Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 4
4 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Fyrir mistök birtist röng útgáfa af frétt um Frakklandsför Árna Þórarinsson- ar í blaðinu í gær. Rétta útgáfu má finna á Vísi.is. Beðist er velvirðingar á þessu. ÁRÉTTING VEÐURSPÁ HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. Alicante Amsterdam Basel Berlín Billund Eindhoven Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London New York Orlando Osló París Róm Stokkhólmur 15° 8° 6° 4° 7° 7° 4° 3° 7° 7° 20° 9° 11° 23° 3° 7° 17° 7° -5 -5 -6 -4 -6 -3 -5 -3 -5 -5 -12 6 8 6 10 10 13 8 11 6 7 10 -9 -8 -7Á MORGUN 5-15 m/s, hvassast austast á landinu SUNNUDAGUR 3-8 m/s -6 -8 -6 -5 -3 -6 -5 KÖLD HELGI Sé litið yfi r veður- horfur helgarinnar bendir allt til þess að strekkingur verði við austurströnd landsins, annars verði vindur yfi rleitt sæmilega hægur, 5-10 m/s. Éljagangur verður norðan og austan- lands á morgun en bjart veður syðra. Á sunnudag er að sjá él á stangli með norðanverðu landinu en björtu veðri syðra. Frost verður um allt land. Sigurður Þ. Ragnarsson veður- fræðingur INDLAND, AP Svartklæddir indverskir sér- sveitarmenn réðust til inngöngu í Taj Mahal- hótelið í Mumbai á Indlandi í gær, í þeim tilgangi að frelsa tugi gísla og ráða niðurlög- um hryðjuverkamanna sem höfðu komið sér þar fyrir. Hryðjuverkamennirnir, sem taldir eru íslamskir öfgamenn, gerðu árásir samtímis á tíu stöðum í Mumbai á miðvikudag, þar á meðal á tvö glæsihótel í borginni. Árásin kostaði meira en 100 manns lífið, auk þess sem átta árásarmannanna eru sagðir hafa fallið. Yfir 300 manns særðust. Árásarmenn- irnir eru sagðir hafa veist sérstaklega að bandarískum og breskum gestum á hótelunum. Rúmlega tíu af árásar- mönnunum tóku einnig tugi manna í gíslingu á báðum hótelunum og í miðstöð gyðinga í borginni. Meðal hinna látnu voru Ástrali, Japani, Ítali og Þjóðverji. Eldur braust út á efstu hæðum hins sögufræga Taj Mahal hótels eftir árásina á miðvikudag, og síðan logaði þar aftur í gær eftir að ind- versku sérsveitarmennirnir réðust til inngöngu. Seint í gær var búið að frelsa tugi gísla og annarra sem höfðu leynst inni á hótelunum en ekki komist út. Fólkið sagði lík fjölda manns liggja á gólfum hótelanna, og fjöldi manns var enn í felum inni á hótelherbergjum.Lögreglan í Mumbai segir að sérsveitarmennirnir fari sér hægt til að stofna ekki lífi fólks í hættu. Íslensk kona, Esther Ágústa Berg, var stödd á Marriott-hótelinu í Mumbai skömmu áður en skotum var hleypt af þar fyrir utan á miðvikudaginn. Hún segist þó ekkert hafa orðið vör við atburðina og fyrst frétt af þeim eftir að móðir hennar hringdi frá Íslandi. Útgöngubann var sett á í suðurhluta borgarinnar í gær, þar sem Ágústa býr ásamt eiginmanni sínum og dóttur. Hún segir flesta halda sig inni við, og sjálf hafi hún haldið sig heima eftir að hún heyrði fréttirnar. „Það er hræðsla í fólki,“ segir Ágústa, sem er á leiðinni til Íslands ásamt fjölskyldu sinni í jólafrí í næstu viku. Mumbai er helsta miðstöð viðskipta á Indlandi ásamt því að vera höfuðborg Maharashtra-fylkis. Áður óþekkt samtök íslamskra öfgamanna lýstu yfir ábyrgð sinni á árásunum. gudsteinn@frettabladid.is Sérsveitir reyndu að frelsa gísla á hótelum í Mumbai Árásirnar á tvö hótel og fleiri staði í Mumbai kostuðu meira en hundrað manns lífið. Sérsveitarmönnum tókst að bjarga tugum manna út úr hótelunum í gær, en lík lágu víða á göngum og herbergjum hótelanna. SLOPPIN ÚR GÍSLINGU Tveir erlendir ríkisborgarar koma út úr Oberoi-hótelinu eftir að hafa verið nærri tuttugu klukkustundir í gíslingu hryðjuverkamanna. NORDICPHOTOS/AFP ÁGÚSTA BERG EFNAHAGSMÁL „Sjóðurinn gerir ráð fyrir ýmsum breytum í sinni áætl- un sem hann segir að sé ekki endi- lega víst að gangi eftir. Þeir taka þessa tölu sjálfsagt til að vera ekki um of bjartsýnir og gera kannski ráð fyrir hinu versta,“ segir Björgvin G. Sigurðsson viðskipta- ráðherra. Fram kemur í skýrslu Alþjóða- gjaldeyrissjóðsins (AGS) sem birt var í fyrradag að hann geri ráð fyrir að um helmingur af eignum bank- anna ytra dugi fyrir innlánum sem íslenska ríkið, og þar með skatt- greiðendur, þarf að ábyrgjast. Samkvæmt mati sjóðsins yrði þar um að ræða um 245 milljarða króna, eða hátt í 800 þúsund krónur á hvern Íslending. Þetta er einkum vegna Icesave reikninga Landsbankans. „Við auðvitað vonum að eignirnar gangi meira eða minna upp í þetta og ég trúi því að eignir Landsbankans muni ganga upp í þessar skuldir. Þannig að ég held að mat sjóðsins sé held- ur svartsýnt og ég held að það yrði óviðunandi ef það gengi eftir,“ segir Björgvin. Björgvin segir sjóðnum skylt að gera áætlun. Hann áætli ýmislegt fleira, eins og um verðbólgu. „Ég geri ekki athuga- semdir. Þetta er bara mat miðað við það sem liggur fyrir núna. Það er ekki byggt á neinu sérstöku öðru, en mat á eignum bankanna er mjög erfitt núna,“ segir Björgvin, spurð- ur um hvort AGS hafi ekki í raun sett nokkurs konar verðmiða á eignir bankanna ytra. Gylfi Magnússon dósent segir sjóðinn gefa sér þessa tölu sem mat á horfum fyrir Ísland. Þetta sé þó ekki beinlínis sett fram sem mat á því hvert verð eignanna verði þegar þar að kemur. Sér þyki mat sjóðins þó heldur svartsýnt. „Ég hygg að sjóðurinn reyni að hafa vaðið fyrir neðan sig í verð- mati á brunarústum. Það er betra að verðmeta þær of lágt en of hátt,“ segir Þórólfur Matthíasson prófessor. - ikh Viðskiptaráðherra segir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn svartsýnan í mati á eigum Landsbankans: Vonar að eignir gangi upp í skuldirnar BJÖRGVIN G. SIGURÐSSON ÞÓRÓLFUR MATTHÍASSON GYLFI MAGNÚSSON ÍRAK, AP Íraska þingið samþykkti í gær samning við Bandaríkjastjórn um öryggismál, en samkvæmt samningnum verður bandarískum hersveitum heimilt að dvelja í landinu í allt að þrjú ár enn. Þar með er í fyrsta sinn búið að lögfesta tímaramma fyrir brottför Bandaríkjamanna frá Írak. Stjórnarflokkar sjía og Kúrda studdu samninginn, og það gerði stærsti flokkur súnní-múslima líka. Sá hafði sett ýmis skilyrði fyrir samþykki sínu. Togstreitan um samninginn opinberaði þann djúpstæða klofning sem er í stjórnmálum landsins milli trúflokka og hvernig hann hindrar samstöðu þjóðarinn- ar, sex árum eftir fall Saddams Hussein. - aa Öryggismál í Írak: Bandaríkjaher áfram til 2011 DÓMSMÁL Hæstiréttur hefur staðfest þriggja og hálfs árs fangelsisdóm héraðsdóms yfir Gunnari Rúnari Gunnarssyni. Héraðsdómur dæmdi Gunnar Rúnar í desember í fyrra fyrir tvö skjalafalsmál, umferðarlagabrot og nauðgun. Hann hafði samræði við konu á heimili hennar og notfærði sér að hún gat ekki spornað við verknaðinum. Gunnar Rúnar krafðist fyrir Hæstarétti sýknu af nauðguninni. Dómurinn taldi sannað með vísan til framburðar konunnar, játningar Gunnars fyrir lögreglu og niðurstöðu DNA- rannsóknar að Gunnar hefði brotið gagnvart konunni. - jss Hæstiréttur staðfestir dóm: Þrjú og hálft ár fyrir nauðgun GENGIÐ 27.11.2008 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 243,1769 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 140,75 141,43 217,67 218,73 181,99 183,01 24,419 24,561 20,259 20,379 17,623 17,727 1,4767 1,4853 210,32 211,58 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.