Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.11.2008, Blaðsíða 10
10 10. nóvember 2008 MÁNUDAGUR Þrátt fyrir að ekki sé unnt að fá aðild bæði að ESB og evru- svæðinu á mjög skömmum tíma myndi það strax stuðla að stöðugleika í íslensku efnahags- lífi að tilkynna um áform um að hefja aðildarviðræður PHILIP LANE PRÓFESSOR Í ALÞJÓÐAHAGFRÆÐI VIÐ TRINITY-HÁSKÓLA Í DYFLINNI ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Fimmtudaginn 13. nóvember nk. stendur Einkaleyfa- stofan fyrir námskei›i um alfljó›legt umsóknarferli fyrir einkaleyfi, PCT-kerfi›. Fari› ver›ur yfir meginflætti kerfisins auk ítarlegrar umfjöllunar um formskilyr›i umsókna. Fyrirlesari ver›ur Yolande Coeckelbergs frá Alfljó›ahugverkastofnuninni í Genf, WIPO. Námskei›i›, sem er öllum opi›, ver›ur haldi› í húsnæ›i Einkaleyfastofunnar, Engjateigi 3, Reykjavík. Fimmtudaginn 13. nóvember, kl. 8.30–16.30. fiátttökugjald er 10.000 kr. Námskei›sgögn og hádegisver›ur eru innifalin í flátttökugjaldi. fiátttakendur eru be›nir um a› skrá sig á heimasí›u Einkaleyfastofunnar, www.els.is fyrir 10. nóvember. Námskei›i› fer fram á ensku. Námskei› um alfljó›legt umsóknarferli einkaleyfa Námskei› um PCT kerfi› EVRÓPUMÁL Það eitt að ákveða að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu og stefna að upptöku evru myndi „strax stuðla að stöð- ugleika í íslensku efnahagslífi.“ Að þessu færir Philip Lane, prófessor í alþjóðahagfræði í Dyflinni, rök í grein undir yfir- skriftinni „Ísland: Framtíðin er í ESB,“ sem birt var á fimmtudag á vefnum VoxEU.org. „Þrátt fyrir að ekki sé unnt að fá aðild bæði að ESB og evru- svæðinu á mjög skömmum tíma myndi það strax stuðla að stöðug- leika í íslensku efnahagslífi að til- kynna um áform um að hefja aðildarviðræður,“ skrifar Lane og heldur áfram: „Þar að auki myndu horfurnar á að landið fengi inn- göngu í Efnahags- og myntbanda- lagið sjá Seðlabanka Íslands fyrir þeirri kjölfestu sem þyrfti til að koma krónunni aftur á flot á milli- bilstímabilinu og hann þyrfti þar með ekki að sanna getu sína til að sjá íslensku efnahagslífi upp á eigin spýtur fyrir trúverðugri gjaldmiðilskjölfestu.“ Þá segir Lane að ástandið sem upp sé komið á Íslandi veki athygli á því að „tengsl Íslands við önnur Evrópulönd hafa reynst vera tiltölulega veik þegar á reyndi og mörg vandamál hefði mátt koma í veg fyrir hefði landið notið betri skilnings og nánari samstöðu á meðal evrópskra grannþjóða sinna.“ Að þessu leyt- inu súpi Ísland nú seyðið af því að vera aðeins laustengt ESB í gegn um EES í stað þess að vera full- gilt aðildarríki, með öllum þeim „fjölbreyttu gagnkvæmu skuld- bindingum“ sem því fylgdi. Lane færir enn fremur rök fyrir því að hrun fjármálakerfis- ins á Íslandi sýni „að eftirlit með fjármálastarfsemi og viðbrögð við aðsteðjandi vanda eru mjög krefjandi verkefni sem jafnvel stærstu ríkin sem búa yfir mesta mannauðnum eiga í erfiðleikum með.“ Þetta geri að verkum að lítil ríki njóti sérstaklega góðs af aðild að myntbandalagi. Einkum og sér í lagi eigi þetta við um land eins og Ísland, sem sitji uppi með alvarlega skaðaðan trúverðug- leika sem bakhjarl sjálfstæðrar myntar. „Það er mikilvægt að leggja áherslu á að það er enginn nær- tækur valkostur við aðild að evru- svæðinu. Sérstaklega myndi ein- hliða upptaka evru eða myntráð standa fyrir mun veikari aga í peningamálum,“ skrifar Lane einnig. „Þessar leiðir eru líka miklu dýrari fyrir ríkið en full innganga í myntbandalag.“ audunn@frettabladid.is ESB-umsókn stuðlar strax að stöðugleika Að mati írsks hagfræðiprófessors myndi ESB-aðildar- umsókn stuðla að stöðugleika í íslensku efnahagslífi. Horfur á evruaðild myndu gera Seðlabanka Íslands kleift að koma krónunni á flot til bráðabirgða. BROSTINN TRÚVERÐUGLEIKI Lane segir trúverðugleika Seðlabanka Íslands sem bakhjarls sjálfstæðrar peningamálastefnu brostinn en horfur á evruaðild gætu gert honum kleift að setja krónuna aftur á flot uns af aðild getur orðið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR Þjónustan um borð í vélum Icelandair hefur breytt um svip. Kiddi skrifar: „Ég fór með Icelandair til Danmerkur um þarsíðustu helgi. Þeir eru farnir að selja heyrnartól á 400 kr., hættir með matarbakka og farnir að selja samlok- ur á 600–800 kr. Uppblásinn koddi og teppi kosta 800 kr. Það er ekki enn komið rúllugjald á salernin en það er bara tímaspursmál. Menn sem keyptu miðana sína fyrir síðustu mánaðamót fá fría samloku og þeir sem lesa blaðið í sætisvasanum fyrir framan sig (Atlantica, bls. 68) sjá að þar er auglýst frí máltíð og drykkur með. Eins og flestir vita er skylt að efna auglýs- ingar og blaðið gildir nóv.-des. Þannig að ef þið bendið á auglýsinguna ættuð þið að fá frítt að borða. Það er ekkert verið að slá af miðaverði þannig að þetta er bara refsing fyrir farþega. Persónulega held ég að Icelandair hafi hrapað í áliti flestra með þessu og verði aldrei annað en lággjaldaflugfé- lag með háu miðaverði.“ Við athugun á heimasíðu Icelandair kom í ljós að verðið reyndist rétt. Fríu máltíðirnar voru aflagðar hinn 1. nóvember á fjölmennasta farrýminu, „Economy Class“. Farþegum á dýrari farrýmum, „Economy Comfort“ og „Saga Class“, er hins vegar enn þá boðið upp á mat sem er innifalinn í fargjaldinu. Neytendur: Það sem áður var frítt hjá Icelandair kostar nú Ókeypis háloftamatur fyrir bí EKKERT FRÍTT LENGUR Á ECONOMY CLASS ICE- LANDAIR Spurning um að taka bara með sér nesti. FYRRA STRÍÐS MINNST Elísabet II Bretadrottning var alvaran uppmáluð við minningarathöfn um lok fyrra stríðs í Lundúnum í gær. Hefð er fyrir að halda slíka athöfn þann sunnudag sem næstur er vopnahlésdeginum 11. nóvember ár hvert. FRÉTTABLAÐIÐ/AP LÖGREGLUMÁL Umferðaróhöppum þar sem slys hafa orðið á fólki hefur fækkað nokkuð í Kópavogi það sem af er árinu. Fyrstu átta mánuði ársins voru 38 slys af þessu tagi skráð hjá lögreglu en á sama tímabili árið 2007 voru þau 45. Þetta er líka í takt við jákvæða þróun annars staðar á höfuð- borgarsvæðinu, Því fækkunin í umdæminu öllu nemur um 15 prósentum. Í þeim samanburði er reyndar átt við fyrstu sjö mánuði áranna 2007 og 2008 en byggt er á upplýsingum frá Umferðarstofu. - jss Gott að búa í Kópavogi: Umferðar- slysum fer fækkandi FÉLAGSMÁL Leiga hjá Félagsbústöð- um hf. hækkaði um 2,8 prósent í síðasta mánuði. Fyrirtækið er í eigu Reykjavíkurborgar og sér um félagslegt leiguhúsnæði. Leiga Félagsbústaða er tengd vísitölu og hækkar ársfjórðungs- lega. Leigan hækkaði í janúar um 1,8 prósent, 1,6 prósent í apríl, 6,4 prósent í júlí og nú í október um 2,8 prósent. „Við erum náttúrlega eins og hvert annað heimili, okkar stærsti kostnaðarliður er lán og þau eru náttúrulega vísitölutryggð,“ segir Sigurður Kr. Friðriksson, fram- kvæmdastjóri Félagsbústaða. Hann segir erfitt að hækka leiguna þar sem íbúar Félagsbústaða séu lágtekjufólk.Sigurður telur að aðgerðir til stuðnings húseigend- um vegna hækkunar lána, sem verið hafa í deiglunni, hljóti að gilda um þá líka. „Það er sama- sem-merki á milli húseigenda og leigjenda í mínum huga.“ Nokkuð hefur verið gagnrýnt að húsaleigan sé tengd vísitölu en húsaleigubætur séu það ekki. Í vor var stuðningskerfi Reykjavík- urborgar breytt þannig að niður- greiðslu húsnæðis var hætt og sértækar leigubætur teknar upp í staðinn. - kóp Leiga hjá Félagsbústöðum hf. hækkar: Félagsleg leiga hækkar enn

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.