Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 4
4 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 22° 15° 13° 13° 11° 15° 14° 11° 10° 11° 24° 14° 11° 23° 4° 16° 19° 8° Á MORGUN 8-13 m/s með ströndum an- nars hægari MÁNUDAGUR Hæg breytileg átt 4 3 1 2 1 2 4 7 5 6 -1 8 13 13 13 10 10 8 8 10 13 6 -1 -1 -3-2 -2 -3 -2 0 33 KÓLANDI VEÐUR Norðanáttinnir tekst ætlunarverk sitt. Það er að kólna. Í dag verður hitinn á Norðurlandinu nálægt frostmarki og fer kóln- andi. Í kvöld verða víða komnar bláar tölur á sunnan-vert landið. Á miðvikdag fer heldur hlýnandi með suðurströnd landsins en áfram verður þó svalt á land- inu norðanverðu. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur ÞÝSKALAND Landesbank Baden- Würtemberg (LBBW), stærsti héraðsbanki Þýskalands, á um einn milljarð evra, andvirði um 165 milljarða króna á núverandi gengi, útistandandi í þjóðnýttu bönkunum íslensku. Þetta var fullyrt í þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung á laugar- dag. Talsmenn bankans hafa neitað að staðfesta þessar upplýsingar, en tjáðu Reuters-fréttastofunni um helgina að þeir gerðu nú ráð fyrir að bankinn þyrfti að afskrifa 350 milljónir evra, um 58 milljarða króna, í kröfum sem hann átti hjá íslensku bönkunum. Að sögn talsmannsins er LBBW nú að íhuga alvarlega að leita á náðir björgunarsjóðsins sem þýsk stjórnvöld hafa sett á fót. - aa Áhrif bankakreppunnar hér: Þýskur banki af- skrifar milljarða SLYS Maður liggur alvarlega slasaður á sjúkrahúsi eftir harðan árekstur strætisvagns og tveggja fólksbíla á Hringbraut í Reykja- vík á laugardagskvöld. Maðurinn var að tengja startkapla milli tveggja kyrr- stæðra bíla á götunni þegar strætisvagninn kom aðvífandi. Vagnstjórinn náði ekki að bregðast nógu fljótt við og hafnaði aftan á öðrum bílnum, hann kastaðist síðan á hinn fólksbílinn með þeim afleiðingum að maðurinn klemmdist á milli. Maðurinn er meðal annars brotinn á báðum fótum en er ekki í lífshættu. - þo Slys á Hringbraut: Klemmdist á milli bílanna HARÐUR ÁREKSTUR Strætisvagninn lenti aftan á græna bílnum og eins og sjá má var höggið mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL UNGVERJALAND Frysting launa opinberra starfsmanna er meðal ráðstafana sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, IMF, hefur gert ungverskum stjórnvöldum að grípa til sem skilyrði fyrir því að þiggja 12,5 milljarða evra lán úr sjóðnum til að bægja frá hættu á hruni fjármálakerfisins í landinu. Listinn yfir þessi skilyrði var birtur á heimasíðu ungverska seðlabankans fyrir helgi, eftir að framkvæmdastjórn IMF samþykkti lánveitinguna til Ungverja. Aðalmarkmið ungverskra stjórnvalda samkvæmt þessum lista er í fyrsta lagi að draga úr þörf ríkisins fyrir lánsfé og bæta langtímastöðugleika í ríkisfjármálum, í öðru lagi að sjá til þess að viðskiptabankar landsins hafi nægilegt eigið fé og lausafé sé nægilegt á fjármálamarkaði innanlands; og í þriðja lagi að byggja undir traust og tiltrú og tryggja aðgengi að nægilegu lánsfé erlendis. Þá eru sett allítarleg markmið um rekstur ríkisins á næsta ári. Stefnt skuli að því að núverandi hallarekstri ríkissjóðs verði snúið upp í rekstrarafgang strax á þriðja ársfjórð- ungi 2009, skuldasöfnun ríkisins skuli hætt og þak sett á heildarskuldir þess. Enn fremur er þess vænst að: ■ lög verði sett fyrir komandi áramót um fjárhagslega ábyrgð; ■ lög sett til eflingar neyðarvalds fjármálaeft- irlitsins; ■ ríkisútgjöld minnki um 2 prósent af þjóðar- framleiðslu fyrir lok næsta árs, en meðal ráðstafana sem taldar eru upp til að ná því markmiði er nefnt að frysta laun opinberra starfsmanna, hætta að greiða 13. mánaðar- laun í opinbera geiranum, fresta vísitölu- bindingu sumra bóta í félagslega kerfinu og skera niður rekstrarfé ráðuneyta. - aa Skilyrði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir lánafyrirgreiðslu til Ungverjalands: Frysting ríkislauna meðal skilyrða Kristalsnætur minnst Bæði í Þýskalandi, Ísrael og fleiri löndum var hinnar svonefndu kristals- nætur minnst í gær. Fyrir réttum 70 árum, 9. nóvember 1938, hófu nas- istar í Þýskalandi skipulagða herferð gegn gyðingum sem á stríðsárunum náði hámarki í helförinni. Í henni týndu um sex milljónir evrópskra gyðinga lífi. ÞÝSKALAND Fundu kókaín við húsleit Lítils háttar magn af kókaíni fannst við húsleit í Vestmannaeyjum í fyrrakvöld. Var húsráðandi handtekinn og telst málið upplýst. Þá gisti einn fangageymslur í Eyjum vegna ölvunar. LÖGREGLUFRÉTTIR FRÁ BÚDAPEST Ungverska þinginu er ætlað að afgreiða fljótt ýmis kreppulög samkvæmt IMF-áætluninni. LÖGREGLUMÁL Lögreglan á Suðurnesjum leitar nú öku- manns vélhjóls sem stakk lögreglu af í Sandgerði í gær. Lögreglan var við eftirlit um miðjan dag í gær þegar hún sá til ferða manns á mótorkross- hjóli í ofsaakstri innanbæjar. Hugðist lögregla ná tali af ökumanninum en hann sinnti ekki stöðvunarmerkjum hennar og jók hraðann. Lögregla veitti manninum eftirför en missti stjórn á bíl sínum svo hann hafnaði utan vegar og er talsvert tjónaður. Engin slys urðu á fólki. Ökumaðurinn hafði ekki gefið sig fram í gærkvöld en lögregla er með upptöku af atvikinu og mun rannsaka hver þarna var á ferð. - þo Stakk lögregluna af: Eftirför endaði með útafakstri BANDARÍKIN Bandarískir dómstólar hafa dæmt 27 ára gamlan karl- mann, Timothy Ryan Richards, í 16 ára fangelsi fyrir framleiðslu og dreifingu barnakláms. Richards átti í kynferðislegu sambandi við unglingspilta undir lögaldri og ferðaðist meðal annars með einum þeirra alla leið til Íslands árið 2003. Myndband sem Richards tók upp á hótelherbergi í Reykjavík var meðal sönnunargagna sem lögð voru fram í málinu. Einnig kvittun fyrir gistingu á Hótel Keflavík. Richards var handtekinn í sept- ember árið 2005 og rúmu ári síðar var réttað yfir honum. Meðan Richards beið dómsins bloggaði hann úr fangelsinu um reynslu sína og taldi sig vera hafðan fyrir rangri sök. Pilturinn sem Richards bauð með sér til Íslands var aðeins fjór- um árum yngri en hann en þeir höfðu átt í sambandi síðan þeir voru 14 og 18 ára gamlir. Sam- bandinu lauk skömmu eftir heim- sóknina til Íslands um líkt leyti og pilturinn varð lögráða. Í skjölum frá réttarhöldunum kemur fram að Richards hafi dval- ið með piltinum á Íslandi í nokkra daga í febrúar árið 2003. Þeir hafi meðal annars skroppið í Bláa lónið. Í myndbandi úr ferðinni, sem notað var sem sönnungar- gagn, sést pilturinn í sturtu. Þar bregður nafni hótelsins fyrir á sturtuhenginu en pilturinn segir að þeir hafi dvalið á Hótel Reykja- vík. Richards staðhæfði hins vegar fyrir rétti að myndirnar væru frá Bandaríkjunum, teknar eftir að pilturinn varð lögráða. Richards átti einnig í sambandi við aðra unglingspilta og myndaði kynferðisathafnir sínar með þeim. Hann virðist yfirleitt hafa misst áhugann á piltunum um það leyti sem þeir urðu lögráða og þegar Richards var handtekinn í hitteðfyrra bjó hann með þrettán ára gömlum dreng. Fréttablaðið ræddi við nokkra aðila innan lögreglunnar en eng- inn þeirra kannaðist við að málið hefði komið inn á borð til þeirra. thorgunnur@frettabladid.is Barnaklámsmál teygir sig til Íslands Bandarískur maður hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að framleiða og dreifa barnaklámi. Upptökur af hótelherbergi í Reykjavík voru meðal sönnunar- gagna en þar dvaldi maðurinn ásamt ólögráða pilti í Íslandsför sinni árið 2003 HÓTEL KEFLAVÍK Reikningur af hótelinu, dagsettur 18. febrúar 2003, var meðal sönnunargagna. Þar gistu Richards og pilturinn eftir að flugi þeirra til Bandaríkj- anna var aflýst. DÆMDUR Richards var 22 ára þegar hann heimsótti Ísland ásamt tæplega átján ára „kærasta“ sínum. HÓTEL REYKJAVÍK Pilturinn segir að þeir Richards hafi gist á Hótel Reykja- vík í Íslandsferð sinni. Nafni hótelsins á að bregða fyrir á sturtuhengi í kyn- ferðislegu myndbandi sem Richards tók af piltinum á hótelinu. GENGIÐ 07.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 223,2843 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 129,38 130,00 204,15 205,15 165,54 166,46 22,231 22,361 18,96 19,072 16,485 16,581 1,3279 1,3357 192,44 193,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.