Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 80

Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 80
GÓÐAN DAG! Sólarupprás Hádegi Sólarlag Reykjavík Akureyri Heimild: Almanak Háskólans SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 512 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 512 5313, fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VIÐ SEGJUM FRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 512 5000 BAKÞANKAR Bergsteins Sigurðssonar Í dag er föstudagurinn 28. nóv- ember, 333. dagur ársins. 10.38 13.16 15.53 10.45 13.00 15.16 Í vor sá ég merkilega fréttaskýr-ingu í hinum virta bandaríska sjónvarpsþætti 60 mínútur. Inn slag- ið fjallaði um svefnrannsóknir og nýjustu niðurstöður sprenglærðra háskólamanna þar í landi, sem hafa komist að því að svefn sé mannin- um miklu mikilvægari en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. AÐ SÖGN vísindamanna þurfa flestir 7,5 til átta tíma nætursvefn. Bandaríkjamenn sofa að meðaltali um 6,7 stundir á hverri nóttu, Ekki ólíklegt að svipað gildi um Íslend- inga, enda útbreidd hugmynd á hinum Vesturlöndunum að til að koma sem flestu í verk þurfi að vaka sem mest. Rannsóknir leiddu hið gagnstæða í ljós. Minni svefn raskar heilastarfseminni svo um munar; dregur úr afköstum, veldur gloppóttu minni, skapsveiflum, sljóleika og sleni og skerðir dóm- greindina. ÞAÐ ER víst nóg að sofa lítið aðeins eina nótt, áhrifin gera vart við sig strax og versna eftir því sem vökunóttum fjölgar. Vísindamenn- irnir telja sig geta sýnt fram á orsakasamhengi milli tíðni bílslysa og svefnleysis. Þeir skrifa jafnvel nokkur þekktustu stórslys sögunn- ar á reikning Óla lokbrár. Olíuskip- ið Exxon Valdez hafi til dæmis steytt á skeri laust eftir miðnætti en sá sem var við stjórnvölinn hafði aðeins sofið í fjóra tíma nóttina áður; bæði kjarnabráðnunin í Tjernóbil í Rússlandi og geislalekinn í kjarnorkuverinu á Three Mile Island í Bandaríkjunum urðu á næturvakt og í báðum tilfellum komu mannleg mistök við sögu. MEÐ öðrum orðum stóreykur skertur svefn líkurnar á að menn geri ofureinföld mistök sem á ögur- stundu geta valdið miklum hörm- ungum. Þetta er ekki síst skugga- legt í ljósi þess að hinir svefndrukknu gera sér sjaldnast grein fyrir ástandi sínu, jafnvel þótt það blasi við öðrum, heldur telja sig þvert á móti færa í flestan sjó. ÞAÐ sótti því að mér hrollur þegar ég las viðtal við Björgvin G. Sig- urðsson viðskiptaráðherra í tíma- ritinu Monitor. Þar var hann spurð- ur hvort hann hefði sofið mikið undanfarinn mánuð, eftir að efna- hagshamfarirnar riðu yfir landið: „Ekki mikið. Svona kannski 40% af því sem lágmarkið ætti að vera.“ Í ÞESSU ástandi ætti Björgvin G. Sigurðsson auðvitað ekki að vera við stýrið á kassabíl, hvað þá þjóðarskútu. En reyndar má vera að ráðherra bankamála sé úthvíld- ur og sprækur þrátt fyrir allt. Hann svaf jú vel á verðinum. Björgvin Geisp Zzzigurðsson Þess vegna notum við bara Pillsbury Best í jólabaksturinn. Próteinríka, ameríska, vítamínbætta hveitið sem amma notaði - og amma hennar líka. ÖMMUR VITA BEST. Tveggja manna herbergi á kr. 5.000 nóttin Uppbúið rúm í svefnpokaplássi kr. 2.000 nóttin Gesthús Dúna Gesthús Dúna - Suðurhlíð 35 - 105 Reykjavík Pantanir: 588-2100 / duna@islandia.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.