Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 15

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 15
Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er ánægðastur með rússnesk- an píanógarm sem heitir Rauði október og var keyptur árið 1958 fyrir rússneskar rúblur sem afi minn, Árni Böðvarsson, fékk að launum fyrir íslensk-rússneska orðabók sem hann vann ásamt Val- erij P. Berkov í Leníngrad. Ekki var við það komandi að nota rúblurnar hér heima og því var afi tilneyddur að eyða ritlaunum sínum í eitthvert glingur í Moskvu, eins og dýrindis pels á ömmu og Rauða október í stofuna, þótt ekki léki hann sjálfur á píanó,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilsson í Hjaltalín, þar sem sem hann situr við umræddan píanógarm. „Mér áskotnaðist svo gripurinn þegar honum var orðið ofaukið í öðrum húsum og slæ reglulega á nótnaborðið. Píanóið flokkast seint undir framúrskarandi gott hljóð- færi, en það hefur skemmtilegan, fágætan hljóm og er svona temmi- lega falskt og gamaldags,“ segir Högni sem styðst oftar en ekki við rússneska píanóið í tónlistarsköp- un sinni, þótt töfrar þess hafi enn ekki ratað inn á hljómplötu. Og heimili hans ber þess glöggt merki að þar býr tónlistarmaður. „Ég hef svona óvart orðið hljóð- færasafnari þegar forvitnileg ein- tök hafa orðið á vegi mínum, og er hér með fjóra gítara, hljómborð, kontrabassa, kínverskar lútur og fleira, ásamt stöflum af nótnabók- um og geisladiskum,“ segir Högni og bætir við brosmildur að náðar- samlegast geti hann glamrað á það allt. thordis@frettabladid.is Píanógarmur frá Moskvu Út um opna glugga snoturs húss í Norðurmýrinni berast eilítið falskir en afar sjarmerandi hljómar úr víðförlu píanói sem fékkst fyrir ritlaun Árna heitins Böðvarssonar, málfræðings og orðabókarritstjóra. GLUGGAR sem ekki eru alveg nógu þéttir geta safnað í sig raka þegar kalt er úti. Mikilvægt er að lofti vel um gluggana og að öll bleyta sé þurrkuð reglulega úr þeim svo sveppir nái ekki að myndast í þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A R N ÞÓ R Hér situr Högni Egilsson í Hjaltalín við Rauða október; píanóið sem í framleiðslu hlaut sérkennilega lakkmeðferð og er prýtt rússnesku letri. STIGAR Allar mögulegar gerðir og stærðir smíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & Gólflistar Loftastigar, Innihurðir, Gerefti Gólflistar, Franskir gluggar í hurðir Smíðum Harmonikkuhurðir eftir máli Bílkerrur úr Áli frá Anssems í Hollandi Mex - byggingavörur Sími 567 1300 og 848 3215 www.byggingavorur.com A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000 www.sminor.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.