Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 28.11.2008, Blaðsíða 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 28. nóv- ember, 333. dagur ársins. 10.38 13.16 15.53 10.45 13.00 15.16 Í vor sá ég merkilega fréttaskýr-ingu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Inn slag- ið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé mannin- um miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. AÐ SÖGN vísindamanna þurfa flestir 7,5 til átta tíma nætursvefn. Bandaríkjamenn sofa að meðaltali um 6,7 stundir á hverri nóttu, Ekki ólíklegt að svipað gildi um Íslend- inga, enda útbreidd hugmynd á hinum Vesturlöndunum að til að koma sem flestu í verk þurfi að vaka sem mest. Rannsóknir leiddu hið gagnstæða í ljós. Minni svefn raskar heilastarfseminni svo um munar; dregur úr afköstum, veldur gloppóttu minni, skapsveiflum, sljóleika og sleni og skerðir dóm- greindina. ÞAÐ ER víst nóg að sofa lítið aðeins eina nótt, áhrifin gera vart við sig strax og versna eftir því sem vökunóttum fjölgar. Vísindamenn- irnir telja sig geta sýnt fram á orsakasamhengi milli tíðni bílslysa og svefnleysis. Þeir skrifa jafnvel nokkur þekktustu stórslys sögunn- ar á reikning Óla lokbrár. Olíuskip- ið Exxon Valdez hafi til dæmis steytt á skeri laust eftir miðnætti en sá sem var við stjórnvölinn hafði aðeins sofið í fjóra tíma nóttina áður; bæði kjarnabráðnunin í Tjernóbil í Rússlandi og geislalekinn í kjarnorkuverinu á Three Mile Island í Bandaríkjunum urðu á næturvakt og í báðum tilfellum komu mannleg mistök við sögu. MEÐ öðrum orðum stóreykur skertur svefn líkurnar á að menn geri ofureinföld mistök sem á ögur- stundu geta valdið miklum hörm- ungum. Þetta er ekki síst skugga- legt í ljósi þess að hinir svefndrukknu gera sér sjaldnast grein fyrir ástandi sínu, jafnvel þótt það blasi við öðrum, heldur telja sig þvert á móti færa í flestan sjó. ÞAÐ sótti því að mér hrollur þegar ég las viðtal við Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra í tíma- ritinu Monitor. Þar var hann spurð- ur hvort hann hefði sofið mikið undanfarinn mánuð, eftir að efna- hagshamfarirnar riðu yfir landið: „Ekki mikið. Svona kannski 40% af því sem lágmarkið ætti að vera.“ Í ÞESSU ástandi ætti Björgvin G. Sigurðsson auðvitað ekki að vera við stýrið á kassabíl, hvað þá þjóðarskútu. En reyndar má vera að ráðherra bankamála sé úthvíld- ur og sprækur þrátt fyrir allt. Hann svaf jú vel á verðinum. Björgvin Geisp Zzzigurðsson Þess vegna notum við bara Pillsbury Best í jólabaksturinn. Próteinríka, ameríska, vítamínbætta hveitið sem amma notaði - og amma hennar líka. ÖMMUR VITA BEST. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.