum skemmtikröftum utan úr heimi. Þá mun staðan vera orðin sú að meira framboð er á veislustjórum en eftirspurn en síðasta vor var gósentíð meðal þeirra sem gefa sig í slíkt. Uppgrip. Þeir vinsælustu halda sínu svo sem grallararnir Simmi og Jói og hin sígilda Helga Braga. Þá virðist grátt grín vera í uppsveiflu því aukin eftirspurn er eftir Þorsteini Guðmundssyni en verið hefur um hríð. Og þótt gósentíð sé hjá Þorsteini Guðmunds og gríni hans þá er ekki hið sama upp á teningn- um hjá samtarfsfé- lögum hans í aug- lýsingabransanum. Hjá SÍA, Sam- tökum íslenskra auglýsingastofa, hafa seglin nefnilega verulega verið rifuð ef marka má árshátíð sem fram fór á föstudagskvöld. Venju- lega hefur þetta verið meiri háttar viðburður í samkvæmislífinu, haldið á Sögu með þriggja rétta máltíð, skemmtiatriðum og dansleik. En í ljósi aðstæðna, uppsagna hjá aug- lýsingastofum, sem félagsmenn sáu ekki ástæðu til að halda sérstaklega upp á, var árshátíðin tröppuð veru- lega niður og var haldin sem partí á Dómó – þar sem þó gleðin ríkti. En einn maður skálar þó í kampa- víni um þessar mundir. Atli Fannar Bjarkason, ritstjóri Monitors. Þótt að óvissa ríki um framtíð blaðsins hefur lestur þess rokið upp úr öllu valdi. Á heimasíðu Monitors er greint frá því að aukningin nemi hvorki meira né minna en hundrað prósentu- stigum. Atli þakkar það þeim áherslu- breytingum sem gerðar hafi verið en hann tók einmitt við af Bigga í Maus. jbg/fgg FRÉTTIR AF FÓLKI VEISTU SVARIÐ Svör við spurningum á síðu 8. 1. Svartfugl af langvíuætt. 2. Gunnar Hákonarson. 3. Haítí.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.