Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI 70,7% 33,4% M or gu nb la ði ð Fr ét ta bl að ið Fréttablaðið er með 112% meiri lestur en Morgunblaðið Meðallestur á tölublað m.v. höfuðborgarsvæðið 18–49 ára. Könnun Capacent í ágúst - október 2008. Allt sem þú þarft... ...alla daga Sími: 512 5000 MÁNUDAGUR 10. nóvember 2008 — 308. tölublað — 8. árgangur fasteignir 10. NÓVEMBER 2008 Fasteignasalan Stakfell hefur til sölu einbýlishús á einni hæð við Fákahvarf með útsýni yfir Elliðavatn. K omið er inn í flísalagða forstofu. Granít er á gólfi sem flæðir upp einn vegg og rennihurðir úr gleri inn í húsið sjálft. Granít er á öllum gólfnem í en samliggjandi og er eldhús einnig opið við stofur. Fjögurra metra löng eyja er á milli eld-húss og borðstofu. Sama granít er á borðplötu og er á gólfum og er hún 10 sentimetra þykk. Gluggar í stofu ná niður í gólf enda útsýnið fallegt. Svefnher-bergin eru tvö og stór og rúm-góð. Inn af aðalsv f h veggjum og granít er á gólfi í setustofu og fataherbergi en á baðherbergi er sama parket og er á svefnherbergjum. Gestasal-erni er með sturtu og er það í sama stíl og aðalbaðherbergi. Þvottahús er með hvítum háglansinnréttingum og er granít milli ef i Setustofa, fataherbergi og bað inn af hjónaherbergi Gott útsýni er úr stofu yfir Elliðavatn. Grunnur að góðu lífi Fasteignasala :: Lágmúla 7 :: 108 Reykjavík :: sími 535_1000 Þorlákur Ó. Einarsson lögg. fasteignasali Þórhildur Sandholt lögfr. og lögg. fasteignasali Laugavegi 170, 2. hæð • Opið virka daga kl. 9:00-17:00 Sími 552 1400 • Fax 552 1405 • www.fold.is • fold@fold.is Viðar Böðvarsson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali Þjónustusími sölumanna eftir lokun 694 1401 ÓSKUM EFTIR FYRIR FJÁRFESTA.. Einbýli, parhús, raðhús í 107, 101 og 170Verðbil 50-90 millj.Bein kaup engin eignaskipti .. Einbýlishúsi á sjávarlóð á Arnarnesi.. Sérhæðum í austurbæ, miðbæ og vestur- bæ Reykjavíkur – Verðbil 35-50 millj. .. 3ja-4ra herbergja íbúðum í Reykjavík og Kópavogi – verðbil 18-30 millj. .. Einstaklings- og 2ja herbergja íbúðum víðsvegar á höfuðborgarsvæðinu – verðbil 10-20 millj. VEÐRIÐ Í DAG HÖGNI EGILSSON Falskir en sjarmerandi tónar frá Rauða október • heimili Í MIÐJU BLAÐSINS Ágrafin silfurmedalía Ólafur Dýrmundsson, ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, var nýlega heiðraður fyrir dygga þjónustu og fræðilegt framlag á 800 manna ársfundi Búfjárræktar- sambands Evrópu í Litháen. TÍMAMÓT 16 FASTEIGNIR Einbýlishús með góðu útsýni yfir Elliðavatn Sérblað um fasteignir FYLGIR FRÉTTABLAÐINU Í DAG Sölufulltrúar Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Hugi Garðarsson hugi@365.is 512 5447 „Ég er ánægðastur með rússnesk- an píanógarm sem heitir Rauði október og var keyptur árið 1958 fyrir rússneskar rúblurmi Á léki hann sjálfur á píanó,“ segir tónlistarmaðurinn Högni Egilssí Hjaltalín þ un sinni þótt töf Píanógarmur frá Moskvu Út um opna glugga snoturs húss í Norðurmýrinni berast eilítið falskir en afar sjarmerandi hljómar úr víðförlu píanói sem fékkst fyrir ritlaun Árna heitins Böðvarssonar, málfræðings og orðabókarritstjóra. GLUGGAR sem ekki eru alveg nógu þéttir geta safnað í sig raka þegar kalt er úti. Mikilvægt er að lofti vel um gluggana og að öll bleyta sé þurrkuð reglulega úr þeim svo sveppir nái ekki að myndast í þeim. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A RN ÞÓ R Hér situr Högni Egilsson í Hjaltalín við Rauða október; píanóið sem í framleiðslu hlaut sérkennilega lakkmeðferð og er prýtt rússnesku letri. STIGARAllar mögulegar gerðir og stærðirsmíðað eftir óskum hvers og eins Beygjanlegir Handlistar & GólflistarLoftastigar, Innihurðir, GereftiGólflistar, Franskir gluggar í hurðirSmíðum Harmonikkuhurðir eftir máliBílkerrur úr Áli frá Anssems í HollandiMex - byggingavörurSími 567 1300 og 848 3215www.byggingavorur.com A T A R N A Nóatúni 4 · Sími 520 3000www.sminor.is Í hlutverki sáttasemjara Baltasar Kormákur reynir að sætta stórstjörnurnar í Brúðgumanum FÓLK 26 Tekur upp eftirstríðs- mynd í Tékklandi Karl Óskarsson hefur fengið að kynnast magnaðri sögu tékk- nesku þjóðarinnar. FÓLK 26 SNJÓR EÐA SLYDDA NYRÐRA Í dag verða norðlægar áttir, 8-15 m/s hvassast á annesjum nyrðra og norðvestan til. Snjókoma eða slydda norðan og austan til en bjart með köflum syðra. Kólnandi veður. VEÐUR 4 4 1 1 4 5 FÓLK Guðmundur Páll Óskarsson, hákarlsverkandi í Hnífsdal, er ekki bjartsýnn á að honum takist að anna spurn eftir kæstum hákarli á þorrablót landsmanna. Guðmundur Páll segir sjómenn ekki vilja veiða hákarl þrátt fyrir gylliboð. Aðrir hákarlsverkendur eru ekki jafnsvartsýnir en segja þó að ekki sé mikið um gott hráefni á markaðinum. Guðmund- ur Páll reiknar með að verðið á þeim hákarli sem til er verði í hærra lagi. - fgg / sjá síðu 26 Útlitið dökkt fyrir þorrablótin: Hákarlsskortur yfirvofandi Chelsea á toppinn Tvö mörk frá Nicolas Anelka gegn Blackburn skutu Chelsea á topp ensku úr- valsdeildar- innar. ÍÞRÓTTIR 22 GÓÐUR ÁRANGUR Fimleikakappinn Viktor Kristmannsson úr Gerplu varð í þriðja sæti í fjölþraut á Norður-Evrópumótinu í áhalda- fimleikum sem fram fór í Gerpluhúsinu um helgina. Íslenska karlaliðið var í fimmta sæti á mótinu og kvennaliðið í því sjötta. Er þetta stærsta mót sinnar tegundar sem haldið hefur verið hér á landi. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN EFNAHAGSMÁL Evrópusambandið hefur gefið til kynna að við séum velkomin í sambandið og að við getum þá tekið upp evru eftir gild- andi leikreglum en ef við tökum evru upp einhliða kallar það á hörð viðbrögð frá sambandinu,“ segir Ólafur Darri Andrason, hagfræð- ingur Alþýðusambandsins. Í Fréttablaðinu í dag bregst hann, ásamt Eddu Rós Karlsdóttur hag- fræðingi og Manuel Hinds, fyrrum efnahagsráðgjafa Alþjóðabankans, við grein sem Heiðar Már Guðjóns- son, framkvæmdastjóri hjá Novat- or, og Ársæll Valfells, lektor við Háskóla Íslands, rituðu í blaðið um helgina. Þeir Heiðar Már og Ársæll færðu rök fyrir því að Ísland taki einhliða upp aðra mynt en krónu. Edda Rós Karlsdóttir er í grund- vallaratriðum sammála greiningu Ársæls og Heiðars á vandanum. Hún telur gjaldeyrisvaraforðann duga til að skipta út mynt og seðl- um í umferð, en að auki þyrfti að hafa til reiðu evrur til að afhenda erlendum eigendum ríkisskulda- bréfa, íbúðabréfa og innstæðu- bréfa. Mikilvægt sé einnig að hægt sé að auka lausafjárfyrirgreiðslu hratt og vel ef kerfislæg vandamál koma upp. Edda telur afar mikil- vægt að uptaka evru gerist með fullum stuðningi Evrópska seðla- bankans. Manuel Hinds segist hafa mælt með upptöku evru, til að koma í veg fyrir þá alvarlegu peningakreppu sem vofði yfir framtíð landsins, í ágúst á síðasta ári. Því miður hafi veruleikinn orðið enn svartari en hann hefði búist við. „Í stað þess að spyrja af hverju Ísland ætti að taka upp evru ætti spurningin að vera af hverju landið ætti að halda í krónuna sem hefur reynst Íslandi dýr og mun reynast enn dýrari í framtíðinni,“ segir Hinds. - kg sjá síðu 14 Óttast hörð viðbrögð við einhliða upptöku Hagfræðingur Alþýðusambandsins telur einhliða upptöku evru kalla á hörð viðbrögð ESB. Fyrrum efnahagsráðgjafi Alþjóðabankans segir krónuna hafa reynst Íslandi dýr og að hún muni reynast enn dýrari í framtíðinni. ORKUMÁL „Okkur þótti óráðlegt að opna tilboðin meðan staðan er svona,“ segir Friðrik Sophusson forstjóri Landsvirkjunar en útboðum í Búðarhálsvirkjun sem átti að opna í haust hefur verið seinkað fram í mars. Öll leyfi fyrir Búðarhálsvirkj- un eru til staðar. Framkvæmdir hófust haustið 2002 en var frestað árið 2003, í sumar var síðan ákveðið að hefja þær að nýju. Undanfarna áratugi hafa fram- kvæmdir sem þessar verið fjár- magnaðar með erlendum lánum en slíkt stendur ekki til boða nú. Friðrik segir það vissulega von- brigði enda hefðu nýjar virkjanir hleypt lífi í verktakamarkaðinn. Spurður hvort Landsvirkjun hafi rætt við lífeyrissjóðina um hugsanlega fjármögnun verk- efna segir Friðrik engar formleg- ar samræður hafa átt sér stað. „Ég bað um að rætt yrði við fulltrúa lífeyrissjóðanna almennt svo við gætum áttað okkur á því hvort þeir hefðu einhver tök á að koma að fjármögnun. Við erum alltaf í góðu sambandi við lífeyr- issjóðina en það eru engar við- ræður í gangi,“ segir Friðrik. - þo Landsvirkjun ræðir óformlega við lífeyrissjóðina um fjármögnun virkjana: Útboðum í Búðarhálsvirkjun seinkað BANDARÍKIN Bandarískur maður, Timothy Ryan Richards, hefur verið dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir vörslu og dreifingu barna- kláms. Upptökur af hótelherbergi í Reykjavík voru meðal sönnunar- gagna í málinu. Richards, sem er 27 ára gamall, átti í kynferðissambandi við pilt sem var fjórum árum yngri en hann sjálfur. Meðan pilturinn var enn undir lögaldri heimsóttu þeir Ísland og þar tók hinn dæmdi upp myndband sem sýnir piltinn í kynferðislegum athöfnum. Richards var handtekinn árið 2005. Þá bjó hann með 13 ára gömlum dreng. - þo / sjá síðu 4 Sönnunargögn frá Íslandi: Barnaklámsmál teygir anga sína hingað til lands HÁKARLAVERKANDI Guðmundur Páll Óskarsson, hákarlaverkandi í Hnífsdal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.