Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 40
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Karenar D. Kjartansdóttur Í dag er mánudagurinn 10. nóvember, 316. dagur ársins. 9.41 13.11 16.41 9.39 12.56 16.13 Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is HEIMASÍMI NET GSM LÆKKAÐU SÍMREIKNINGINN Í DAG! býður allan pakkann, Net, Heimasíma og GSM frá 3.990 kr á mánuði. þarft ekki einu sinni að skipta um símanúmer. Hringdu í 1817, farðu inná ww.tal.is eða komdu við í nýjum húsakynnum Tals að Suðurlandsbraut 24 lækkaðu símreikninginn strax. HEIMASÍMI NET GSM Suðurlandsbraut 24 – 108 Reykjavík – þjónustuver: 1817 – skrifstofa: 445-1600 – www.tal.is – tal@tal.is LÆKKAÐU SÍMREIKNINGINN Í DAG! Tal býður allan pakkann, Net, Heimasíma og GSM frá 3.990 kr á mánuði. Þú þarft ekki einu sinni að skipta um símanúmer. Hringdu í 1817, farðu inná www.tal.is eða komdu við í nýjum húsakynnum Tals að Suðurlandsbraut 24 og lækkaðu símreikninginn strax. Lögreglumenn á mótorhjólum er eitt þeirra fyrirbrigða sem fimm ára syni mínum þykir mikið til koma í veröldinni. Vikuleg göngu- ferð okkar mæðginanna úr Vestur- bænum og niður í miðbæ um helg- ina var því alveg sérlega ánægjuleg. Allt í kring voru góðlegir lögreglu- menn, tilbúnir að veita litlum dreng athygli. Þetta gladdi soninn og bætti fyrir vonbrigðin sem höfðu vaknað með honum um morguninn þegar ekki tókst að kveikja á öldruðu sjón- varpinu og hann missti því af barna- efninu. ÉG fékk að taka mynd af syni mínum og félaga hans ásamt lög- regluþjóni og mótorhjóli niðri í bæ. Í kring voru þúsundir venjulegs fólks sem var sárt yfir því að lífs- kjaraskerðing var kölluð yfir það og fjölskyldur þeirra og að þjóðin væri skyndilega í milliríkjadeilu vegna skulda einkafyrirtækis, og tugur skemmtilegra ungmenna sem flögguðu Bónusfána. Reyndar skildi ég ádeiluna ekki strax þar sem ég hef aldrei tengt lágt vöru- verð við nokkuð illt. Svo voru önnur ungmenni sem ég held að hafi verið ögn hugmyndasnauðari sem köst- uðu drasli í Alþingishúsið. Það eina sem mér þótti ógnvekjandi voru um það bil tíu reiðir karlar sem augljóslega langaði að lemja löggur og fá þannig útrás fyrir einhvern innibyrgðan þrýsting sem ég held að sé tilkominn vegna kólesteróls- ríks fæðis og kyrrsetu. UM kvöldið þurfti ég að svara ótal spurningum sonar míns um mótor- hjól og bíla. Til að reyna að fela fávisku mína veiddi ég upp gamla bók frá því ég var lítil sem heitir Bílasögur eftir rússnesk/þýska skáldkonu. Bókina hefði ég dregið mikið fyrr fram í dagsljósið ef ég hefði munað hve skemmtileg hún var, tökum dæmi: „Ég heiti Tolli. Pabbi er bréfberi. Hann er láglauna- maður og alltaf blankur, svo við verðum að fara sparlega með pen- ingana. Í vor fékk hann ekki lengur skoðun á gamla ryðgaða Eskortin- um. Hann átti heldur ekki fyrir tryggingunni. Þeir komu og klipptu númerin af […] „Sjáið nú til, börnin góð,“ sagði pabbi. „Allt verðlag hefur margfaldast í þessari verð- bólgu, bæði á upphitun, rafmagni, fötum og matvælum. Og nú er ríkis- stjórnin búin að skerða kaupið. Við mamma ykkar höfum setið við að reikna þetta, tekið saman heimilis- bókhaldið og það þýðir ekkert, end- arnir ná ekki saman.“ ÉG hafði meira gaman af sögunni en sonurinn. Ég bara velti því fyrir mér hvernig upplitið á pabba Tolla hefði verið ef honum hefði verið ætlað að greiða reikninga annarra og hvort honum hefði liðið betur ef hann hefði lamið manneskju í ein- kennisbúningi. Góðkunningjar lögreglunnar

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.