Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 10. nóvember 2008 19 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Mánudagur 10. nóvember ➜ Fyrirlestrar 12.30 Sólveig Aðalsteinsdóttir mynd- listamaður verður með fyrirlestur um myndlistaverk sín í húsnæði myndlista- deildar Listaháskóla Íslands, stofu 024m Laugarnesvegi 91. ➜ Norræn bókasafnsvika Norræna húsið 10.00 Sigurður Helgason les Ástar- sögu úr fjöllunum eftir Guðrúnu Helga- dóttur. 17.50 Kór Norræna félagsins Vox Borealis flytur tónlist og Hjalti Rögn- valdsson les texta dagsins eftir finnsku skáldkonuna Eevu Kilpi. Bókasafn Hafnarfjarðar, Strandgötu 1. 16.30 Guðrún Helgadóttir les úr bók sinni Ástarsaga úr fjöllunum. 18.00 Rannveig Rist les texta dagsins eftir finnsku skáldkonuna Eevu Kilpi. ➜ Uppboð 18.00 Listmunauppboð í Galleríi Fold, Rauðarárstíg 12-14. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is Robin Williams kveðst aldrei ætla að gifta sig aftur. Leikarinn skildi við aðra eiginkonu sína, Marsha Graces, eftir átján ára hjóna- band, en Marsha sótti um skilnað í maí síðastliðnum sökum óviðunandi ágreinings. Í viðtali við breska dagblaðið Daily Mail segir Robin það ekki koma til greina að ganga í hjónaband í þriðja sinn. „Það er ekki aðeins af fjárhagslegum ástæðum sem ég ætla ekki að gifta mig aftur. Fólk myndi hugsa sig tvisvar um áður en það skilur ef það þyrfti að gefa líkamspart í staðinn fyrir helminginn af aleigunni,“ segir leikarinn. Giftir sig ekki aftur SKILINN Í ANNAÐ SINN Leikarinn Robin Williams segist ekki vilja ganga í hjóna- band í þriðja sinn eftir skilnað við aðra eiginkonu sína, Marsha Graces. Anne Hathaway fékk óvenjulegt bréf frá einum aðdáanda sínum á dögunum, þar sem hann óskaði þess að hún tæki myndir af berum fótum sínum. Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem aðdáandi biður Anne um mynd af fótum hennar, en hún segist reyna að taka slík bréf ekki of alvarlega. Leikkonan, sem opinberaði nýlega samband sitt við leikarann Adam Shulman, segir flest aðdáendabréfin sem henni berast vera vingjarnleg. Hún viðurkenn- ir þó að útlit hennar kalli stundum á neikvæða athygli og segist hafa fengið nokkur skrítin bréf frá aðdáendum sem hún hefði síður viljað lesa. Skuggalegur aðdáandi ÓVENJULEG BÓN Nokkrir aðdáendur Anne Hathaway hafa óskað eftir mynd- um af berum fótum leikkonunnar. Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið, 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Fréttablaðið stendur upp úr Fréttablaðið er sem fyrr mest lesna dagblað landsins með glæsilegt forskot á samkeppnisaðila sína eins og síðasta könnun Capacent Gallup ótvírætt sýnir. Við erum auðvitað rífandi stolt af þessum góða árangri og bendum auglýsendum á að notfæra sér forskotið okkar þegar þeir velja auglýsingamiðil. Allt sem þú þarft... ...alla daga 70.7% 33.4% Hafi einhvern dreymt um að skilnaður Guy Ritchie og Madonnu myndi fara fram á frið- samlegum og rólegum nótum var það óskhyggjan ein. Þau hjóna- korn hafa verið dugleg að senda hvort öðru duldar pillur með einum eða öðrum hætti. Guy stendur hins vegar ekki einn því leikstjórinn og leikarinn Sean Penn lýsti því á verðlaunahátíð að hann hefði fulla trú á Guy Rit- chie. Penn tók á móti BAFTA/LA- Stanley Kubrick-verðlaunum á fimmtudaginn og sagði þá að hann byggist við því að nú myndi ferill Guy hefjast fyrir alvöru. Og vísaði þar til þess að hann væri nú loks laus undan Madonnu og gæti einbeitt sér að eigin verk- um. „Hvað get ég eiginlega sagt á ensku? Guy Ritchie snýr aftur,“ sagði leikarinn og uppskar mikið lófaklapp. Penn og Madonna voru, eins og mörgum ætti að vera kunnugt um, gift í þrjú ár. Sambandið þótti heldur storma- samt og endaði með miklum hvelli. En síðan Penn og Madonna skildu hefur leikarinn átt góðu gengi að fagna. Og auðvitað söng- konan líka. Madonna hefur ekki verið þekkt fyrir að fara fínu leiðina í að losa sig við ástmenn sína. Frægt er þegar hún stakk puttan- um ofan í kok sitt og gerði sig lík- lega til að kasta upp eftir að þáverandi ástmaður hennar, Warren Beatty, hafði heimsótt hana baksviðs. Því sambandi lauk fljótlega eftir að mynd- brotið var sýnt í kvikmynd- inni In bed with Madonna. Madonna hefur verið dug- leg við að senda Guy tóninn á tónleikum og lét meðal annars að því liggja að hann hefði haldið fram hjá henni. Sean Penn styður Guy Ritchie STYÐUR GUY Sean Penn styður Guy Ritchie og telur að hann eigi eftir að ná ferli sínum á flug eftir skilnað- inn.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.