Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 14
14 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR UMRÆÐAN Ólafur Darri Andrason Útgangspunkturinn í öllum vangaveltum um framtíðarfyrirkomulag gengismála er sú staðreynd að við getum ekki komið á efnahagslegum stöðugleika til framtíðar og byggt upp þau lífskjör sem við viljum með íslenskri krónu. Við þurfum því að finna framtíðarlausn á fyrir- komulagi gjaldmiðilsmála. Sam- hliða þurfum við að svara því hvernig við ætlum að búa við íslenska krónu þar til við tökum upp nýjan gjaldmiðil. Sú leið að taka evru upp einhliða hefur nokkra kosti. Leiðin er fljót- virk og við tökum ekki áhættuna af því að við sitjum eftir skuldsett með ótrúverðugan gjaldeyri ef ekki tekst að byggja upp traust á krón- unni. Gallinn er hins vegar sá að slík lausn er ekki framtíðarlausn. Evrópu- sambandið hefur gefið til kynna að við séum vel- komin í sambandið og að við getum þá tekið upp evru eftir gildandi leik- reglum en ef við tökum evru upp einhliða þá kall- ar það á hörð viðbrögð frá sambandinu. Auk þess yrðum við af hlutdeild í þeim ávinn- ingi sem hlýst af því að sameinast um gjaldmiðil með öðrum ríkjum. Við fengjum t.d. ekki hlutdeild í myntsláttuhagnaði. Við ættum ekki aðild að stjórn Evrópska seðlabank- ans og þar með ekki aðkomu að mótun þeirrar peningamálastefnu sem við myndum þó búa við. Seðla- banki Evrópu yrði ekki bakhjarl okkar og Seðlabanki Íslands yrði að koma sér upp töluverðum varasjóði í evrum til að tryggja innlendum viðskiptabönkum lausafé. Síðast en ekki síst þá myndi slík einhliða upp- taka evru gerast án þess að við myndum vinna markvisst að því að laga okkur að nýju myntumhverfi. Skynsamlegasta leiðin í stöðunni er að taka nauðsynleg erlend lán til að byggja upp sterkan gjaldeyris- varaforða sem er forsenda þess að við getum opnað gjaldeyrismark- aðinn að nýju. Samhliða eigum við að lýsa því yfir að við ætlum að sækja um aðild að ESB og taka upp evru svo fljótt sem verða má. Þannig aukum við trúverðugleika okkar og lágmörkum áhættuna af því að krónan falli mikið þegar við opnum gjaldeyrismarkaðinn aftur. Með slíkum samstilltum aðgerðum getum við lifað með krónuna þar til við tökum upp evru sem framtíðar- gjaldmiðil. Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur ASÍ Nauðsynleg erlend lán ÓLAFUR DARRI ANDRASON UMRÆÐAN Manuel Hinds Það er rúmt ár síðan við Benn Steil heimsóttum Reykjavík í ágúst 2007 og mæltum með að evran yrði tekin upp á Íslandi. Við sögðum að í upptöku evru fælist tækifæri til að koma í veg fyrir þá alvarlegu peninga- kreppu sem við sáum vofa yfir framtíð landsins. Við samþykktum að evruupptaka myndi ekki minnka skuldir þjóðarinnar, sem voru þá þegar of miklar; 180 prósent af landsframleiðslu. Samt, eins og við bentum á, myndi sterk mynt koma í veg fyrir neikvæð áhrif óstjórn- legs verðfalls gjalmiðilsins, sem myndi verulega auka byrðarnar af fjárhagsskuldbindingum íslensku þjóðarinnar. Eins og við sáum það, var spurn- ingin hvort Ísland vildi takast á við skuldavandamálið, eða vildi auka vandamálið með gjaldmiðlakreppu. Ég tók röksemdirnar okkar saman í grein sem ég birti í íslensku dag- blaði stuttu eftir heimsókn okkar, í september 2007. Í þeirri grein sagði ég að gjaldmiðlakrísa yrði að veruleika ef fólk myndi óttast verulegt fall krónunnar. Óttinn myndi hvetja þá til að selja krón- una og kaupa aðra gjaldmiðla til að verja sig gegn fallinu. Þetta hefði tvennar afleiðingar. Fyrir það fyrsta yrði áhlaup á krónuinnlagn- ir í bönkum, þegar fólk hleypur til að ná í það lausafé sem það gæti til að kaupa evrur, dollar eða pund. Í öðru lagi myndi aukin ásókn í erlenda gjaldmiðla valda því að krónan veikist hratt. Áhrifin af veikingu krónunnar á skuldavanda- málið yrði verulegt. Skuldir íslensku þjóðarinnar, þá 180 pró- sent af landsframleiðslu, myndu aukast með falli krónunnar (yrði til dæmis 360 prósent af landsframleiðslu, ef krón- an fellur um 100 prósent) og á sama tíma myndi vaxtastig hækka verulega. Þetta hefði þau áhrif að ómögulegt yrði að endur- greiða mörg lán, jafnvel flest. Eina stjórntækið sem Seðlabankinn hefði til að koma í veg fyrir fall krónunnar yrði að selja erlenda gjaldmiðla, það er gjaldeyrisvara- forðann, á markaði. Vandamálið er að ef gjaldeyrisforðinn þurrkast upp, eða svo gott sem, þá hefur Seðlabankinn engin önnur úrræði en að láta krónuna falla. Seðlabank- inn hafði aðeins um tíu prósent af heildarupphæð vaxtamunavið- skiptanna í sjóðum. Gjaldmiðillinn færi í frjálst fall. Því miður rættist þessi spá um hvað myndi gerast ef Ísland héldi í krónuna, nema hvað veruleikinn varð enn svartari. Það þarf ekki að endursegja hvað gerðist. Nú er mikilvægt að koma í veg fyrir að harmleikurinn endurtaki sig og hefja uppbyggingu efnahagslífs- ins. Í greininni, eins og á ráðstefn- unni, hélt ég því fram að það væri leið til að koma í veg fyrir peninga- málahörmungar; að skipta krón- unni út fyrir alþjóðlegan gjald- miðil eins og evruna. Það myndi ekki eyða skuldastöðunni. En samt sem áður myndi sá möguleiki hafa þrjá meginkosti. Í fyrsta lagi myndi það koma í veg fyrir gjaldeyris- krísu, því enginn hefði áhyggjur af því að skuldavandamál Íslands myndi hafa neikvæð áhrif á evr- una. Í öðru lagi kæmi það í veg fyrir að skuldabyrðin, miðað við landsframleiðslu, myndi aukast. Í þriðja lagi myndi það róa skuldu- nauta, þar sem þeir myndu ekki hafa áhyggjur af því að skulda- byrðin ykist. Það yrði því auðveld- ara að endurgreiða skuldirnar og endursemja um þær, ef nauðsyn krefur. Skuldirnar myndu ekki hafa aukist, miðað við landsfram- leiðslu, á jafn dramatískan hátt og þær gera með dramatísku falli krónunnar. Ég sagði einnig að upp- taka evru myndi bjóða upp á lengri tíma kosti. Til dæmis myndi hún lækka vexti niður í gildandi vexti í Evrópu, og þannig minnka skulda- byrðina, ekki bara nú, heldur til framtíðar. Þessi áhrif koma sér vel miðað við núverandi kringumstæð- ur. Enduruppbygging efnahagslífs- ins þarf á lágum vöxtum að halda. Vaxtastigið sem þörf er á til að laða fjármagn til Íslands yrði mun lægra í evrum en í krónum. Að skipta krónunni út fyrir evru myndi jafnvel hafa aðra kosti. Eins og Heiðar Guðjónsson og Ársæll Valfells bentu á í greininni; Val- möguleikar eru fyrir hendi í geng- ismálum, sem birtist í Fréttablað- inu á laugardag, yrði það ekki nauðsynlegt að taka erlend lán til að byggja upp gjaldeyrisvaraforða, einungis til að veita krónunni trú- verðugleika, ef evran yrði tekin upp. Núverandi gjaldeyrisvara- forði en nægjanlegur fyrir upp- töku evru. Reyndar myndi Seðla- bankinn standa uppi með umframforða, eftir að hafa keypt nauðsynlegar evrur. Og hægt væri að nota erlend lán til að byggja upp efnahagslífið, í stað þess að byggja undir veikan gjaldmiðil. Ísland ætti aftur að huga að upp- töku evru. Í stað þess að spyrja af hverju Ísland ætti að taka upp evru, ætti spurningin að vera af hverju landið ætti að halda í krónuna, sem hefur reynst Íslandi dýr og mun reynast enn dýrari í framtíðinni. Manuel Hinds er fyrrum fjármála- ráðherra El Salvador. Hann hefur unnið sem efnahagsráðgjafi, meðal annars fyrir Alþjóðabankann. Af hverju að halda í krónuna? MANUEL HINDS UMRÆÐAN Edda Rós Karlsdóttir Ég er í grundvallar-atriðum sammála greiningu Ársæls og Heiðars á vandanum. Ég deili einnig áhyggj- um þeirra af því að við gætum setið uppi með lánin frá IMF og ónýt- an gjaldmiðil ef okkur mistekst að endurskapa traust á krón- una. Reynsla annarra þjóða af gjaldeyriskreppum kennir okkur að samstiga stjórnvöld og risastór gjaldeyrisvaraforði er lykillinn að því að afstýra slíkum örlögum. Staðan hér heima gefur því fullt tilefni til að hafa áhyggjur. Ég er með tvær efnislegar athugasemdir við tillögu þeirra félaga, en vil þó fyrst hrósa þeim sérstaklega fyrir að kveðja sér hljóðs með rök- studda tillögu. Fyrri athuga- semdin snýr að gjaldmiðla- skiptunum sjálfum sem ég tel að kalli á töluverða lántöku. Ég tel að gjaldeyrivaraforðinn sé nokkuð minni en þeir nefna í grein sinni, því í honum voru meðal annars víxlar sem gjald- féllu í október, en er engu síður sammála því að forðinn dugi til að skipta út mynt og seðlum í umferð. Ég tel hins vegar að við þyrftum að auki að hafa til reiðu evrur til að afhenda erlendum eigendum ríkis- skuldabréfa, íbúðabréfa og inn- stæðubréfa á gjalddaga bréf- anna. Sömuleiðis til að afhenda þegar erlendir aðilar vilja leysa út innlán sín í íslenskum bönkum. Mjög gróft áætlað gætum við verið að tala um 500 milljarða króna. Þótt þetta sé há fjárhæð, þá er hún samt lægri en þyrfti til að tryggja vel heppnaða fleytingu krón- unnar. Seinni athugasemdin snýr að lánveitanda til þrautavara, en fall íslenska bankakerfisins má einmitt rekja til þess að Seðla- banki Íslands gat ekki veitt þrautavararlán í alvöru gjaldmiðli. Þótt íslenska bankakerfið hafi minnkað mikið og erlend umsvif nánast þurrkast út, þá verður áfram þörf fyrir lán til þrautavara. Mikilvægt er að hægt sé að auka lausafjárfyrirgreiðslu hratt og vel ef kerfis- læg vandamál koma upp. Þetta atriði er sérstaklega mikilvægt á meðan við erum að vinna okkur upp úr banka- og gjaldeyriskreppunni. Því tel ég afar mikilvægt að upptaka evru gerist með fullum stuðn- ingi Evrópska seðlabankans. Mér finnst mjög spennandi að menn velti fyrir sér hvort hægt sé að stytta sér leið inn í evruna, til að koma í veg fyrir að gjaldeyriskreppan hrindi af stað nýrri bankakreppu sem auki enn á efnahagskreppuna. Ég velti hins vegar fyrir mér hvort svona útskipti á gjald- miðlinum jafngildi ekki í raun umsókn í Evrópusambandið. Ef við ætlum ekki að fara í pólit- íska ónáð hjá ESB, þá hljótum við að þurfa að lýsa yfir stað- föstum vilja til að undirganga Mastricht-ákvæðin. Værum við þá ekki að ganga fram hjá lýð- ræðinu, þar sem þjóðin ætti að hafa síðasta orðið? Edda Rós Karlsdóttir er hagfræðingur Vantar bakland EDDA RÓS KARLSDÓTTIR Í grein Heiðars Más Guðjónssonar og Ársæls Valfells, sem birtist í Fréttablaðinu á laugardaginn eru færð rök fyrir einhliða upptöku á ann- arri mynt en krónu. Segja þeir að hægt sé að taka upp aðra mynt, með einhliða aðgerð og með mun minni gjaldeyrisforða en þurfi til að verja krónuna, þegar hún verð sett aftur á flot. Sá forði sem nú sé í Seðla- bankanum, um tveir milljarðar evra, ætti að duga vel fyrir skiptunum. Þeir benda á að mikil áhætta sé falin í að taka sex milljarða dollara lán til að stórefla gjaldeyrisforðann. Í núverandi árferði sé mikilvægt að búa til festu. Hún fáist ekki með óbreyttu gengisfyrirkomulagi. Heiðar Már og Ársæll segja að einhliða upptaka annars gjaldmiðils brjóti ekki í bága við EES-samninginn en þó sé betra að hafa Alþjóðagjaldeyr- issjóðinn og viðeigandi seðlabanka með í ráðum. Hér á síðunni gera þau Ólafur Darri Andrason, hagfræðingur Alþýðusambandsins, Manuel Hinds, fyrrum efnahagsráðgjafi í Alþjóðabankanum og Edda Rós Karls- dóttir hagfræðingur grein fyrir skoðunum sínum á hugmyndum Heiðars og Ársæls EINHLIÐA UPPTAKA NÝRRAR MYNTAR Blaðberinn bíður þín Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24 alla virka daga frá kl. 8-17. ...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn... Ég velti hins vegar fyrir mér hvort svona útskipti á gjaldmiðlinum jafngildi ekki í raun umsókn í Evrópusam- bandið. Ef við ætlum ekki að fara í pólitíska ónáð hjá ESB, þá hljótum við að þurfa að lýsa yfir staðföstum vilja til að undirganga Maastricht- ákvæðin.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.