Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 28
16 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR timamot@frettabladid.is Snemma árs 1848 fór byltingaralda um alla Evr- ópu. Friðrik VII, konungur Danmerkur, ákvað að afnema einveldi þar. Hann hóf undirbúning nýs stjórnarfyrirkomulags, þingbundinnar konungs- stjórnar. Hinni nýju stjórnskipan var meðal ann- ars ætlað að vernda sérstök réttindi í hverjum landshluta. Stuttu eftir að ný ríkisstjórn tók við störfum var ákveðið að steypa öllum þáttum sem vörðuðu stjórn Íslands saman í eina heild. Íslensk stjórn- ardeild var svo stofnuð með aðsetur í Kaup- mannahöfn 10. nóvember 1848. Undir hana heyrðu einnig öll mál er tilheyrðu Grænlandi og Færeyjum. Forstöðumaður stjórnardeildarinnar var skip- aður Brynjólfur Pétursson, lögfræðingur og full- trúi í danska fjármálaráðuneytinu. Brynjólfur var einn af Fjölnismönnum. Hann lést 1851 og var forstöðumaður deildarinnar til dánardags. Stofnun íslensku stjórnardeildarinnar markaði á vissan hátt tímamót í íslenskri frelsisbaráttu. Með stofnun hennar var málum Íslands og Dan- merkur að miklu leyti stíað í sundur. ÞETTA GERÐIST: 10. NÓVEMBER 1848 Deild um málefni Íslands stofnuðFRIEDRICH SCHILLER FÆDDIST ÞENNAN DAG ÁRIÐ 1759 „Að fyrirgefa − það er að finna aftur það sem maður hefur misst.“ Schiller var heimspeking- ur, ljóðskáld og leikritaskáld. Kvæði hans, Óðurinn til gleð- innar, var notað í 9. sinfóníu Beethovens. Það er lofsöng- ur til bræðralags og frelsis. Hjartkær móðir okkar, dóttir, systir og mágkona, Ragnheiður Hildur Skarphéðinsdóttir (Rúrý) Njörvasundi 33, lést á Landspítalanum við Hringbraut laugardaginn 1. nóvember. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 11. nóvember kl. 15.00. Hildur Imma Gunnarsdóttir Anna María Ingadóttir Hildur Ágústsdóttir Skarphéðinn Valdimarsson Ragna Dúfa Skarphéðinsdóttir Guðmundur Kjalar Jónsson Ágúst Skarphéðinsson Jóhann Þröstur Skarðhéðinsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Karlsdóttir Kjarrmóa 18, Reykjanesbæ, andaðist mánudaginn 3. nóv. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 11. nóvember, kl. 14.00 Ágústa Þorleifsdóttir Kristófer Þorgrímsson Júlíana Pietruszewski Paul Pietruszewski Guðmundur K. Þorleifsson Sigurlaug Björnsdóttir Karólína M. Þorleifsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. „Nú er mikið talað um hvernig Íslend- ingar standi sig á erlendum vettvangi og óhætt er að fullyrða að þeir standi framarlega í ýmsum þáttum land- búnaðarvísinda, einkum sauðfjár- rækt. Það koma hópar fólks víða að úr heiminum hingað til að skoða íslenska fjárrækt því aðferðir okkar byggj- ast á rannsóknum og mikilli reynslu.“ Þetta segir dr. Ólafur Dýrmunds- son, ráðunautur hjá Bændasamtök- um Íslands, sem nýlega var heiðrað- ur á 800 manna ársfundi Búfjárrækt- arsambands Evrópu í Litháen. „Þessi viðurkenning er silfurmed alía ágraf- in. Hún kom mér algerlega á óvart en var veitt fyrir dygga þjónustu og fræðilegt framlag,“ útskýrir hann. Hann kveðst hafa farið nokkuð reglu- lega á ársfundi sambandsins frá 1976, upphaflega að frumkvæði dr. Hall- dórs Pálssonar búnaðarmálastjóra sem kom Íslandi inn í Búfjárræktar- sambandið skömmu eftir að það var stofnað 1949. „Á tímabili var ég rit- ari í sauðfjár- og geitadeildinni og er að ljúka sex ára tímabili sem varafor- seti,“ útskýrir Ólafur. Ólafur er Reykvíkingur en ættaður úr Húnavatnssýslum og kveðst hafa dvalið mikið sem barn og unglingur hjá móðurfólki sínu í Hnausum í Þingi. „Þaðan kom áhuginn á land- búnaðinum,“ segir hann. „Ég byrjaði með kindur hér í Reykjavík þegar ég var um fermingaraldur og hafði þær meðal annars í gömlu Fjárborg við Blesugróf þar sem Tengi er núna. Á gagnfræða- og menntaskólaárum var ég þegar orðinnn fjárbóndi,“ lýsir hann og í ljós kemur að hann er það enn. „Það er tómstundaiðja hjá mér að eiga nokkrar kindur,“ segir hann hógvær og kveðst líka fást við lífræna ræktun grænmetis í smáum stíl. Ólafur tók doktorspróf í æxlunar- líffræði sauðfjár 1972 við háskóla í Wales og réði sig að því loknu sem kennari framhaldsdeildar Bænda- skólans á Hvanneyri sem síðar varð búvísindadeild og enn síðar Landbún- aðarháskólinn. „Ég var um tíma yfir- kennari á Hvanneyri og vann þar að rannsóknum á fengitíma, kynþroska og fleiru í sambandi við sauðféð. Inn- leiddi meðal annars aðferðir til að samstilla gangmál hjá ám í tengslum við sæðingar. Þá ganga ærnar allar á svipuðum tíma og bera á svipuð- um tíma. Þetta var tækninýjung. Ég hef starfað sem landsráðunautur hjá Bændasamtökunum frá 1977, einkum við lífrænan búskap og landnýtingu.“ Ísland er meðal þekktari sauðfjár- ræktarþjóða í Evrópu að sögn Ólafs. „Það vekur athygli erlendis hvað Ís- lendingar nýta vel gömlu búfjárkyn- in, framrækta þau og ná góðum ár- angri,“ segir hann. „Við erum hér með búfjárkyn framtíðarinnar sem nýta vel gras og eru heppileg fyrir okkar skilyrði ef þess er gætt að of- beita ekki landið.“ Hann bendir á að orkan sé orðin dýr og kornverð hátt á alþjóðamarkaði. „Það er komin upp sú staða að ýmis lönd sem voru aflögu- fær eru það ekki lengur og sá ódýri matur sem talað hefur verið um er í raun ekki til lengur.“ Hagsmunir íslenskra bænda og neytenda fara vel saman um þessar mundir að áliti Ólafs. Hann gagnrýn- ir ríkisstjórnina fyrir að halda land- búnaðarfrumvarpinu til streitu við þær aðstæður sem nú eru uppi. „Það má ekkert gera sem veikir landbún- aðinn núna,“ segir hann með áherslu. „Því á ráðherra að leggja frumvarpið til hliðar að sinni því það getur stofn- að heilum búgreinum í hættu. Númer eitt er að treysta fæðuöryggi þjóðar- innar.“ gun@frettabladid.is ÓLAFUR R. DÝRMUNDSSON: HEIÐRAÐUR AF BÚFJÁRRÆKTARSAMBANDI EVRÓPU Númer eitt er að treysta gott fæðuöryggi þjóðarinnar RÁÐUNAUTURINN Ólafur hefur verið fjárbóndi í Reykjavík í rúmlega fimmtíu ár. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM MERKISATBURÐIR 1871 Henry Morton Stanley finnur David Livingstone á bökkum Tanganjikavatns og varð Stanley að orði: „Dr. Livingstone, vænti ég?“ 1913 Járnbrautarlest er notuð til fólksflutninga á Íslandi í fyrsta og eina skipt- ið þegar flutningalest er breytt og farþegar flutt- ir frá Reykjavíkurhöfn að Öskjuhlíð. 1928 Brú er vígð yfir Hvítá í Borgarfirði hjá Ferjukoti. 1967 Siglufjörður kemst í vega- samband allt árið við opnun Strákaganga. 1984 Raforkukerfi Íslands er hringtengt þegar Suður- lína er tekin í notkun. Ástin til Norðurlandanna er aðalþema norrænu bóka- safnsvikunnar sem hefst í dag og stendur til 16. nóvem- ber. Stærsti viðburður vik- unnar er upplestur úr völd- um verkum í öllum löndun- um á sama tíma. Hann hefst klukkan níu í dag fyrir börn og klukkan sjö í kvöld fyrir fullorðna. Guðrún Helgadóttir er að- alhöfundur texta fyrir börn- in með söguna Ástarsaga úr fjöllunum en Eeva Kilpi frá Finnlandi sér um text- ann fyrir fullorðna og hefur skrifað hann sérstaklega fyrir þessa viku. Markmið- ið er að lýsa í bókmenntum tengslum Norðurlandabúa til síns heimalands og ná- grannalandanna. Bókasafnsvikan er ein af stærstu upplestrarviðburð- um Norðurlanda og jafnvel í heiminum öllum. Hún verð- ur haldin í rúmlega 2.600 bókasöfnum, skólum og fé- lögum á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum. Ástin í öndvegi Guðrún Helgadóttir er aðalrithöf- undur texta fyrir börn á norrænu bókasafnsvikunni. AFMÆLI NEIL GAIMAN rithöfundur er 48 ára. ENNIO MORRICONE tónskáld er áttræður.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.